S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
|||
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
Hér eru upplýsingar og gögn til að sækja um leikheimild fyrir erlenda leikmenn. Það sem þarf að huga að er að umsókn um LOC og sjúkratryggingu getur tekið 1-2 daga að berast frá öðrum sérsamböndum/tryggingarfélögum og því best að óska eftir því tímanlega.
Félögin sjálf sjá um atvinnu- og dvalarleyfisumsókn til UTL.
Ferlið skiptst í tvo hluta. Annarsvegar það sem snýr að atvinnu- og dvalarleyfi frá UTL og svo í framhaldinu leikheimild hjá KKÍ. Skrifstofa KKÍ þarf að fá staðfestingu frá UTL um að leikmaður sé samþykktur til að geta veitt leikheimild sé þess krafist af UTL að viðkomani leikmaður þurfi þess (sjá lista yfir Evrópulönd sem eru undanþegin afgreiðslu UTL)
Það sem þarf að uppfylla til að leikmaður fái leikheimild hjá KKÍ er eftirfarandi:
Vinsamlegast óskið eftir Letter Of Clearance (LOC) hjá KKÍ í tíma þar sem það getur tekið nokkra daga að fá þau veitt.
Umsókn um leikheimild hjá KKÍ
· KKÍ umsókn Grunnupplýsingar til að hægt sé að sækja um LOC.
· FIBA umsókn (pdf) Skráning leikmannsins hjá FIBA Europe.
· FIBA umsókn (word)
· Afrit af vegabréfi Skannað inn og sent í tölvupósti, ekki sent í gegnum fax.
· Staða hjá KKÍ Félag þarf að vera skuldlaust við KKÍ til að fá leikheimild.
· Letter Of Clearance KKÍ sækir um LOC (sjá neðar).
· Staðfesting Staðfesting berst skrifstofu frá UTL um veitt leyfi.
· LOC application frá USA Basketball (word)
· Credit Card form frá USA Basketball (word)
· Self Decleration (word)
Sé leikmaður að koma beint úr skóla í Bandaríkjunum og hefur ekki leikið innan FIBA áður þarf að sækja um LOC til USA Basketball (KKÍ sér um það) fyrir leikmanninn og skila inn til KKÍ. Félög fylla út þessi þrjú eyðublöð og senda inn til KKÍ sem sendir til USA Basketball til afgreiðslu og FIBA Europe eitt.
Að lokum er gott að senda afrit af samningi leikmanns til geymslu á KKÍ komi upp ágreiningsmál.
Vert er að taka fram að gott getur verið að sækja um LOC í tíma, því KKÍ sækir um það til viðkomandi sérsambands í því landi þar sem leikmaður lék síðast og getur tekið tíma, allt eftir því hve fjótt viðkomandi samband afgreiðir málið og fær svar frá fyrra félagi um að leikmaður sé laus allra mála hjá því sambandi. ATHGUIÐ að sérsambönd geta áskilið sér allt að sjö (7) virka daga til að afgreiða LOC.
Munið að tilkynna brottfarir leikmanna þegar þeir yfirgefa landið, hvort sem er á miðju tímabili eða í lok þess, til Þjóðskrár Íslands á netföngin skra@skra.is og utl@utl.is í cc:.
Umsóknarferli um atvinnu- og dvalarleyfi · Eyðublöð og leiðbeiningar
Leiðbeiningar um grunnferli þess að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi leikmanns hjá UTL er að finna hér fyrir neðan en KKÍ setti saman leiðbeiningar sem fara yfir ferlið og hvaða skref þarf að fara í gegnum. Þetta er það sem forráðamenn þurfa að gera í þessari röð:
1) Senda tölvupóst á leikmanninn (sjá uppkast að texta hér að neðan) með nákvæmum leiðbeiningum og setja í viðhengi allt sem þarf að fylla út. Hann þarf einnig að sækja um FBI-sakavottorð í gegnum ákveðnar veitur (e. channels) sem eru viðurkenndar af FBI og geta gefið þau út. Með því að nota þær tekur ferlið nokkra daga (sjá neðar).
