© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
20.6.2013 | Hannes S. Jónsson
Vegna fráfalls Ólafs Rafnssonar fyrrv. formanns KKÍ
Kæru vinir og félagar,

Eins og flest ykkar hafa frétt þá varð Ólafur Rafnsson, fyrrverandi formaður KKÍ, bráðkvaddur í Sviss í gær. Ólafur var í þar í erindagjörðum sem forseti FIBA Europe við opnun á nýjum höfuðstöðvum FIBA World. Í dag fimmtudag átti hann að vera á stjórnarfundi í stjórn FIBA World.

Körfuboltin var mjög stór þáttur í lífi Óla fyrst sem leikmaður og þjálfari hjá Haukum. Hann kom inní stjórn KKÍ 1991 aðeins 28 ára gamall og varð formaður KKÍ frá 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Óli var kjörinn í stjórn FIBA Europe árið 2001 en árið 2010 bauð hann sig fram til forseta FIBA Europe og náði þar glæsilegu kjöri, seinna það ár tók þá sæti í stjórn FIBA World. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna.

Óli var keppnismaður mikill og vann af miklum heilindum og ástríðu fyrir körfuboltan og íþróttahreyfinguna alla bæði hér á Íslandi sem og í Evrópu.

Óli var mikils metinn af alþjóðasamfélaginu sem sýnir sig best þeim fjölda samúðarkveðja sem okkur hjá KKÍ og fjölskyldu hans hefur borist.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að starfa náið með Óla síðustu 15 árin og kveð góðan og traustan vin með mikilli sorg í hjarta.

Hugur okkar og bænir eru hjá Gerði konu Óla, börnum hans Auði, Sigga og Sigrúnu, foreldrum hans, fjölskyldu og vinum. Fyrir hönd körfuknattleikshreyfingarinnar færi ég þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ágúst Jóhannesson formaður aganefndar og Ólafur Rafnsson fyrrverandi formaður KKÍ og núverandi forseti ÍSÍ á stjörnuhelgi NBA í febrúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið