© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
29.4.2002 | Ólafur Rafnsson
Leiðari - Ársþing
Nú er keppnistímabili okkar körfuknattleiksmanna formlega lokið, en því fer fjarri að starfsemi KKÍ leggist í dvala. Nú fer í hönd tími ársþinga, og síðar landsliðsverkefna. Um síðustu helgi fór fram vel heppnað Íþróttaþing ÍSÍ, um næstu helgi fer fram ársþing KKÍ og helgina þar á eftir árlegt þing Evrópudeildar FIBA – sem að þessu sinni er reyndar sögulegt þar sem stofnað verður nýtt sjálfstætt Evrópusamband. Fjallað verður um það síðar.

Ætlunin hér var að fjalla um ársþing KKÍ, sem að þessu sinni verður haldið 3. – 5 maí í Skagafirði í boði UMFT. Margir muna eftir ársþinginu 1994, sem einmitt var haldið í Skagafirði, og þykir af mörgum eitt best heppnaða ársþing KKÍ. Skagfirðingar eru höfðingjar heim að sækja, og kunna að skipuleggja viðburði á borð við þennan.

Á vefsíðum hefur mátt finna í vetur tilvísanir til þess að “menn láti í sér heyra” á ársþingi. Undir slíkt vil ég taka, og hvet reyndar félög til að mæta vel til þingsins og taka þátt í umræðum um skipulag körfuknattleikshreyfingarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Á hinn bóginn vek ég jafnframt athygli á því að þótt til umfjöllunar séu reikningar og skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár, þá er þingið fyrst og fremst löggjafarsamkoma hreyfingarinar, og því nauðsynlegt að umræður á þinginu taki mið af þeim tillögum og dagskrárliðum sem til meðferðar eru hverju sinni.

Nokkur hefð hefur skapast um fyrirkomulag ársþings KKÍ undanfarin ár. Við höfum mætt til þingstaðar á föstudegi, og nýtt það kvöld til að funda um stór málefni sem brenna á hreyfingunni – óháð því hvort sérstakar tillögur liggi fyrir þinginu þar að lútandi. Að þessu sinni er ætlunin að ræða betur hugmyndir um s.k. “súperdeild” og stefnt er að stofnfundi félaga sem áhuga hafa á að standa að undirbúningi hennar.

Formleg þingsetning verður á laugardagsmorgni, og verða við þingsetningu heiðraðir aðilar innan hreyfingarinnar, skýrsla stjórnar og ársreikningar lagðir fram, ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar. Kjörbréfanefnd kynnir niðurstöðu sinnar vinnu, þingnefndir eru kjörnar og því næst eru þingskjöl lögð fram og þeim vísað til þingnefnda. Á komandi þingi liggja nokkrar athyglisverðar tillögur fyrir, og er gert grein fyrir þeim hér á heimasíðunni undir linknum eyðublöð.

Á undanförnum þingum hefur þróun orðið sú að mikil og góð vinna hefur farið fram í þingnefndum á laugardeginum. Við höfum verið lánssamir að hafa á að skipa hæfum einstaklingum til að stýra og taka þátt í störfum nefndanna, þar sem ítarlegar, faglegar og málefnalegar umræður hafa leitt til þess að endanleg útgáfa þingskjala hefur fengið viðamikla umfjöllun áður en til formlegrar afgreiðslu þingsins sjálfs kemur. Fundir þingnefnda eru opnir, og taka þingfulltrúar fullan þátt í störfum nefndanna.

Á laugardagskvöldi gera menn sér gjarnan glaðan dag, og má ekki gera lítið úr þeim þætti þingsins sem felst í s.k. “utanþingsstörfum”. Það er verðmætt fyrir hreyfinguna að kynnast persónulega innbyrðis, enda samskipti aðildarfélaga mikil yfir veturinn. Hver þingfulltrúi sníður sér stakk eftir vexti að því er veigar varðar, og menn mæta ferskir í morgunsárið á sunnudagsmorgninum til áframhaldandi þingstarfa. Tekur þar við afgreiðsla þingskjala, og að lokum kosningar til trúnaðarstarfa.

Með von um fjölmennt, málefnalegt og gott þing í Skagafirði 2002.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Keflavík · Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna 2009. Keflavík átti bæði liðin í úrslitaleiknum A og B lið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið