© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
6.9.2006 | Óskar Ófeigur Jónsson
Jón Arnór: Þurfum stuðning í stúkunni
Jón Arnór Stefánsson er að fara að spila í sterkustu deild í Evrópu en fyrst verður hann örugglega áberandi með íslenska landsliðinu sem hefur keppni í b-deild Evrópukeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld.

"Loksins er maður búinn að hitta strákanna aftur," segir Jón Arnór Stefánsson sem verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni sem hefst í kvöld. Jón Arnór missti af Norðurlandamótinu og hafði ekkert spilað með liðinu síðan síðasta haust þegar að hann kom til móts við liðið á dögunum. Nú er hann hinsvegar klár í slaginn og hann hefur trú á íslenska liðinu að þessu sinni.

Erum með sterkari hóp
"Við erum með sterkari hóp núna en í fyrra og með alla bestu leikmennina okkar. Ég tel því að við eigum mjög góða möguleika. Við þurfum bara að ná saman og við höfum fengið tíu daga til þess. Þetta er aðallega spurning um að ná upp leikgleði, við erum flestir á svipuðum aldri og þekkjumst orðið mjög vel þannig að nú þurfum við að skapa stemmningu í liðinu. Ég hef ekki áhyggjur af hlutunum inn á vellinum ef við mætum stemmdir og verður að skemmta okkur við það sem við erum að gera. Þá hittum við úr skotunum okkar og spilum hörku vörn og finnum ekki til neinnar þreytu," segir Jón Arnór og miklu munar líka um að hann sjálfur er laus við öll meiðsli og tilbúinn í slaginn.

Laus við meiðslin
"Meiðslin eru ekki að hrjá mig. Ég var í meðferð og æfingum á Spáni í tvær vikur þannig að ég er kominn í skikkanlegt form. Spilaformið var kannski ekki orðið nægilega gott þar sem ég hef ekki spilað mikið í sumar en ég reyndi bara að nýta æfingaleikina vel," segir Jón Arnór. Hann var með 11,0 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í síðustu Evrópukeppni en íslenska liðið ætlaði sér meira en 2. sætið í riðlinum.

Vonbrigði að tapa á móti Dönunum
”Það voru smá vonbrigði að tapa á móti Dönunum í fyrra en við lærum af því og við erum sterkari í dag en við vorum þá. Við gáfum þá eftir í lok leikjanna en nú vonast ég eftir að við höfum meiri karakter til þess að klára leikina," segir Jón Arnór sem veit að hann þarf að taka af skarið í þessum leikjum.

Við ætlum að gera þetta saman
"Mér finnst aldrei vera einhver pressa á mér að gera eitthvað. Við erum bara lið og við ætlum að gera þetta saman. Þetta er ekkert spurning um það sem ég ætla að gera því eina sem ég hugsa um er að spila fyrir liðið eins og ég hef alltaf gert. Ég hugsa um eins og allir að spila hörku vörn en veit þó að ég þarf líka að vera leiðtogi inn á vellinum. Ég lít nú ekki á mig sem einhvern reynslubolta því maður er ekki orðinn það hokinn í þessu. Ég verð samt að taka á mig að vera leiðtogi liðsins og taka af skarið og það er eitthvað sem ég þarf að hugsa um. Ég er búinn að kynnast ýmsum hliðum körfuboltans, hef farið víða og maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum stað.," segir Jón og það reynir mikið á liðið strax í fyrsta leik gegn Finnum.

Við ætlum okkur stóra hluti
"Það er erfiður leikur á móti Finnum í fyrsta leik en það er heimaleikur og hann ætlum við að vinna. Við höfum keppt oft á móti Finnum og vitum nokkurn veginn hvernig lið það er. Við þurfum bara að taka á móti þeim. Við vonumst til þess að fólkið mæti og skapi smá stemmningu í Höllinni. Við erum tilbúnir og ætlum okkur stóra hluti."

Það er líka mikið að gerast hjá Jóni Arnóri sjálfum sem var að flytja búferlum til Spánar þar sem að hann spilar með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Jón Arnór var samt mjög ánægður með dvölina hjá Carpisa Napoli á Ítalíu. "Það var mjög góð reynsla að spila á Ítalíu síðasta vetur og okkur gekk rosalega vel. Þetta er hörku deild og ætli maður sé ekki aðeins reynslumeiri eftir að hafa fengið að ganga í gegnum eitt tímabil þar. Spænska deildin er sterkari en sú ítalska en ég veit þó ekki hvað er mikill munur á þessum deildum. Spænsku liðin hafa verið að sýna styrk sinn í Evrópukeppnunum þar sem þau eru alltaf í toppbaráttunni. Ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag," segir Jón Arnór sem hefur skoðað allar aðstæður hjá sínu nýja félagi.

Valencia er flottur staður
"Ég var í tvær vikur á Spáni, er búinn að hitta flesta strákana og búinn að kynnast þjálfurunum. Ég er búinn að koma mér vel fyrir og Valencia er flottur staður, á ströndinni og bíður bara upp á huggulegheit," segir Jón Arnór um nýju bækistöðurnar sínar á austurströnd Spánar en hann er ekki síður ánægður með körfuboltahliðina á félaginu. "Það er mikill metnaður í liðinu og aðstaðan er rosalega góð. Það er mjög fagmannlega unnið að öllum málum þannig að ég er mjög sáttur við að vera kominn þangað." Jón Arnór hefur verið í mörgum viðtölum eftir að hann samdi við Valencia og þeir hafa mikinn áhuga á tengslum hans við einn besta handboltamanninn á Spáni.

Spyrja mikið um brósa
"Þeir spyrja mikið um brósa og vita vel hver hann er," segir Jón Arnór aðspurður um áhuga spænskra fjölmiðlamanna á bróður hans Ólafi Stefánssyni sem spilar stórt hlutverk hjá spænska handboltaliðinu Ciudad Real. "Við heyrum nú ekki mikið í hvorum öðrum á tímabilinu enda er mikið að gera hjá okkur báðum. Við verðum örugglega meira saman víst að ég er kominn á Spán enda stutt orðið á milli okkar," segir Jón sem veit að hann þarf að sanna sig hjá nýju liði.
"Ég verð aðallega að berjast um mínútur í liðinu til byrja með. Stefnan er sett á að spila alvöru mínútur og fá hlutverk í liðinu," segir Jón Arnór um markmið vetrarins hjá Valencia en fyrst ætlar hann að hjálpa íslenska landsliðinu í að komast upp í A-deildina.

Allir eiga möguleika
"Það eiga allir möguleika í þessum riðli og þetta verður skemmtilegur en jafnframt erfiður riðill. Það er ekkert verkefni létt fyrir íslenska landsliðið og við þurfum að vinna mikið fyrir því að vinna þessa leiki,segir Jón Arnór og bætir við ákveðið. "Við þurfum stuðning í stúkunni."
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Íslenska liðið ásamt þjálfurunum Torfa Magnússyni og Jóni Sigurðssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið