© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
14.9.2012 | Hannes S. Jónsson
Að lokinni riðlakeppni EuroBasket – TAKK FYRIR
Eins og allir körfuknattleiksáhugamenn vita er nú nýlokið fjögurra vikna EM törn A-landsliðs karla þar sem spilaðir voru tíu leikir, fimm heimaleikir og fimm útileikir. Spilað var í nýju keppnisfyrirkomulagi þar sem allar þjóðir sátu við sama borð við að vinna sér inn keppnisrétt á EuroBasket í Slóveníu á næsta ári.

Fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi körfuboltans hafa barist fyrir því á undanförnum árum að taka upp þetta kerfi sem nú var keppt eftir. Þrátt fyrir alltof stífa leikjadagskrá er ljóst að þetta fyrirkomulag var sigur fyrir evrópskan körfubolta.
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í flestum riðlum og þessar svokölluðu stórþjóðir áttu ekki endilega sigurinn vísan gegn minni þjóðum.

Ísland var í eina sex liða riðlinum og því kom aldrei frír leikdagur hjá okkar drengjum né hinum liðinum sem voru með okkur í riðli sem gerði keppnina enn erfiðari fyrir okkur. Einnig er það alkunna hvar við Íslendingar búum og þurfum því alltaf að ferðast meira en þær þjóðir sem við erum að keppa við.

Ljóst er að leikjadagskráin verður ekki svona stíf á næstu árum því það verða fleiri riðlar með færri liðum í hverjum riðli í næstu undankeppni EuroBasket. Best væri að sjálfsögðu að fá svokallaðan „landsliðsglugga“ inn á keppnistímabil okkar körfuboltamanna eins og til dæmis þekkist úr fótboltanum.

Að sjálfsögðu vildum við öll vinna fleiri leiki í riðlinum og má segja að þegar leikir okkar eru gerðir upp nú að lokinni keppni þá vorum við með þrjá til fjóra leiki sem við áttum klárlega að vinna enn við lönduðum einum sigri. Við enduðum í næst neðsta sæti riðilsins sem var jafnframt erfiðasti riðill keppninnar. Strákarnir okkar veittu samt öllum hinum liðunum í riðlinum verðuga keppni og enginn átti sigurinn vísan gegn Íslandi. Strákarnir sýndu það og sönnuðu að ÍSLAND á heima í Evrópukeppninni í körfubolta – gæðin eru til staðar á Íslandi!

Þessi riðlakeppni og þessir tíu leikir voru klárlega sigur fyrir íslenskan körfubolta um það er enginn vafi.

Núna þurfum við sem förum fyrir köruboltanum á Íslandi að leita allra ráða til að landsliðin okkar geti tekið þátt á næstu árum í Evrópukeppnum og þá hvort sem það eru yngri landslið eða A-landslið karla og kvenna.

Ykkur sem lögðu leið ykkar í Laugardalshöllina þakka ég fyrir stuðninginn, hann var strákunum okkar og aðstandendum liðsins ómetanlegur. Ég viðurkenni að ég hefði viljað sjá fleiri úr körfuboltafjölskyldunni mæta og styðja við bakið á strákunum okkar og þá sérstaklega á síðustu tveim heimaleikjum okkar.

Mig langar að þakka öllum þeim fjölda fólks sem gerði það að verkum að Ísland tók þátt í þessari riðlakeppni með þeim sóma sem við gerðum. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir fjöldann allan af sjálboðaliðum sem aðstoðuðu okkur við framkvæmd heimaleikjanna en það voru um 50 sjálfboðaliðar sem tóku á einn eða annan þátt í því að láta allt ganga upp við framkvæmd leikjanna.

Mínar bestu þakkir til ykkar kæru sjálfboðaliðar án ykkar hefði þetta ekki verið hægt og þið eigið ykkar þátt í þessum sigri íslensks körfubolta.

Að lokum þakka ég landsliðsstrákunum sjálfum , þjálfaratateyminu og sjúkaraþjálfurunum fyrir dugnað, elju og fórnfýsi en þeir hafa lagt mikið á sig í allt sumar til að geta tekið þátt í þessu langa og krefjandi verkefni – einnig þakka ég fjölskyldum þeirra allra fyrir þann skilning og stuðning sem þær sýndu strákunum því þeir gátu lítið verið með fjölskyldum sínum þetta sumarið.

ÁFRAM ÍSLAND!
Hannes S. Jónsson
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Ársþingi KKÍ á Flúðum 1994
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið