6.6.2007 Richard Stokes, fyrrverandi FIBA dómari, kom hingað til lands haustið 2006 og hélt m.a. fyrirlestra á haustfundi dómara í Reykjanesakademíunni. Sigmundur Már Herbertsson virðist þó ekki alveg á því að eftirláta honum boltann.
|
5.6.2007 Magni Hafsteinsson, leikmaður Snæfells, sendir Erlingi Snæ Erlingssyni, dómara, tóninn eftir tapleik Snæfells gegn Njarðvík í Lýsingarbikarnum í janúar 2006.
|
4.6.2007 Helgi Már Magnússon fékk blóðnasir að gjöf frá Alvin Jones, leikmanni Luxembourg, í leik Íslands og Luxembourg í Keflavík þann 13. september 2006.
|
1.6.2007 Keith Vassell hóf tímabilið 2006-2007 sem spilandi þjálfari með Fjölni, en lauk því sem leikmaður ÍR.
|
31.5.2007 Rúnar Gíslason, dómari, bíður þess að boltinn komi niður eftir vítaskot frá Guðmundi Ásgeirssyni leikmanni Grindavíkur. Myndin er tekin í leik Grindavíkur og Þórs Ak, 16. desember 2001.
|
30.5.2007 A.J. Moye, leikmaður Keflavíkur, gefur Njarðvíkingnum Jeb Ivey olnbogaskot í andlitið í leik liðanna þann 30. desember 2005. Moye var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann á grundvelli myndbandsupptöku af leiknum.
|
29.5.2007 Guðmundur Bragason hefur verðlaunagripinn á loft eftir að Grindavík vann Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík vorið 1996
|
28.5.2007 Ægir Þór Steinarsson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á Norðurlandamóti U16 ára drengja 2007. Hér sést hann með verðlaunagripi sína.
|
25.5.2007 Marel Guðlaugsson náði stórum áfanga í leik með Haukum gegn ÍR þann 3. mars 2007 að verða leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla fyrr og síðar. Hann lék þá sinn 410. leik í deildinni og fór þar með fram úr Guðjóni Skúlasyni.
|
24.5.2007 Indíana Sólveig Marquez tekur dómarakast við upphaf leiks Hauka og Breiðabliks í Iceland Express deild kvenna 22. febrúar 2007. Georgía Olga Kristiansen stendur við miðlínu. Þetta var í fyrsta sinn sem tvær konur dæmdu saman leik í efstu deild kvenna.
|
23.5.2007 Eftir rúman áratug í meistaraflokki Keflavíkur ákvað Gunnar Stefánsson að söðla um haustið 2006. Hann lék fyrri hluta tímabilsins með KR og skipti síðan yfir í Hauka.
|
22.5.2007 Keflvíkingarnir Falur Harðarson og Kristinn Friðriksson fagna.
|
21.5.2007 Jón Arnór Stefánsson sneri sig illa á ökkla í landsleik gegn Luxembourg haustið 2006.
|
18.5.2007 Helgi Rafnsson miðherji Njarðvíkur skorar yfir Sturla Örlygsson leikmann Njarðvíkur haustið 1989.
|
17.5.2007 Sigurður Elvar Þórólfsson með knöttinn í leik með liði Skallagríms
|