© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
Reglugerð um áfrýjunardómstól
Reglugerð um áfrýjunardómstól KKÍ
1.
Gildissvið:
Reglugerð þessi er sett með stoð í 16. grein laga Körfuknattleikssambands Íslands. Hún gildir um öll áfrýjunarmál innan vébanda KKÍ.

2.
Markmið:
Markmið þessarar reglugerðar er að tryggja skýrar og afmarkaðar reglur um áfrýjunardómstól KKÍ með hliðsjón af lögum KKÍ samþykktum á körfuknattleiksþingi 2009, sem fela í sér breytingar á dómstólaskipan KKÍ.

3.
Lögsaga og hlutverk:
Áfrýjunardómstóll KKÍ skal hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málum, sem heimilt er að áfrýja og koma upp innan vébanda Körfuknattleikssambands Íslands og varða lög og reglur þess eftir því sem við á. Skal áfrýjunardómstóll KKÍ byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KKÍ.

Áfrýjunardómstóllinn tekur mál til endurskoðunar eftir áfrýjun þess og getur tekið ákvörðun um viðurlög samkvæmt lögum KKÍ, reglugerð þessarri og öðrum reglugerðum KKÍ gagnvart aðildarfélögum, forráðamönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og öðrum þeim, sem eru innan vébanda aðildarfélaga Körfuknattleikssambands Íslands vegna brota þeirra á lögum KKÍ, reglugerðum KKÍ og öðrum reglum.

Áfrýjunardómstóll KKÍ er æðsti dómstóll innan körfuknattleikshreyfingarinnar.

Nefndin hefur aðsetur á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 104 Reykjavík og skal KKÍ tilkynna án tafar allar breytingar sem verða á skipan nefndarinnar eða aðsetri.

4.
Skipan og hæfi:
Áfrýjunardómstóll KKÍ skal skipaður 3 löglærðum dómurum og 3 löglærðum til vara.

Dómarar skulu kosnir á reglulegu körfuknattleiksþingi til setu fram að næsta reglulega körfuknattleiksþingi og dómstóllinn kýs sér forseta.

Dómstóllinn starfar samkvæmt reglugerð þessari og skulu a.m.k. þrír dómarar fara með mál og ákveður dómsformaður hverjir af hinum reglulegu dómurum fara með málið.

Dómari er vanhæfur að fara með mál ef:
a) Hann er aðili máls eða fyrirsvarsmaður aðila.
b) Hann hefur gætt hagsmuna aðila varðandi efni málsins eða veitt aðila leiðbeiningar um það, umfram skyldu.
c) Hann hefur borið eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsins af réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarmaður um efni málsins.
d) Hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
e) Hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða málflytjanda með þeim hætti er segir í lið d.
f) Hann tengist eða hefur tengst vitni í málinu með sama hætti og segir í lið d.
g) Fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa, m.a. ef hann eða náinn skyldmenni eru félagsbundin aðila máls eða hann vanhæfur af öðrum ástæðum

Stjórn KKÍ skal skipa dómara í áfrýjunardómstólinn til meðferðar einstaks máls ef tilskilinn fjöldi næst ekki úr kjörnum dómurum og varadómurum vegna vanhæfis þeirra.

5.
Almenn ákvæði
Áfrýjun til áfrýjunardómstóls KKÍ:
Heimilt er að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ öllum úrskurðum aga- og úrskurðarnefndar í kærumálum.

Almennt verður úrskurðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í agamálum ekki áfrýjað til áfrýjunardómstóls KKÍ nema í eftirfarandi undantekningartilfellum:
a) Úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ um fjögurra leikja leikbann eða þyngri refsingu.
b) Úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ um viðurlög og refsingar sem nema hærri fjárhæð en 25.000.
c) Úrskurði nefndarinnar á grundvelli greinar 13, lið i) í reglugerð KKÍ um aga- og úrskurðarmál.
d) Úrskurði nefndarinnar um heimaleikjabann.

Frestur til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KKÍ skal vera 5 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar var kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

6.
Áfrýjun til áfrýjunardómstóls ÍSÍ:
Heimilt er að áfrýja til áfrýjunardómstóls ÍSÍ þeim málum áfrýjunardómstóls KKÍ, sem hafa almennt gildi fyrir íþróttahreyfinguna í heild. Áfrýjun tekur þá aðeins til þeirra atriða máls er hafa slíkt almennt gildi og tilgreind eru í áfrýjunarskjali. Áfrýjunardómstóll ÍSÍ ákveður í þessum tilvikum hvort kæruatriði séu þess eðlis að hann eigi um þau að fjalla. Ef áfrýjunardómstóll ÍSÍ hafnar kæruatriðum áfrýjanda er málinu þar með endanlega lokið.

