12.3.2009 Jakob Örn Sigurðarson sendir hér boltann en Arnar Freyr Jónsson leikmaður Grindavíkur er til varnar. KR vann báða heimaleiki tímabilsins 2008-09 gegn Grindavík, bæði í deild og í undanúrslitum Subwaybikarsins. Grindavík lagði svo KR í deildinni í Grindavík eftir áramót þetta tímabil.
|
11.3.2009 Sigmundur Már Herbertsson er hér ásamt meðdómurum og dómrurum í einu af FIBA dómaraverkefni sínu.
Þessi mynd er tekin fyrir leik Finna og Ítala í A–deild Evrópumóts landsliða karla í Finnlandi í haust. Með Sigmundi á myndinni eru Anders Olsson, Eftirlitsdómari frá Svíþjóð, Oscars Lucis dómari frá Lettlandi, Juan Carlos dómari frá Spáni.
|
10.3.2009 Páll Axel, leikmaður Grindavíkur keyrir hér að körfunni fram hjá Halldóri Erni, leikmanni Breiðabliks, í Smáranum haustið 2008. Grindavík sigraði í leiknum 61:79
|
9.3.2009 Fanney Guðmundsdóttir og Ari Gunnarsson á verðlaunaafhendingu fyrir fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna veturinn 2008-09. Fanney var valin dugnaðarforkur fyrri Iceland Express-deildarinnar og Ari besti þjálfarinn.
|
6.3.2009 Lukkudýr Skallagríms er þessi fallegi bolabítur og setur skemmtilegan svip á umgjörð leikja hjá Skallagrím. Hönnuður búningsins er Jóhann Waage.
|
5.3.2009 Justin Shouse er hér í undanúrslitaleik Subwaybikarsins. Stjarnan sigraði Njarðvík í leiknum og komst í fyrsta sinn í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Justin Shouse fór mikin í lok leiksins og skoraði 10 stig og gaf 2 stoðsendingar á síðustu 3 mínútunum.
|
4.3.2009 Brenton Birmingham leikmaður Grindavíkinga er ekki alveg sammála dómurum leiksins. Dæmd var villa á hann þegar hann reyndi að verjast troðslu Jón Arnórs Stefánssonar.
|
3.3.2009 Lið KR í 8. flokki sem varð Íslandsmeistari vorið 2008 undir stjórn Sigurðar Hjörleifssonar.
|
2.3.2009 Jakob Örn Sigurðsson og Baldur Ólafsson fagna hér ásamt liðsfélögum sínum í KR eftir að hafa unnið Poweradebikarinn 2008.
|
27.2.2009 Það var vel mætt á úrslitkeppnina 2008 þegar ÍR tók á móti Keflavík „Hellinum" í Seljaskóla í 2.leik liðana. ÍR vann leikinn 94-77. ÍR-ingar unnu fyrstu tvo leikina í seríunni og komust í 2-0 en töpuð næstu þrem leikjum og Keflavík fór í úrslit gegn Snæfelli. Keflavík varð svo Íslandsmeistari 2008 eftir 3-0 sigur í úrslitunum.
|
26.2.2009 Jason Dourisseau, leikmaður KR, var án efa maður dagsins á Stjörnudegi KKÍ, laugardaginn 13. desember, sem fram fór á Ásvöllum.
Jason sem lék með úrvalsliði Iceland Express og fór á kostum og var valinn besti maður leiksins, en þar skoraði hann 36 stig og tók 10 fráköst. Hann fór einnig á kostum í troðslukeppninni og sýndi glæsileg tilþrif í háloftunum en það fór svo að hann keppnina. Hér er hann með verðlaun sín eftir daginn.
|
25.2.2009 Sindri S. Jónsson er hér með boltann fyrir Breiðablik gegn varnarmanni Þórs á Akureyri. Myndin er tekin á Samkaupsmótinu í Reykjanesbæ 2008.
|
24.2.2009 Æfingar fóru fram hjá landsliðsúrtaki U18 liði stúlkna um jólin 2008 og var þessi mynd tekin af einni æfingunni í Hveragerði.
|
23.2.2009 Jón Arnór Stefánsson í leik gegn Dönum í B-deild Evrópukeppninnar.
|
20.2.2009 Snæfellingar fylltu Laugardalshöllina á úrslitaleik Lýsingarbikarsins 2008 þegar þeirra menn urðu Bikarmeistarar. Snæfell vann Fjölni 109 - 86.
|