© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
24.10.2005 | Kristinn Óskarsson
Hagnaðarreglan
Þegar leikreglur körfuknattleiksins eru skoðaðar má sjá að það ER leikbrot ef leikmaður er lengur en þrjá sekúndur inni í vítateig andstæðinganna og það ER leikbrot ef hann hann tekur of mörg skref með boltann. Það ER líka villa ef leikmaður ýtir eða hindrar. En þýðir þetta þá að dómarinn eigi að dæma og stöðva leikinn í hvert sinn?

Alls ekki. Í grein 47.3 eru dómurum gert að meta í hvert sinn sem atvik gerist hvort það sé: a) brot á reglunum, og þá b) hvort brotið hafi veitt hinum brotlega hagræði eða valdið andstæðingi hans óhagræði.

Ef brot á reglunum skapar hvorki hagræði né óhagræði og leiðir ekki til aukinnar hörku hefur í raun ekkert leikbrot átt sér stað. Þannig er mögulegt að leikmaður sé 7 sekúndur inni í teig andstæðinganna eða hann taki þrjú skref með boltann án þess að dómarinn dæmi nokkuð. Það er bara brot þegar leikmenn nota ólöglega aðferð til að skapa sér hagræði eða andstæðingi sínum óhagræði.

Ef að dómarar fengju þau fyrirmæli að dæma á öll brot samkvæmt reglunum og hunsa hagnaðarregluna yrði leikurinn að engu.

Snilli dómarans felst fyrst og fremst í því að halda leiknum gangandi og grípa aðeins inní þegar leikmenn skapa sér hagræði á ólöglegan hátt, en halda samt fullri stjórn á leiknum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristján Ágústsson og Björn Ottó Steffensen í baráttu um boltann í úrvalsdeildarleik liðanna í Seljaskóla um miðjan níunda áratuginn. Jón Örn Guðmundsson ÍR fylgist með.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið