© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
31.12.2014 | Kristinn
Áramótapistill 2014-2015
Komið er að því að kveðja árið 2014 og taka á móti nýju ári 2015 sem um margt verður sögulegt fyrir okkur í körfuboltanum.
Árið sem nú er senn á enda var í heildina viðburðarríkt og af nægum verkefnum að taka eins og undanfarin ár.

Móthaldið á árinu var eins og ávallt mjög umfangsmikið hjá okkur í öllum flokkum enda er móthaldið í körfunni eitt það umfangsmesta innan sérsambanda ÍSÍ. Það eru þúsundir einstaklinga sem koma að mótahaldinu með einum eða öðrum hætti um allt land og er þetta allt unnið í sjálfboðavinnu. Undanfarið ár hefur mikil og góð umræða verið hvort við þurfum að gera breytingar á mótahaldi yngri flokka og í kjölfarið var haldið málþing núna í lok nóvember um málefni yngri flokkanna. Á málþinginu var skipaður starfshópur til að fara enn betur yfir þessi mál og hugsanlega skila tillögu til stjórnar KKÍ sem mun þá leggja fram tillögu um þessi mál á þingi okkar nú í vor. Það verður spennandi að fygjast með þessari vinnu á nýju ári og sjá hvað kemur út úr henni.

Gera þarf mun betur hjá okkur í fræðslumálum og er því afar ánægjulegt að á árinu hófst má að segja loksins vinna við að klára „stigs námskeið“ þjálfara og mun þeirri vinnu vonandi ljúka á vormánuðum nýs árs. Það hefur verið markmið KKÍ undanfarin ár að fara í þessa vinnu en af ýmsum ástæðum alltaf dregist og því er afar ánægjulegt að þessi vinna sé komin af stað.

Mikið var um að vera í afreks- og landsliðsmálunum og góður árangur náðist. Stelpurnar í U16 ára landsliðinu urðu Norðurlandameistarar og er það aðeins í annað sinn sem við eignumst NM meistara hjá stelpunum en fyrra skiptið var árið 2004. Kvennalandsliðið okkar lenti í 2. sæti á EM smáþjóða og var ljóst að móti loknu að stelpurnar okkar eiga í raun ekki heima í þeirri keppni miðað við getu og því mun kvennalandsliðið okkar taka þátt í undankeppni EM á komandi ári og það í nýju kepppnisfyrirkomulagi þar sem keppt verður innan keppnistímabilsins en ekki yfir sumartímann. Bæði U18 ára liðin okkar fóru á EM og stóðu sig vel, strákarnir voru grátlega nálægt því að vera berjast um sæti í A-deildinni og vöktu þeirr mikla athygli á mótinu. Eins og allir vita braut karlaliðið okkar blað í íþróttasögu okkar Íslendinga með því að tryggja sér sæti á lokamóti EM (EuroBasket) næsta haust. Það var ógleymanleg stund að vera viðstaddur sigur strákanna okkar á Bretum í London og svo hér heima var troðfull Laugardalshöll með frábærum áhorfendum í lokaleiknum gegn Bosníu það voru ófá gleðitárin sem féllu í Laugardalnum þetta sögulega kvöld.
Árið 2015 mun verða eitt umfangsmesta landsliðsár körfuboltans frá upphafi þar sem 10 landslið taka þátt á mótum en það eru U15, U16, U18 , U20 karla- og kvennalandslið. U15 fer á æfingamót í Kaupmannahöfn, U16 og U18 fara bæði á NM og EM , U20 liðin á NM , kvennalandsliðið í undankeppni EM og karlalandsliðið á lokamót EM. Það er ljóst að riðillinn sem strákarnir okkar voru dregnir í er einhver sterkasti riðill sem hefur verið dregið í á síðustu lokamótum. Það verður frábært tækifæri fyrir strákanna og íslenskan körfubolta að vera með Spáni, Serbíu, Tyrkland, Ítalíu og Þýskalandi saman í riðli. Ljóst er að athyglin verður mikil og þetta er stórt verkefni sem bíður strákanna okkar sem þeir hlakka mikið til að takast á við næsta haust.

Árið 2015 verður því stórt og af nægum verkefnum að taka í körfunni. Fyrir utan stærstu málaflokkanna okkar; móthaldið, afreks- og landsliðsmál og fræðslu- og útbreiðsumál eru ýmis önnur verkefni sem verða á árinu 2015 og langar mig að nefna nokkur þeirra hér.
Í maí mun Körfuknattleiksþing verða haldið og er þingið vettvangur til að skiptast á skoðunum um það sem má laga og bæta það sem einstaklingar í hreyfingunni telja að þurfi að gera betur fyrir okkar frábæru íþrótt.
Samskipti og vinna með öðrum sérsamböndum sem og körfuknatttleikssamböndum annara þjóða er ávallt mikil og mikilvæg ásamt samskiptum og vinnu innan FIBA, FIBA Europe og ÍSÍ.
Smáþjóðaleikarnir verða á Íslandi 1.-6..júní en keppt verður í 11 íþróttagreinum. Að halda keppni eins og Smáþjóðaleika er mjög umfangsmikið verkefni og hvet ég alla til að skrá sig sem sjálboðaliða á vef ÍSÍ – isi.is
Stefnt er að því á fyrri part ársins verði nú heimasíða tekin í notkun en það er kominn tími á nýja og betrum bætta heimasíðu KKÍ – kki.is

Þrátt fyrri allt það mikla starf sem fer fram á vettvangi KKÍ á meðal stjórnar, forsvarssmanna körfuknattleiksdeilda, starfsmanna og nefnda KKÍ þá fer langstærsti hluti starfsins fram á körfuboltavöllum landsins og í íþróttahúsunum hringinn í kringum í landið á degi hverjum. Þetta dugmikla starf er unnið í sjálfboðavinnu af miklum metnði og áhuga hundruða einstaklinga sem því miður fá alltof sjaldan þakkir fyrir sín störf. Ég er stoltur og þakklátur fyrir ykkar frábæru störf og án ykkar væri körfuboltinn ekki á þeim góða stað sem hann er í dag - kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf allir sjálfboðaliðar innan körfuboltans.

Það er bjart framundan í íslenskum körfubolta og því fer ég bjartsýnn og þakklátur inn í árið 2015.

Kærar þakkir til allra innan körfuknattleikshreyfingarinnar fyrir samstarfið á árinu sem nú kveður okkur og um leið færi ég ykkur óskir um gleðilegt og heilladrjúgt nýtt ár 2015!

Hannes S.Jónsson
formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu stilltu sér upp fyrir eina tækifæris hópmynd á lokaathöfn Smáþjóðaleikana 2009 á Kýpur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið