25.9.2009 Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins, gægist hér framhjá tveimur varnarmönum hollenska liðsins í leik liðanna í ágústmánuði 2009. Hollendingar reyndu að klófesta íslenska liðið en höfðu ekki erindi sem erfiði enda vann Ísland góðan sigur 87-75 eftir að hafa leitt með allt að 28 stigum. Jón Arnór var stigahæstur allra leikmanna á vellinum mdð 23 stig.
|
24.9.2009 Lið Fylkis sem vann 2. deild karla veturinn 1997-1998.
|
23.9.2009 Lið Hauka í mb. 10 ára sem varð Íslandsmeistari vorið 2007. Úrslitamótið fór fram í Grindavík.
|
22.9.2009 Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikunum er hér á leik Íslands og Kýpur í karlakeppninni. Eitthvað sniðugt virðast þær sjá en íslensku strákarnir töpuðu stórt fyrir þeim kýpversku.
|
21.9.2009 Hann rífur í! Bryndís Guðmundsdóttir passar að bikarinn sem U16 ára kvenna á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004 skili sér til Íslands. Liðsfélagi hennar Helena Sverrisdóttir skutlar henni enda rífur bikarinn aðeins í.
|
18.9.2009 Helena Sverrisdóttir á fullri ferð gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum á Kýpur sumarið 2009. Íslensku stelpurnar unnu alla andstæðinga sína nema Möltubúa á leikunum.
|
17.9.2009 Leikmenn, þjálfarar, fararstjórar og dómarar sem fóru fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótið árið 2004 í Solna í Svíþjóð.
|
16.9.2009 Jón Steinar Sölvason, leikmaður Hauka, í varnarstöðu í leik gegn Hamri á úrslitamóti 8. flokks karla vorið 2006. Fjölnir stíð uppi sem sigurvegari í mótinu og því Íslandsmeistari.
|
15.9.2009 Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari 2004.
|
14.9.2009 Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu stilltu sér upp fyrir eina tækifæris hópmynd á lokaathöfn Smáþjóðaleikana 2009 á Kýpur.
|
11.9.2009 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fær hér silfurverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 2009. Ísland vann alla leiki sína nema viðureignina gegn Möltu.
|
10.9.2009 Ísland var sigursælt á Norðurlandamótinu árið 2004 í Solna í Svíþjóð. Þar unnu U16 kvk, U16 kk og U18 kk öll gullverðlaun.
Hér bíða fyrirliðar U18 kk og U16 kvk eftir að taka við bikarnum.
|
9.9.2009 8. flokkur karla sem var afar sigursæll veturinn 1992-93. Þjálfari þeirra var Hörður Gauti Gunnarsson sem var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá KR veturinn 2008-2009.
|
8.9.2009 Lið KR sem varð Íslandsmeistari í 7. flokki karla veturinn 1992-1993. Nokkrir leikmenn þessa flokks komust í meistaraflokk KR sem og landsliðið. Einnig urðu nokkrir þeirra þjálfarar hjá KR bæði á meistaraflokki sem og yngri flokkum.
|
7.9.2009 Svona á að fagna! Krakkarnir úr íslensku liðunum fögnuðu vel og innilega á Norðurlandamótinu árið 2004. En þrjú af fjórum liðum Íslands stóðu uppi sem sigurvegarar og til að fagna góðum árangri skelltu liðin sér í sturtu.
|