2) Þegar leikmaðurinn hefur prentað út gögnin - fara yfir þau og vera viss um að undirskriftin sé allsstaðar - það er mikilvægast. - ef ekki, biðja hann um að leiðrétta það áður en hann sendir allt í hraðpósti/express mail - erfitt að leiðrétta eftir á. Ítrekið að notast við hraðsendingarþjónustu, ekki hefðbundna póstþjónustu.
3) Senda til tryggingafélagsins skannað eintak af tryggingaumsókn og vegabréfi - þá verður tryggingin tilbúin þegar frumrit gagna koma til landsins (tryggingafélög þurfa ekki frumrit)
4) Fara með frumrit af öllum gögnum til útlendingastofnunar. Gögnin sem þarf að skila eru:
1) Dvalarleyfi, 2) Atvinnuleyfi, 3) Ráðningasamningur (muna að nefna lífeyrissjóð - annars mun VMST synja umsókninni), 4) Ljósrit af vegabréfi, 5) Afrit af tryggingaskírteini, 6) Húsnæðisvottorð (þið reddið þessu - muna að eigandi húsnæðis verður að skrifa undir), 7) Sakavottorð frá FBI, 8) Umboð (aðeins sá sem er nefndur á umboðið getur fengið upplýsingar frá útlendingastofnun)
5) Þegar útlendingurinn er kominn með leyfi, fara með hann í myndatöku til sýslumanns eða útlendingastofnunar.
Skjölin sem þarf að fylla út eru hér fyrir neðan (merktir reitir í skjölum eru þeir sem íþróttamenn fylla út). Leiðbeiningar frá UTL er að finna hér
· Dvalarleyfi
· Atvinnuleyfi
· Ráðningarsamningur
· Húsnæðisvottorð
· Umboð
Þessi skjöl má einnig finna hérna í rafrænum formi á vef UTL án merkinga.
· Umsókn tryggingar hjá Sjóvá
· Umsókn tryggingar hjá VÍS
· Umsókn tryggingar hjá TM
FBI-sakavottorð fyrir Bandaríska leikmenn:
UTL fer fram á að vottorði sé skilað í frumriti með öðrum umsóknargögnum í upphafi. Til þess að útvega þetta vottorð á skömmum tíma eru notast við þjónustur sem hafa vottun og leyfi frá FBI til að gefa þau út. Með þessu móti tekur aðeins nokkra virka daga að fá sakavottorð.
"An individual requesting their FBI Identification Record or proof that a record does not exist through FBI-approved Channelers should contact the Channeler directly for complete information and instructions."
· Listi yfir samþykktar FBI-veitur (e. channels) sem gefa út sakavottorð
(slóð:
http://www.fbi.gov/about-us/cjis/identity-history-summary-checks/list-of-fbi-approved-channelers)
Hægt er að mæla sérstaklega með þessari veitu hérna - accuratebiometrics.com sem hefur virkað mjög vel og veitt góða og örugga þjónustu. Sendið leikmanni tengla á þá veitu sem þið hafið ákveðið að nota.
Dæmi um texta til leikmanns:
Hello x
My name is xxx and I'm helping the xxx team getting a residence and workpermit for you in Iceland. Attached are the application form that you have to fill out. Please do this no later than today or tomorrow. We are trying our best to have you here in Iceland as soon as possible.
1) Print everything out and fill out with a BLUE PEN and sign EVERYTHING. (you don't have to fill out information regarding the team - I will fill that out later)
2) Apply for a FBI criminal record (see link below)
http://www.fbi.gov/about-us/cjis/background-checks/fbi-approved-channelers
3) Take a scan copy of your passport
4) Scan everything and e-mail me (application forms, FBI criminal record and passport)
I will go over everything and if everything is filled out correctly than mail it to my addres via over night delivery (DHL, Fed-ex and so on)
The address is:
The team will refund you for the FBI criminal record check and the express mail cost.
The sooner you can have all of this ready, the sooner the permit will be ready. It should take about 2-4 days from the time I receive the papers from you.
Best regards, x