7.
Endanleg niðurstaða:
Dómur áfrýjunardómstóls KKÍ er endanlegur og bindandi fyrir málsaðila. Verður þeim dómi ekki skotið til annarra dómstóla innan íþróttahreyfingarinnar, sbr. þó grein 6. Jafnframt skuldbinda aðilar sig til að skjóta ágreiningi sem dæmt hefur verið um af áfrýjunardómstól KKÍ ekki til almennra dómstóla.

8.
Almennar málsmeðferðarreglur:
Sá aðili sem hyggst áfrýja máli skal senda áfrýjunardómstóli KKÍ sérstakt áfrýjunarskjal þar sem um er að ræða greinargerð þar sem lýst er þeim sjónarmiðum sem áfrýjandi byggir á ásamt gögnum málsins.

Ný gögn skulu ekki lögð fram fyrir áfrýjunardómstólnum. Vitna- og aðilaskýrslur skulu ekki fara fram. Dómstólnum er þó heimilt að víkja frá þessum ákvæðum þegar sérstaklega stendur á.

Málsmeðferðarreglur sem fram koma í kafla um málsmeðferðarreglur í reglugerð KKÍ um aga- og úrskurðarmál skulu gilda um áfrýjunardómstól KKÍ eftir því sem við á.

9.
Dómar áfrýjunardómstóls
Uppkvaðning dóma og gildistaka:
Dómur dómstólsins skal kveðinn upp svo fljótt sem verða má eftir að gagnaöflun telst lokið og málið tekið til dóms og leitast skal við að kveða upp dóm innan viku frá dómtöku málsins.

10.
Efni dóma:
Dómar skulu vera skriflegir og rökstuddir og skal eftirfarandi koma fram:
a) Hverjir séu aðilar máls.
b) Kröfugerð og málavaxtalýsing.
c) Helstu málsástæður og röksemdir málsaðila.
d) Rökstuðningur og niðurstaða dómstólsins.
e) Sératkvæði minnihluta, ef um slíkt er að ræða

Dómur skal undirritaður af þeim, sem þátt tóku í afgreiðslu viðkomandi máls. Afl atkvæða ræður úrslitum máls. Ef dómarar er ósammála um niðurstöðuna skal þess getið sérstaklega.

11.
Birting dóma:
Dómstóllinn sendir málsaðilum staðfest endurrit dóms jafnskjótt og hann hefur verið kveðinn upp með tölvupósti eða símbréfi til formanns körfuknattleiksdeildar, þess aðila, sem félagið hefur tilkynnt KKÍ um eða áfrýjanda sem getið er í áfrýjunarskjali og greinargerð. Áhætta af mistökum við afhendingu tölvpósts eða símbréfs hvílir alfarið á móttakanda.
Dómur skal einnig birtur á heimasíðu KKÍ eftir að hann hefur verið birtur aðilum málsins.

12.
Ýmis ákvæði
Þingbækur/dómabækur:
Við áfrýjunardómstólinn skulu haldnar sérstakar þingbækur. Við fyrirtöku máls skal rita skýrslu í þingbók um það sem fram fer, hvaða gögn eru lögð fram, hverjir mæta í máli og hvað er afráðið um rekstur máls. Í þingbók skal jafnframt færa þær ákvarðanir sem teknar eru í málinu. Efni þingbókar skal að jafnaði ekki birt almenningi
Dómstóllinn skal einnig halda sérstaka dómabók, sem hefur að geyma dóma hans og úrskurði. Dómabók skal vera aðgengileg og birt á heimasíðu KKÍ.

13.
Niðurfelling refsingar:
Körfuknattleiksþingi er heimilt með minnst 2/3 greiddra atkvæða að fella niður refsingu eða veita dæmdum aðila full réttindi að nýju innan körfuknattleikshreyfingarinnar.

14.
Gildistaka:
Reglugerð þessi tekur þegar gildi og falla þá úr gildi lög um dómstóla KKÍ.

Leikir í beinni
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Úr myndasafni KKÍ
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Ferja þurfti rútu liðsins yfir fljót á milli Króatíu og Bosníu, þar sem brýr höfðu verið sprengdar upp í nýafstöðnu stríði.
Lesningin
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið