© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
Reglugerð KKÍ um félagaskipti
1.
1. gr. Gildissvið
Reglugerð þessi gildir um öll félagskipti innan Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).

2. gr. Hlutgengi
Hlutgengur til þátttöku í mótum á vegum KKÍ er hver sá leikmaður sem félagsbundinn er í félagi innan KKÍ, og uppfyllir að öðru leyti hlutgengisreglur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á hverjum tíma.
2.
3. gr. Tímabil félagaskipta
Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí.

Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil.

4. gr. Framkvæmd félagaskipta
Beiðni um félagaskipti skal gerð á eyðublaði sem er útgefið af KKÍ. Í beiðni Á félagaskiptablaði skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og félög þau er aðild eiga að félagaskiptunum. Eyðublaðið skal undirritað af viðkomandi leikmanni og lögmætum fulltrúa þess félags, sem gengið er úr.
Fyrir félagaskipti skal leikmaður/félag greiða KKÍ ákveðið gjald, sem ákveðið er á Körfuknattleiksþingi annað hvert ár, að fenginni tillögu frá stjórn KKÍ.

KKÍ er ekki heimilt að veita leikmanni sem er 20 ára og eða eldri félagaskipti eða leikheimild nema félagið sem leikmaðurinn hyggst ganga í sé skuldlaust við KKÍ. Miðað skal við mánuðinn áður en ósk um leikheimild kemur fram og skal gjaldið vera óendurkræft.

Beiðni um félagaskipti sendist til skrifstofu KKÍ og heimilt er að senda félagaskipti með pósti, tölvupósti eða símbréfi.

Í öllum tilfellum félagaskipta leikmanna með íslenskt vegabréf eða erlent skal félagaskiptagögnum og greiðslum fyrir félagaskipti skilað inn fyrir kl. 16:00 á virkum dögum til skrifstofu KKÍ með frumriti, afriti sendu á tölvupósti eða símbréfi. Berist gögn síðar en það skulu þau næst vera tekin til skoðunar kl. 09:00 næsta virka dag. Þetta á líka við um greiðslur félaga í þeim tilfellum þar sem leikmaður er eldri en 20 ára og félag þarf að gera upp stöðu sína hjá KKÍ til að fá leikheimild fyrir viðkomandi leikmann.

Við lok félagaskiptaglugga hverju sinni skal heimila skilum á félagaskiptagögnum og greiðslum á félagaskiptagjöldum leikmanna innan þess dags áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti. Félög skulu einnig vera búinn að gera upp við KKÍ í þeim tilfellum þar sem leikmenn eru eldri en 20 ára.

Við lok félagskiptaglugga og vegna félagaskipta erlendra leikmanna mega gögn berast eftir lokun gluggans um staðfestingu frá viðeigandi stofnun og LOC. Þó skal senda beiðni á skrifstofu KKÍ um LOC fyrir lok gluggans.

Ef skilyrðin eru ekki uppfyllt innan framangreinds frests verður leikmaður ekki löglegur með hinu nýja félagi fyrr en félagaskiptatímabil opnast að nýju. Skal KKÍ tilkynna leikmanni/félagi eins fljótt og kostur er hvort leikmaður sé löglegur með hinu nýja liði eða ekki.

Félög sem óska eftir heimild fyrir leikmann með ríkisfang utan Íslands skulu senda umsókn þar að lútandi til skrifstofu KKÍ. Félög skulu einnig óska eftir því, sé þess þörf, að skrifstofa KKÍ sæki um leikheimild (e. Letter Of Clearance/LOC) fyrir viðkomandi leikmann frá því landi sem hann lék í síðast, svo og önnur þau gögn sem kann að vera krafist til að leikmaður fái leikheimild þar á meðal staðfestingu á að leikmaður sé tryggður hér á landi, og að félag sé skuldlaust við KKÍ.

Erlendum leikmanni er einungis heimilt að ganga í annað íslenskt félagslið ef fram hefur komið skriflegt samþykki þess félags sem hann hyggst ganga úr. Aftur á móti ef sýnt er fram á að samningur við slíkan leikmann sé ekki lengur í gildi getur KKÍ samþykkt félagaskipti án samþykkis.

Erlendur leikmaður skal leika á sama ríkisfangi innan sömu leiktíðar á Íslandi.

5. gr. Undanþága vegna Evrópukeppni
Stjórn KKÍ er heimilt að veita undanþágur frá reglum um leikmenn með ríkisfang utan Evrópu eða með ríkisfang lands utan FIBA Europe þegar félagslið tekur þátt í Evrópukeppni.

3.
6. gr. Gildistaka félagsskipta
Ef leikmaður uppfyllir hlutgengisreglur og beiðni hans uppfyllir formreglur reglugerðar þessarar, verður leikmaður löglegur með hinu nýja félagi um leið og KKÍ hefur samþykkt slíka beiðni.

Erlendir leikmenn fá ekki leikheimild fyrr en KKÍ hefur borist:
• Staðfesting um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi.
• Vottorð um tryggingu á Íslandi
• Útfyllt skráningarblað til FIBA Europe
• Afrita af vegabréfi leikmanns
• Letter of Clearence sé komið til KKÍ eða búið sé að skila inn „Self-Decleration“ eyðublaði útfylltu fyrir leikmenn sem koma beint frá USA og hafa ekki leikið í Evrópu áður.

Erlendir leikmenn sem skráðir eru í lið hérlendis hafa ekki leikheimild innan tímabilsins hafi ekki verið sótt um leikheimild skv. reglum FIBA Europe á því tímabili sem við á. Leikheimildir gefnar út af FIBA Europe gilda aðeins fyrir hvert leiktímabil og þarf að sækja um nýja leikheimild hjá KKÍ á hverju ári. Hægt er að sækja um leikheimildir fyrir erlenda leikmenn eins og 3. gr. þessarar reglugerðar segir til um (Tímabil félagaskipta).

Ef beiðni um félagaskipti uppfyllir efnis- og formreglur reglugerðar þessarar, og þarfnast ekki meðferðar aga- og úrskurðanefndar, skulu félagaskipti/veiting leikheimildar vera samþykkt.

Ef beiðni um félagaskipti er synjað á grundvelli þessara reglugerðar skal hún endursend viðkomandi aðila sem fyrst frá móttöku ásamt stuttum rökstuðningi fyrir synjun. Ef einungis er um formgalla á beiðni að ræða skal gefa viðkomandi tveggja (2) sólarhringa frest til að bæta úr þeim göllum.
Ef úrskurðar aga-og úrskurðarnefndar er þörf skulu félagaskipti miðast við úrskurðardag nefndarinnar.

7. gr. Heimild KKÍ til afturköllunar
Stjórn KKÍ getur afturkallað félagaskipti einstakra leikmanna ef:
a) Sannast að gögn sem lögð voru fram með umsókn voru röng eða fölsuð.
b) Leikmenn með ríkisfang utan Evrópu eða með ríkisfang lands utan FIBA Europe gerast sekir um gróft eða endurtekið ofbeldi í leik eða sýna ítrekað óprúðmannalega framkomu við dómara eða starfsmenn leiks.
Þegar KKÍ hefur í huga að afturkalla félagaskipti á framangreindum grundvelli skal félagi/og eða leikmanni gefinn kostur á andmælum áður en ákvörðun er tekin. Afturköllun skal rökstudd og er kæranleg til aga- og úrskurðarnefndar.
4.
8. gr. Úrlausn um ágreining
Öllum ágreiningi um félagaskipti samkvæmt reglugerð þessari má skjóta til aga og úrskurðarnefndar, að uppfylltum kæruskilyrðum. Tilkynna skal aðilum um slíkt og metur aga- og úrskurðarnefnd hvort nauðsynlegt er að fá sjónarmið þeirra.
Ekki er nauðsynlegt að rökstyðja úrlausn nema aðilar sérstaklega óski eftir því eða nefndin telji slíkt æskilegt. Ekki er heimilt að áfrýja slíkri niðurstöðu til áfrýjunardómstóls.

9. gr. Sérstakar ástæður
Aga- og úrskurðarnefnd er heimilt að samþykkja félagaskipti einstaklinga yngri en 18 ára hvenær sem er ef sérstakar ástæður/aðstæður eru fyrir hendi.
Ekki er nauðsynlegt að rökstyðja úrlausn og jafnframt er ekki heimilt að áfrýja slíkri niðurstöðu til áfrýjunardómstóls.
Leikir í beinni
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Úr myndasafni KKÍ
Frá ferð A-landsliðs karla til Vilnius í Litháen v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.
Lesningin
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið