4.9.2009 Kristófer Acox, leikmaður KR og íslenska U16 ára landsliðsins, var í úrvalsliði U16 ára á Norðurlandamótinu 2009.
Hér er hann ásamt hinum leikmönnunum sem voru í úrvalsliðinu.
|
3.9.2009 Frá blaðamannafundi KKÍ í ágústmánuði 2009. Tilefnið var upphaf seinni hluta B-deildar Evrópukeppni A-landsliðs karla. Þeir Magnús Gunnarsson, Hannes S. Jónsson og Sigurð Ingimundarson sátu fyrir svörum.
|
2.9.2009 Hörður Axel Vilhjálmsson neglir hér yfir leikmann danska liðsins á Norðurlandamótinu 2004 í Svíþjóð.
|
1.9.2009 Margrét Ósk Einardóttir tekur stutt skot í leik gegn KR á Reykjavíkurmótinu í 10. flokki kvenna 2008.
|
31.8.2009 Lið Íslands skipað leikmönnum 20 ára og yngri tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar sumarið 2006. Liðinu stjórnaði Einar Árni Jóhannsson.
|
28.8.2009 Halldór Eðvarsson og Henning Henningsson stjórnuðu stúlknalandsliði Íslands skipað stúlkum 16 ára og yngri á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004. Liðið vann til gullverðlauna og fyrsti Norðurlandameistaratitill stúlkna í höfn.
|
27.8.2009 Signý Hermannsdóttir sækur hér að körfu Hamarskvenna í Iceland Express-deildinni leiktíðina 2008-09.
|
26.8.2009 Átján ára lið Íslands mætti Kuwait í æfingaleik sumarið 2009 þegar lið Íslands tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar. Keppt var í Sarajevó ó Bosníu. Kuwait var þarna í æfingaferð og léku liðin æfingaleik. Ísland vann öruggan sigur 103-40.
|
25.8.2009 Íslensku stelpurnar búnar að koma sér vel fyrir áður en haldið er á æfingu í Sviss í ágústmánuði 2009. Ísland atti kappi við Sviss í B-deild Evrópukeppninnar laugardaginn 15. ágúst. Sviss vann nauman sigur 70-68 í hörkuleik.
|
24.8.2009 Ísfirðingarnir Þórir Guðmundsson og Sigurður Þorsteinsson urðu Norðurlandameistarar með U16 á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð árið 2004. Þórir leikur nú með mfl. KFÍ og Sigurður með mfl. Keflavíkur og íslenska landsliðinu.
|
21.8.2009 Trausti Eiríksson fagnaði 18 ára afmæli sínu í Bosníu í júlí 2009. Trausti sem var þar að keppa með U18 ára liði Íslands í B-deild Evrópukeppninnar fékk þessa veglegu afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum. Sannur liðsandi þar á ferð!
|
20.8.2009 Þóra Melsted, formaður unglinganefndar KKÍ, og Anna María Ævarsdóttir, leikmaður U18 kvenna, á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004.
|
19.8.2009 Stöð 2 Sport tjaldaði öllu til þegar þeir gerðu úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla ítarleg skil vorið 2009. Hér eru þeir Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýsendur í mynd á þriðja leik KR og Grindavíkur í úrslitum 2009.
|
18.8.2009 Brynjar Þór Kristófersson, leikmaður U18 og Fjölnis, í leik gegn Finnum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004.
|
17.8.2009 A-landslið kvenns sem tók þátt í undankeppni Evrópumótsins haustið 2008.
Efri röð: F.v. Pálína Gunnlaugsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Signý Hermannsdóttir, Ágúst Björgvinsson þjálfari, María Ben Erlingsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Jovana Stefánsdóttir. Fyrir ofan Finnur Stefánsson aðstoðarþjálfari.
Neðri röð: F.v. Margrét Kara Sturludóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Petrúnella Skúladóttir.
|