© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
Þjálfaramenntun KKÍ



Menntakerfi KKÍ er unnið sem hluti af menntakerfi ÍSÍ eins og alltaf hefur staðið til að gera. ÍSÍ mun því sjá um kennslu á almennum hluta og KKÍ á sérgreinahluta. KKÍ 1 er 60 kennslustundir, KKÍ 2 og 3 eru 80 kennslustundir hvort um sig í sérgreinahluta. Ekki er hægt að byrja á námskeiði nema að námskeiði á undan hafi verið klárað og á það við bæði um almennan hluta og sérgreinahluta. Hver kennslustund fyrir sig er 40 mínútur og yfirleitt er hver fyrirlestur tvær kennslustundir. Menntakerfi KKÍ er sérgreinahlut í menntakerfi ÍSÍ.

Allir þjálfarar þurfa að skila inn ferilskrá sinni til KKÍ til að hægt sé að meta þá inn í kerfið. Í náinni framtíð munu allir þjálfara að hafa tiltekna menntun til að þjálfa á hverju stigi. Því er mikilvægt að allir sendi inn sína ferilsskrá svo hægt sé að meta þjálfara.

Ferilsskrá/CV þjálfara:
skilast inn til KKÍ á netfangið: kki@kki.is

Þjálfaramenntun KKÍ - Stig

Markmið með þjálfaranámi KKÍ er að gefa þjálfurum tækifæri á að mennta sig í körfuboltafræðum og sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Náminu er skipt upp í þrjú stig með misjöfnum áherslum eftir stigi eins og má á mynd að ofan og í töflu að neðan sem sýnir yfirlit um áherslur á hverju stig. Þjálfara sem hefur lokið náminu er ætlað að sækja sér reglulega endurmenntun sem boðið er upp á í 2.a. Einnig er þjálfurum frjálst að mæta eins oft og þeir kjósa á hvert námskeið eftir að námi hefur verið lokið þar sem ólíklegt er að námskeið verði nákvæmlega eins frá ári til árs.

Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1 sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2
sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3
sjá nánar hér

Drög að leyfiskerfi
sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér

Staða á menntun þjálfara: sjá nánar hér (listi yfir þjálfara)
Viðmiðsblað að þjálfaramenntun: sjá nánar hér

Tafla yfir áherslur í hverju stigi Þjálfaramenntunar KKÍ:

 

KKÍ þjálfari - 1

KKÍ þjálfari – 2

KKÍ þjálfari – 3

Fyrirlestrar

  • Þjálfun barna 12 ára og yngri
  • Kennslufræði í þjálfun minnibolta
  • FIBA Europe þjálfaravefur
  • Skipulag þjálfunar, tímaseðlar og  áætlunargerð
  • Þjálfaratýpur
  • Þjálfun unglinga 17 ára og yngri
  • Langtíma- og skammtíma skipulag
  • Ferill, tímabil og æfing
  • Endurmenntun KKÍ
  • Líkamleg þjálfun
  • Þjálfun 18 ára og eldri
  • Skipulag, leikfræði og hugmyndafræði á efsta stigi.
  • Leit að leikmönnum
  • Íþróttasálfræði
  • Liðsuppbygging
  • Markmiðasetning

Nám á velli

  • Undirstöðuatriði í sókn
    • Sendingar
    • Boltatækni og knattrak
    • Fótavinna og gabbhreyfingar
    • Skot
  • Hóp taktík
  • Vörn (varnarstöður)
  • Upphaf á sóknarleik
  • Hraðupphlaup 2:1, 3:2
  • Úrvalsbúðir KKÍ
  • Einstaklingstækni og sérhæfing eftir leikstöðum
    • Leikstjórnandi
    • Skotmaður
    • Miðherji
  • Hóp taktík
  • Hindrun (sókn)
  • Hindrun (vörn)
  • Vörn (1:1-4:4)
  • Líkamleg þjálfun, upphitun og fyrirbyggjandi æfingar
  • Hóp taktík
  • Bolta hindrun (sókn)
  • Bolta hindrun (vörn)
  • Liðs taktík
  • Sókn (5:5)
  • Vörn (4:4/5:5)
  • Hraðupphlaup (Sókn)
  • Hraðupphlaup (vörn)
  • Pressuvarnir
  • Svæðisvarnir
  • Líkamleg þjálfun

Fjarnám

  • Leikreglur 20%
  • Mótamál KKÍ 5%
  • Saga körfuknattleiks 5%
  • Vettvangsnám 20%
  • Heimsókn til þjálfara 15%
  • Fyrirlestur á netinu 15%
  • Leikgreining 10%
  • Þjálfaranámskeið erlendis
Verkefni
  • Tímaseðlagerð í FIBA Europe forriti 5%
  • Undirbúningur fyrir leik (skoða andstæðing)
  • Fara yfir sinn eigin leik
  • Lokaverkefni frá þjálfaranámskeiði erlendis 50%

Próf

  • Verklegt próf 7,5%
  • Munnlegt próf 7,5%
  • Krossapróf 10%
  • Próf tímaseðil 20%
  • Próf þjálfa æfingu af tímaseðli 20%
  • Bóklegt próf 20%
  • Skriflegt lokapróf 20%
  • Krossapróf 20%
  • Skriflegt lokapróf 30%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Drengjalandslið Íslands sem tók þátt í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið