5.7.2006 Erlingur Snær Erlingsson dæmir villur á Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson í leik Njarðvíkur og Snæfells í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ 22. janúar 2006. Helgi Reynir Guðmundsson liggur á gólfinu og virðist ekkert skilja í ákvörðuninni.
|
4.7.2006 Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993. Guðfinnur Friðjónsson, Brynjar Bergmann og Axel Nikulásson fyrir utan íþróttahúsið í Trabzon.
|
3.7.2006 Einar Bollason tekur viðtal við Charles Barkley á stjörnuleik NBA í Phoenix í Bandaríkjunum í febrúar 1995.
|
30.6.2006 Einn af leikmönnum á yngra ári í minniboltaliði ÍR 1983, en hann hefur komið mikið við sögu í íslenskum körfubolta. Brynjar Karl Sigurðsson, þá 10 ára.
|
29.6.2006 Frá leik UMFN og Hauka í Njarðvík árið 1983. Kristinn Kristinsson og Ingimar Jónsson í uppkasti.
|
28.6.2006 Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993. Eggert Garðarsson, Hjörtur Harðarson, Bergur Eðvarðsson, Marel Guðlaugsson og Hinrik Gunnarsson.
|
27.6.2006 Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999. Guðbjörg Norðfjörð þjálfari liðsins afhendir einstaklingsverðlaun dagsins.
|
26.6.2006 Frá leik UMFN og Hauka í Njarðvík árið 1983. Eyþór Árnason í Haukum vill sem fyrst gleyma þessari viðureign við Gunnar Þorvarðarson UMFN.
|
23.6.2006 Frá ferð A-landsliðs karla til Vilnius í Litháen v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.
|
22.6.2006 Frá ársþingi KKÍ á Akureyri árið 2000. Eyjólfur Guðlaugsson UMFG í pontu.
|
21.6.2006 Leikmenn á leið á lokahóf KKÍ 1988 í gamla Broadway í Mjódd. Ingvar Jónsson, Falur Harðarson og Albert Óskarsson.
|
20.6.2006 Diane og David Stern, framkvæmdistjóri NBA-deildarinnar, í heimsókn á Íslandi sumarið 1997.
|
19.6.2006 Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993. Jón Arnar Ingvarsson í leik gegn Möltu.
|
16.6.2006 Þessir kappar ákváðu með 4 tíma fyrirvara að skella sér á stjörnuleikinn í NBA-deildinni árið 2001, en leikurinn fór þá fram í Washington. Frá vinstri Ólafur Þór Jóhannsson varaformaður KKÍ, Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari. Myndin tók fjórði ferðalangurinn, Björn Leósson mótastjóri KKÍ.
|
15.6.2006 Magnús Þór Gunnarsson skorar sigurkörfu Keflvíkinga gegn KR í DHL-höllinni þann 29. janúar 2006. Brynjar Þór Björnsson kemur engum vörnum við.
|