© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
Reglugerð um menntun körfuknattleiksþjálfara
Reglugerð um menntun körfuknattleiksþjálfara
1.
Almenn ákvæði
Allir þjálfarar skulu hafa fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna. Með hugtakinu þjálfari er hér átt við hvern þann sem kennir körfubolta og skipuleggur og stjórnar körfuboltaæfingum og körfuboltaleikjum.

Félög sem uppfylla ekki þær kröfur um menntun sem settar eru fram í reglugerð þessari greiða 10% hærri þátttökugjöld fyrir þá aldursflokka sem við á. KKÍ gjaldfærir þessa viðbót á þátttökugjöldum 1. maí ár hvert. Félög sleppa þá einungis við að greiða 10% álag á þátttökugjöld hafi það uppfyllt neðangreindar kröfur allt keppnistímabilið á undan. Félag sem verður uppvíst að því að svindla, hafa rangt við eða veita vísvitandi rangar upplýsingar hefur fyrirgert möguleikum sínum á því að sleppa við 10% álag og greiðir auk þess 50.000 kr. sekt til KKÍ fyrir hvern aldursflokk sem við á.

2.
Menntunarkröfur
Gera skal kröfur til þjálfara um menntun samkvæmt eftirfarandi:

Efsta deild karla og kvenna og 1. deild karla, Yfirþjálfari unglingastarfs og Landsliðsþjálfarar:
Þjálfari 3 KKÍ og Þjálfari 3 ÍSÍ

Þjálfari unglingaflokks karla, unglingaflokks kvenna, drengjaflokks, stúlknaflokks, 11. flokks karla:
Þjálfari 3 KKÍ og Þjálfari 2 ÍSÍ

Þjálfari annarra meistaraflokka, aðstoðarþjálfari meistaraflokks í efstu deild karla, aðstoðarþjálfari í efstu deild kvenna, aðstoðarþjálfari í 1. deild karla, Þjálfun í úrvalsbúðum KKÍ:
Þjálfari 2 KKÍ og Þjálfari 2 ÍSÍ

Þjálfari 8.-10. flokks karla og kvenna, Aðstoðarþjálfari annarra meistaraflokka, unglingaflokks karla, unglingaflokks kvenna, drengjaflokks, stúlknaflokks eða 11. flokks karla:
Þjálfari 2 KKÍ og Þjálfari 1 ÍSÍ

7. flokkur og yngri, Aðstoðarþjálfari 8.-10. flokks:
Þjálfari 1 KKÍ og Þjálfari 1 ÍSÍ

* Til að sækja um viðurkenningu um hæfni frá fræðslunefnd KKÍ þarf þjálfarinn að hafa minnst 2 ára starfsreynslu að baki sem yfirmaður unglingastarfs hjá félagi í efstu deild hjá aðildarsambandi FIBA.

3.
Endurmenntun
Þjálfari sem lokið hefur þjálfari 3 þjálfaragráðu frá KKÍ og ÍSÍ þarf að sækja sér endurmenntun, lágmark 15 tíma á 3 ára fresti til að viðhalda réttindunum sínum og skila inn staðfestingu því til sönnunar til fræðslunefndar KKÍ, auk þess að sækja fund dómaranefndar með þjálfurum á hverju hausti.

Fræðslunefnd KKÍ ákvarðar hvað telst gild endurmenntun til endurnýjunar á þjálfararéttindunum.
4.
Mat réttinda
Fræðslunefnd KKÍ metur hvaða réttindi nám/námskeið á Íslandi og erlendis veita og hvaða réttindi útlendingar hafa til þjálfunar á Íslandi.
5.
Undanþágur
Fræðslunefnd KKÍ er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum í reglugerð þessari ef veigamiklar og sérstakar ástæður liggja að baki. Slíkar undanþágur skal þó alltaf bera undir stjórn KKÍ til samþykktar.
6.
Gildistaka
Reglugerð þessi tekur gildi 1. júní 2011.

Leikir í beinni
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Úr myndasafni KKÍ
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Hafsteinn Lúðvíksson og Arnþór Birgisson í leik gegn heimamönnum, Tyrkjum.
Lesningin
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið