© 2000-2021 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
28.5.2002 | Ólafur Rafnsson
Leiðarinn - ATBURÐARRÁSIN HJÁ FIBA – 2. HLUTI - Breyting stjórnskipulags
217 þjóðir heimsins mynda FIBA, sem gerir það að þriðja stærsta sérsambandi heims miðað við útbreiðslu – næst á eftir blaki og frjálsum íþróttum. Þar af eru 50 þjóðir innan Evrópu. Fram á þetta ár hefur þó ekki verið um að ræða sérstakt Evrópusamband, heldur nefndist árlegur fundur Evrópuþjóðanna “Standing Conference for the National Federations of Europe” (eða “viðvarandi ráðstefna um málefni körfuknattleikssambanda Evrópu”). Hafði þessi “Standing Conference” (hér eftir nefnt Evrópuþing) sjálfstæða stjórn og að takmörkuðu leyti sjálfstæðan fjárhag, en ekki framlög frá alþjóðlegu samtökunum.

Á hinn bóginn er nauðsynlegt að geta þess að höfuðstöðvar heimssambandsins eru í Evrópu (nú í München í Þýskalandi, en flytjast til Genf í Sviss síðar á þessu ári), og framkvæmdastjóri heimssambandsins, Borislav Stankovic, hefur fram á þetta ár jafnframt verið framkvæmdastjóri Evrópusvæðisins.

Heimsþing FIBA eru haldin á fjögurra ára fresti, síðast í Aþenu árið 1998, en næst í Indianapolis í Bandaríkjunum 2002. Á heimsþingi er kjörin aðalstjórn (“Central Board”) þar sem fulltrúar álfusambanda eiga tiltekinn fjölda fulltrúa. Fulltrúar álfusambanda í aðalstjórninni eru kosnir á árlegum þingum álfusambandanna eða tilnefndir af stjórn þeirra, en auk þess er tiltekinn fjöldi aðila kjörinn beint í aðalstjórnina á heimsþingum.

Árleg Evrópuþing FIBA hefur haft sína sjálfstæðu stjórn, sem skipuð hefur verið fulltrúum kjörnum á Evrópuþingi til fjögurra ára í senn. Auk þess hafa átt sæti í stjórn Evrópuþingsins fulltrúar fastanefnda s.s. tækninefndar, nefndar um Evrópukeppni landsliða og félagsliða, lyfjanefndar, laganefndar, fulltrúa minnibolta og unglingakörfuknattleiks o.s.frv. Þá hafa nefndir átt áheyrnarfulltrúa í stjórninni, s.s. Þjálfarafélag Evrópu, smáþjóðanefnd, nefnd um körfuknattleik fatlaðra o.s.frv. (s.k. “Ex Officio” members).

Framkvæmdastjóri FIBA, Borislav Stankovic, og aðstoðarframkvæmdastjóri (“Deputy Secretary General” - síðan 1995), Svisslendingurinn Patrick Baumann, hafa jafnframt setið alla fundi nefnda sem áheyrnarfulltrúar, og hefur framkvæmdastjóri að auki haft fullan atkvæðisrétt innan stjórnar.

Við stofnun hins nýja Evrópusambands FIBA Evrópu nú í Oostende í Belgíu í maí s.l. voru hinsvegar samþykkt ný lög (“Bye-Laws”) sem fela í sér talsverðar breytingar á stjórnskipulaginu. Markmiðið hefur verið að gera stjórnkerfið lýðræðislegra, og í því skyni hefur stjórnin verið stækkuð upp í 23 meðstjórnendur, auk féhirðis og forseta. Völd framkvæmdastjóra hafa verið skert verulega, og hefur hann á táknrænan hátt fengið nýjan titil – eða “Executive Director” – og á að endurspegla m.a. að hann er starfsmaður sambandsins en ekki stjórnandi.

Nefndum hefur verið fækkað nokkuð, og hafa t.a.m. allar nefndir og stofnanir varðandi málefni yngri kynslóða verið færðar undir eina nefnd – “Youth Committee”, sem Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ á sæti í. Voru þar með felldar út nefndir á borð við minniboltanefnd og s.k. “BAM Passarelle” nefnd sem er fyrir 13-15 ára aldursflokka. Tilhneigingin hefur verið sú að nefndir þessar hafa reynt að öðlast sjálfstætt líf með sérstöku skrifstofuhaldi utan skrifstofu FIBA með tilheyrandi kostnaði. Nýju reglurnar stemma stigu við þessu, og er ætlunin að ná fram betri nýtingu fjármagnsins.

Skrifstofu- og starfsmannahald hins nýstofnaða Evrópusambands er á mótunarstigi, og mun Patrick Baumann aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA gegna stöðu “Executive Director” hjá hinu nýja sambandi til bráðabirgða fram að næstu áramótum. Ennfremur verða höfuðstöðvar sambandsins til bráðabirgða á sama stað, þ.e. í Münhcen – en sjö borgir hafa sótt um að hýsa nýjar höfuðstöðvar. Skipta þar ýmis atriði máli, s.s. skattalegt umhverfi, miðlæg landfræðileg staðsetning, samgöngur o.fl.

Stærstu breytingarnar eru hinsvegar á mótahaldi Evrópumóta félagsliða, en fjallað verður um þær breytingar sérstaklega síðar.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs í leik gegn sínum gömlu félögum í Los Angeles Lakers.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið