© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
30.4.2007 | Hannes S. Jónsson
Að loknu lokahófi
Nú á laugardagskvöldið var haldið eitt glæsilegasta lokahóf sem KKÍ hefur stað fyrir. Stemningin á hófinu var engri lík og hef ég sjaldan verið vitni að annarri eins skemmtun og gleði. Uppselt var á hófið nokkrum dögum fyrir, en það er í fyrsta skipti í sögunni og hefði hæglega verið hægt að selja mun fleiri miða, áhuginn var það mikill.
Þarna var samankominn fjöldinn allur af fólki úr hreyfingunni ásamt samstarfsaðilum sambandsins og gaman var að finna samstöðuna hjá öllu þessu fólki. Einu besta keppnistímabili í manna minnum er nú nýlokið og með álíka samstöðu og á lokahófinu eru okkur allir vegir færir. Nú setjum við stefnuna á að gera næsta keppnistímabil enn betra – það verður erfitt, en með samstöðu okkar og vilja þá mun okkur takast það, ég er sannfærður um það.

Mig langar hér í þessum pistli að fá að þakka nokkrum aðilum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra lokahófs

Björgvin Franz Gíslason fór hreinlega á kostum sem veislustjóri þar sem hann gerði góðlátlegt grín af mörgum okkar í körfuboltaheiminum, X-Factor keppnin sem hann stóð fyrir tókst virkilega vel og varð mikil stemning í salnum á meðan lög eins og Gleðibankinn og Eitt lag enn voru sungin af mikilli innlifun lokahófsgesta. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Björgvin brá sér í gervi margra af okkar bestu söngvurum.

Veitingarnar sem bornar voru fram af Haraldi Helgasyni og hans fólki hjá HH-veitingum voru mjög góðar og margir höfðu á orði að betri mat hafði það ekki smakkað í lengri tíma. Þá var sama hvort talað var um forréttinn, aðalréttinn eða eftirréttinn.

Þá er komið að þeim þremur einstaklingum sem báru hitann og þungann að skipulagningu þessa besta lokahófs í sögu sambandsins. Friðrik Ingi, Erlingur Hanneson og Pétur R. Guðmundsson fá mínar bestu þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig til þess að lokahófið gæti orðið eins glæsilegt og skemmtilegt og raunin varð.

Einnig þakka ég Iceland Express, Landsbankanum, Hitaveitu Suðurnesja, Danól og Blómaval fyrir þeirra þátt í lokahófinu.

Síðast en ekki síst þakka ég síðan öllum þeim sem mættu í Stapann og tóku þátt í þeirri miklu gleði sem var hjá okkur á laugardagskvöldið.

Áfram körfubolti!

Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn á leið á lokahóf KKÍ 1988 í gamla Broadway í Mjódd.  Ingvar Jónsson, Falur Harðarson og Albert Óskarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið