© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
Þjálfaramenntun KKÍ



Menntakerfi KKÍ er unnið sem hluti af menntakerfi ÍSÍ eins og alltaf hefur staðið til að gera. ÍSÍ mun því sjá um kennslu á almennum hluta og KKÍ á sérgreinahluta. KKÍ 1 er 60 kennslustundir, KKÍ 2 og 3 eru 80 kennslustundir hvort um sig í sérgreinahluta. Ekki er hægt að byrja á námskeiði nema að námskeiði á undan hafi verið klárað og á það við bæði um almennan hluta og sérgreinahluta. Hver kennslustund fyrir sig er 40 mínútur og yfirleitt er hver fyrirlestur tvær kennslustundir. Menntakerfi KKÍ er sérgreinahlut í menntakerfi ÍSÍ.

Allir þjálfarar þurfa að skila inn ferilskrá sinni til KKÍ til að hægt sé að meta þá inn í kerfið. Í náinni framtíð munu allir þjálfara að hafa tiltekna menntun til að þjálfa á hverju stigi. Því er mikilvægt að allir sendi inn sína ferilsskrá svo hægt sé að meta þjálfara.

Ferilsskrá/CV þjálfara:
skilast inn til KKÍ á netfangið: kki@kki.is

Þjálfaramenntun KKÍ - Stig

Markmið með þjálfaranámi KKÍ er að gefa þjálfurum tækifæri á að mennta sig í körfuboltafræðum og sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Náminu er skipt upp í þrjú stig með misjöfnum áherslum eftir stigi eins og má á mynd að ofan og í töflu að neðan sem sýnir yfirlit um áherslur á hverju stig. Þjálfara sem hefur lokið náminu er ætlað að sækja sér reglulega endurmenntun sem boðið er upp á í 2.a. Einnig er þjálfurum frjálst að mæta eins oft og þeir kjósa á hvert námskeið eftir að námi hefur verið lokið þar sem ólíklegt er að námskeið verði nákvæmlega eins frá ári til árs.

Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1 sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2
sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3
sjá nánar hér

Drög að leyfiskerfi
sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér

Staða á menntun þjálfara: sjá nánar hér (listi yfir þjálfara)
Viðmiðsblað að þjálfaramenntun: sjá nánar hér

Tafla yfir áherslur í hverju stigi Þjálfaramenntunar KKÍ:

 

KKÍ þjálfari - 1

KKÍ þjálfari – 2

KKÍ þjálfari – 3

Fyrirlestrar

  • Þjálfun barna 12 ára og yngri
  • Kennslufræði í þjálfun minnibolta
  • FIBA Europe þjálfaravefur
  • Skipulag þjálfunar, tímaseðlar og  áætlunargerð
  • Þjálfaratýpur
  • Þjálfun unglinga 17 ára og yngri
  • Langtíma- og skammtíma skipulag
  • Ferill, tímabil og æfing
  • Endurmenntun KKÍ
  • Líkamleg þjálfun
  • Þjálfun 18 ára og eldri
  • Skipulag, leikfræði og hugmyndafræði á efsta stigi.
  • Leit að leikmönnum
  • Íþróttasálfræði
  • Liðsuppbygging
  • Markmiðasetning

Nám á velli

  • Undirstöðuatriði í sókn
    • Sendingar
    • Boltatækni og knattrak
    • Fótavinna og gabbhreyfingar
    • Skot
  • Hóp taktík
  • Vörn (varnarstöður)
  • Upphaf á sóknarleik
  • Hraðupphlaup 2:1, 3:2
  • Úrvalsbúðir KKÍ
  • Einstaklingstækni og sérhæfing eftir leikstöðum
    • Leikstjórnandi
    • Skotmaður
    • Miðherji
  • Hóp taktík
  • Hindrun (sókn)
  • Hindrun (vörn)
  • Vörn (1:1-4:4)
  • Líkamleg þjálfun, upphitun og fyrirbyggjandi æfingar
  • Hóp taktík
  • Bolta hindrun (sókn)
  • Bolta hindrun (vörn)
  • Liðs taktík
  • Sókn (5:5)
  • Vörn (4:4/5:5)
  • Hraðupphlaup (Sókn)
  • Hraðupphlaup (vörn)
  • Pressuvarnir
  • Svæðisvarnir
  • Líkamleg þjálfun

Fjarnám

  • Leikreglur 20%
  • Mótamál KKÍ 5%
  • Saga körfuknattleiks 5%
  • Vettvangsnám 20%
  • Heimsókn til þjálfara 15%
  • Fyrirlestur á netinu 15%
  • Leikgreining 10%
  • Þjálfaranámskeið erlendis
Verkefni
  • Tímaseðlagerð í FIBA Europe forriti 5%
  • Undirbúningur fyrir leik (skoða andstæðing)
  • Fara yfir sinn eigin leik
  • Lokaverkefni frá þjálfaranámskeiði erlendis 50%

Próf

  • Verklegt próf 7,5%
  • Munnlegt próf 7,5%
  • Krossapróf 10%
  • Próf tímaseðil 20%
  • Próf þjálfa æfingu af tímaseðli 20%
  • Bóklegt próf 20%
  • Skriflegt lokapróf 20%
  • Krossapróf 20%
  • Skriflegt lokapróf 30%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið