Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) var stofnað þann 29. janúar árið 1961. Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur,
Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttbandalag Akureyrar og
Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson, en hann gegndi því embætti til ársins 1969.