27.6.2007 Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs í leik gegn sínum gömlu félögum í Los Angeles Lakers.
|
26.6.2007 Mikil stemmning var á lokahófi KKÍ 2007. Hér má sjá yfir salinn þar sem söngkeppni fór fram.
|
25.6.2007 Starfsmenn ritaraborðs á fjórða leik KR og Njarðvíkur í úrslitum Iceland Express deildarinnar 2007. Pétur Hrafn Sigurðsson, aþjóðlegur eftirlitsdómari, er tilbúinn með flautuna.
|
22.6.2007 Á lokahófi KKÍ í Stapanum 2007 fengu Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson viðurkenningu fyrir störf sín í þágu körfuboltans. Hafdís hlaut silfurmerki og Valur gullmerki.
|
21.6.2007 Sigrún Ámundadóttir í þriðja leik Hauka og Keflavíkur í úrslitum Íslandsmótsins 2007.
|
20.6.2007 Fjölnisdrengirnir úr sigurliði 16 ára landsliðs drengja á Norðurlandamóti unglingalandsliða 2007. Frá vinstri, Ægir Þ. Steinarsson fyrirliði, Arnþór F. Guðmundsson, Daði Berg Grétarsson, Haukur Helgi Pálsson og Tómas H. Tómasson
|
19.6.2007 Jófríður Halldórsdóttir sjúkraþjálfari á Norðurlandamóti unglingalandsliða 2007.
|
18.6.2007 Björgvin Rúnarsson röltir í átt að ritaraborðinu í fjórða leik KR og Njarðvíkur í úrslitum Iceland Express deildarinnar 2007, eftir að hafa dæmt fimmtu villuna á Friðrik Stefánsson.
|
15.6.2007 Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson taka fund fyrir bikarleik Grindavíkur og Snæfells þann 26. nóvember 2006, leik sem jafnframt var 1000. KKÍ leikur Rögnvaldar á ferlinum.
|
14.6.2007 Einar Bollason fylgist ábúðarfullur með sínum mönnum í KR í oddleik liðsins gegn Snæfelli vorið 2006.
|
13.6.2007 Leikmenn U16 liðs karla liggja eins og hráviði út um allt gólf fyrir æfingaleik gegn U18 liði karla vorið 2006.
|
12.6.2007 Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum, reynir að fara framhjá Marín Rós Karlsdóttur, Keflavík, í æfingaleik haustið 2006.
|
11.6.2007 Fannar Ólafsson aðstoðar Herbert Arnarson, þjálfara KR, við að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst í leik gegn Keflavík í janúar 2006.
|
8.6.2007 Stærstur hluti þeirra dómara sem hófu leik haustið 2006 ásamt Richard Stokes, yfirmanni dómaramála hjá FIBA Europe, og Snorra Erni Arnaldssyni, formanni dómaranefndar.
|
7.6.2007 Kolbrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari KR, hugar að meiðslum Darra Hilmarssonar í leik gegn Haukum í febrúar 2006.
|