14.8.2009 Erlingur Hannesson, fararstjóri, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U18 kk, stigu villtan stríðsdans þegar strákarnir í átján ára liðinu tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn í Solna í Svíþjóð í maí 2009. Strákarnir lögðu Finna í úrslitaleik og þeir félgar stóðust ekki mátið og tóku villt dansspor á parketinu í Solna við mikinn fögnuð viðstaddra.
|
13.8.2009 Dómari í leik Íslands og Slóveníu prufar leikboltann áður flautað er til leiks hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppninni 2008 að Ásvöllum. Gestirnir höfðu sigur 69:94 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30:46
|
12.8.2009 Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari árið 2004.
|
11.8.2009 Kristrún Sigurjónsdóttir nýtir hér ágæta hindrun frá Rögnu Margréti Brynjarsdóttur í leik gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum 2009. Ísland lagði Lúxemborg að velli og endaði í 2. sæti á leikunum.
|
10.8.2009 Bikarar!
Íslensku ungmennalandsliðin unnu til þriggja gullverðlauna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð árið 2004. U16 drengja, U16 stúlkna og U18 drengja urðu öll Norðurlandameistarar.
|
7.8.2009 Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari árið 2004.
|
6.8.2009 Lið Fylkis sem varð Íslandsmeistari í 2. deild karla veturinn 1997-1998.
|
5.8.2009 Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari U-16 kvenna, kallar skipanir til leikmanna sinna í leik á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð 2009. Á sama tíma er Jón Halldór Eðvarsson, aðstoðarþjálfari, að ræða nokkur mikilvæg atriði við þær Telmu Ásgeirsdóttur og Ínu Maríu Einarsdóttur.
|
4.8.2009 Pavel Ermolinskij sækir hér að körfu Georgíumanna sumarið 2006. Íslenska U20 ára liðið tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar það sumarið.
|
3.8.2009 Hér er Oddur Birnir Pétursson að setja tvö af 16 stigum sínum í leik með Íslenska U-16 ára liðinu á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð 2009. Þorsteinn Ragnarsson fylgist með liðsfélaga sínum. Íslenska liðið atti kappi við það norska í þessum leik og hafði betur 89-55.
|
31.7.2009 Úr leik í 2. deild karla seint á 20. öldinni. Á myndinni sjást dómararnir Pétur Hólmsteinsson og Rúnar Birgir Gíslason ásamt Sigurgeiri Sigurpálssyni, leikmanni Fylkis.
|
30.7.2009 Liðsmenn KFÍ í 7. flokki karla veturinn 2004-05. Hér er liðið á fjölliðamóti á Ásvöllum haustið 2004.
|
29.7.2009 Tvö stig fyrir Ísland. Stelpurnar í U16 mættu þeim sænsku á Norðurlandamótinu í Svíþjóð 2004. Hér eru þær Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir í baráttunni.
|
28.7.2009 Signý Hermannsdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, er að undirbúa sig að taka vítaskot í landsleik á Ásvöllum haustið 2008.
|
27.7.2009 Bakverðir íslenska kvennalandsliðsins sem tók þátt í undankeppni Evrópumótsins 2008. F.v. Hildur Sigurðardóttir, Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir.
|