© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
Þjálfaramenntun KKÍ · Þjálfarastig 3

KKÍ þjálfari 3
Námskeiðið er 120 kennslustundir eða 80 klukkustundir, þar af er sérgreinahlutinn 80 kennslustundir og almenni hlutinn í umsjá ÍSÍ 40 kennslustundir. Almenni hlutinn getur líka verið í umsjón KKÍ og væri það áhugaverður möguleiki að koma með meira af því sem tengist körfubolta t.d. úr íþróttasálfræði í framtíðinni. Þeir þjálfarar sem eru útskrifaðir með KKÍ þjálfara 3 gráðu eru með leyfi til að þjálfa meistaraflokk í úrvalsdeild, 1. deild og vera yfirþjálfarar yngri flokka ásamt því að þjálfa yngri landslið og vera aðstoðarþjálfari í A-landsliði. Þá gefur gráðan réttindi til að vera leiðbeinandi á þjálfaranámskeiðum og taka að sér þjálfun í vettvangsnámi í menntakerfi KKÍ.

Uppsetning á KKÍ 3 þjálfaranámi.
KKÍ 1

Á mynd hér fyrir ofan má sjá uppbyggingu á KKÍ þjálfara 3. Námið skiptist upp í þrjú þrep sem eru samtals 80 kennslustundir. 3.a og 3.b eru helgarnámskeið sem hvort um sig er 20 kennslustundir. Náminu lýkur með þjálfaranámskeiði erlendis sem þarf að vera a.m.k. 20 kennslustundir og þjálfari vinnur svo lokaverkefni uppúr námskeiðinu sem er metið til 20 kennslustunda.

KKÍ Þjálfari 3.a
KKÍ þjálfari 3.a er helgarnámskeið, þar sem kennarar eru tveir eða fleiri reynslumiklir þjálfarar og mögulega einnig erlendur þjálfari. Námskeiðið er samtals 13,5 tímar. Áhersla er lögð á þjálfun á elstu stigum, farið í leikgreiningu (e. Scouting), í ólíka hugmyndafræði og unnið í ýmis konar leikfræði (taktík).

Föstudagur
17:00-17:10 Setning
17:10-18:30 Skipulag þjálfunar, áætlunargerð á efsta stigi Bóklegt
18:40-20:00 Uppsetning á leikáætlun og undirbúningur fyrir leik Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Leikgreining (e. Scouting) Bóklegt
10:30-11:50 Sóknarleikur íslenskra unglingalandsliða eða annar sóknarleikur Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Sóknarleikur íslenskra unglingalandsliða Verklegt
14:00-15:20 Varnarleikur íslenskra unglingalandsliða Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-10:20 Líkamleg þjálfun (þol og styrkur) Verklegt
10:30-11:50 Svæðisvarnir Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Sóknarleikur gegn svæðisvörn Verklegt
14:00-15:20 Sókn við sérstakar aðstæður (e. special situation) Verklegt
15:30-16:10 Krossa próf 20% Bóklegt

KKÍ Þjálfari 3.b
KKÍ 3.b námskeiðið stendur yfir helgi og er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Fyrirlesarar eru tveir eða fleiri reynslumiklir þjálfarar og mögulega einnig erlendir þjálfarar. Farið er í hvernig skuli leita að leikmönnum fyrir sitt lið (e. Player recruiting), hraðupphlaupssókn (e. Secondary brake), vörn á bolta hindranir (e. Pick and Roll), sókn með bolta hindranir (e. Pick and Roll). Endanleg dagskrá getur verið nokkuð breytileg og fer að miklu leyti eftir fyrirlesurum hverju sinni, þar sem unnið er í ólíkri hugmyndafræði og taktík eftir fyrirlesurum.

Föstudagur
17:00-17:10 Setning
17:10-18:30 Sálfræðilegur undirbúningur Bóklegt
18:40-20:00 Leit að leikmönnum (e. Player recruiting) Bóklegt

Laugardagur
09:00-10:20 Pressuvarnir Verklegt
10:30-11:50 Hraðaupphlaupssókn (e. Secondary brake) Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Vörn á bolta hindranir (e. Pick and Roll) Verklegt
14:00-15:20 Sókn með bolta hindrunum (e. Pick and Roll) Verklegt
15:20-16:00 Umræður

Sunnudagur
09:00-10:20 Sókn með bak í körfuna (e. Low post) Verklegt
10:30-11:50 Vörn með bak í körfuna (e. Low post) Verklegt
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Mælingar á leikmönnum (e. test) Bóklegt/verklegt
14:00-15:00 Skriflegt Lokapróf KKÍ 3 (30%) Bóklegt Próf
15:20-16:00 Farið yfir verkefnalýsingu á lokaverkefni í þjálfara KKÍ Bóklegt

KKÍ Þjálfari 3.c
Lokahlutinn er alls 40 kennslustundir. Hluti 3.c skipt upp í tvennt, námskeið erlendis og lokaverkefni til að útskrifast sem KKÍ 3 þjálfari.
Nám erlendis
Þjálfari sækir sér menntun af námskeiði eða vettvangsnámi erlendis. Námið þarf að innihalda um 14 klukkutíma. Námskeiðið þarf að vera samþykkt af fræðslustjóra KKÍ, einnig mun vera listi af námskeiðum sem mælt er sérstaklega með. Þá mun FKÍ velja námskeið til að fara í hópferð sem væri þá samþykkt af fræðslustjóra sem KKÍ 3.c.

Lokaverkefni: Gildir sem 50% af lokaeinkunn í KKÍ þjálfara 3.a.

Markmið
• Hvetja þjálfara til að leita sér þekkingar fyrir utan landssteinanna
• Auka sjálfstæð vinnubrögð þjálfara

Verkefnalýsing
• Forsíða, nafn námskeiðs og fyrirlesara
• Velja fjóra fyrirlesara og segja ýtarlega frá
• Kynning
• Meginmál þar sem innihald fyrirlesturs kemur fram í orði og myndum
• Umræður, draga saman og segja frá í stuttu máli
• Lengd: Ekki lengra en 20 síður
• Letur: Times New Roman/Arial,
• Letur stærð: 12 í texta með 1,5 línubil, Headlines 16 og 14, annar texti 10 "footnotes"
• Myndir: u.þ.b. 7x5 sendimetrar hálfur völlur, og heill völlur 7x10 sendimetrar

-------------------------------------------------------------------

Þjálfarstig 1 · KKÍ þjálfari 1
sjá nánar hér
Þjálfarstig 2 · KKÍ þjálfari 2
sjá nánar hér
Þjálfarstig 3 · KKÍ þjálfari 3
sjá nánar hér

Drög að leyfiskerfi
sjá nánar hér
Drög að dagskrá námskeiða til 2020 sjá nánar hér


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Dómarar og leikmenn hlýða á íslenska þjóðsöngin fyrir úrslitaleik Subwaybikars kvenna en KR og Keflavík mættust í leiknum og sigruðu KR-konur 60:76
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið