© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
Þjálfaramenntun KKÍ · Þjálfarastig 1

KKÍ þjálfari 1
KKÍ 1 og ÍSÍ 1 eru samtals 120 kennslustundir eða 80 klukkutímar, sérgreinahluti hlutinn er 60 kennslustundir og almenni hlutinn sem er í umsjá ÍSÍ 60 kennslustundir. KKÍ þjálfara 1 er skipt upp í þrjá hluta sem eru að mestu leyti í umsjón fræðslustjóra KKÍ, þjálfari 1.a og 1.c eru helgarnámskeið og 1.b er í fjarnámi. Farið er yfir helstu grundvallarþætti í körfuknattleik eins og skot, sendingar, knattrak, fótavinnu og undirstöðu í varnarleik. Lögð er áhersla á að þjálfarar séu sjálfir þátttakendur í æfingum sem eru gerðar á námskeiðinu. Þjálfarar gera því æfingar sjálfir og kenna hvor öðrum. Helgarnámskeiðið er haldið af einum til tveimur fyrirlesurum. Að loknu náminu útskrifast þjálfari sem KKÍ þjálfari 1 sem gefur rétt á að vera aðalþjálfari í öllum flokkum til og með minnibolti 11 ára og aðstoðarþjálfari upp í 10. flokk.

Uppsetning á KKÍ 1 þjálfaranámi.
KKÍ 1

Á mynd hér fyrir ofan má sjá uppbyggingu á KKÍ þjálfara 1 námskeiði. Námið skiptist í þrjú þrep og hvert þrep eru 20 kennslustundir. 1.a er fyrsta námskeiðið sem er helgarnámskeið,1.b er fjarnám þar sem farið er í reglur, sögu, mótamál o.fl. og að lokum er 1.c sem er helgarnámskeið.

KKÍ Þjálfari 1.a.
Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.

Föstudagur
17:00-17:40 Setning og kynning á þjálfaravef FIBA Europe Bóklegt
17:50-19:10 Skipulag þjálfunar og kennslufræði (yngri en 12 ára) Bóklegt
19:20-20:00 Minnibolti og þjálfun barna Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Boltaæfingar, knattrak, leikir og fótavinna Verklegt
10:30-11:50 Sendingatækni, fótavinna og leikir Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Skottækni, fótavinna og leikir Verklegt
14:00-15:20 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5) Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-10:20 Úrvalsbúðir KKÍ Verklegt
10:30-11:50 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut), sendingar og sniðskot Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Verklegt próf (7,5%) og munnlegt próf (7,5%) Verklegt
14:00-15:20 Umræður (Úrvalsbúðir og KKÍ 1b), próf (10%) Bóklegt

KKÍ Þjálfari 1.b
Námskeiðið er 20 kennslustundir sem kennt í fjarnámi milli þjálfara 1.a og 1.c. Í þessum hluta er farið ítarlega í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. KKÍ þjálfari 1.b gildir sem 35% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Leikreglur:
Farið er í leikreglur með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa svo að standast reglupróf sem er aðeins bóklegt og gildir 20% af einkunn í KKÍ þjálfara 1. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.

Mótafyrirkomulag KKÍ:
Þjálfarar kynnast mótafyrirkomulagi með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf sem gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Saga körfuknattleiks:
Þjálfarar fá senda fyrirlestra um sögu körfuknattleiks. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf úr sögunni sem gildir 5% af heildareinkunn í KKÍ Þjálfara 1.

Tímaseðill:
Þjálfarar gera tímaseðil með FIBA Europe þjálfaraforritinu. Skila þarf inn tímaseðli fyrir 60 mínútna æfingu í minnibolta, á PDF skjali með tölvupósti á fræðslustjóra KKÍ. Verkefnið gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

KKÍ Þjálfari 1.c.
Er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Í lok námskeiðsins útskrifast þeir þjálfarar sem hafa staðist öll verkefni og próf og fá þjálfara réttindi KKÍ 1.

Föstudagur
17:00-17:40 Setning og krossapróf KKÍ 1.b
17:50-18:30 Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri Bóklegt
18:40-20:00 Skipulag þjálfunar, áætlunargerð, tímaseðlar Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Taktík – Liðssókn, 2 á 0, 3 á 0, 4 á 0 Verklegt
10:30-11:50 Hraðupphlaup (2 á 1, 3 á 2) Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Hreyfingar án bolta (Hlaup, hindranir o.fl.) Verklegt
14:00-15:20 Skottækni og fótavinna (framhald) Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-09:40 Vörn 1 á 1 Verklegt/bóklegt
09:40-11:00 Taktík - Liðsvörn maður á mann Verklegt/bóklegt
11:00-11:40 Skriflegt Lokapróf KKÍ 1 (20% tímaseðil) Bóklegt Próf
11:40-12:30 Matarhlé
12:30-14:00 Verklegt próf KKÍ (20% framkvæma æfingu af tímaseðli) Verklegt/bóklegt
14:00-15:20 Fyrirlestur þjálfaratýpur Bóklegt
15:30-16:00 Útskrift KKÍ Þjálfari 1

-------------------------------------------------------------------

Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1
sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2
sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3
sjá nánar hér

Drög að leyfiskerfi
sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Albert Óskarsson í loftfimleikum í leik gegn Luxembourg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið