© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
5.9.2006 | Hannes S. Jónsson
Fjölmennum í Laugardalshöllina á morgun
Núna á miðvikudaginn mun A-landslið karla hefja leik í B-deild Evrópukeppninnar. Eins og landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur sagt undanfarið er stefnan sett hátt og stefnt er að því að eftir tvö ár eða haustið 2008 muni karlalandslið Íslands vera kominn í hóp A-þjóða í Evrópukeppninni. Þetta er göfugt markmið en erfitt, yngri landslið okkar hafa verið að standa sig vel undanfarin ár og vakið athygli víðs vegar um Evrópu og nú er kominn tími á karlalandsliðið. Liðið okkar nú er mjög sterkt og hefur allt til þess að bera að geta náð takmarki sínu. Strákarnir undir stjórn Sigurðar og Friðriks Inga hafa æft mjög vel á undirbúningstímabilinu, tekið þátt í Norðurlandamóti og spilað á æfingamótum í Hollandi og Írlandi.

Andstæðingar okkar í Laugardalshöllinni á morgun verða frændur okkar frá Finnlandi. Finnar hafa þegar spilað einn leik í keppninni gegn Austurríki sem Finnar unnu stórt. Það er ljóst að þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.
Því miður þá höfum við í körfuknattleikshreyfingunni ekki verið nógu dugleg að koma á leiki þegar landsliðin okkar hafa verið að spila hér heima. Núna er tækifærið að breyta því og fjölmenna í Laugardalshöllina á morgun miðvikudag en leikurinn hefst klukkan 20.30. Strákarnir okkar þurfa nauðsynlega á öflugum stuðningi áhorfenda að halda á morgun.

Körfuknattleiksáhugamenn og aðrir íþróttaáhugamenn fjölmennum í Laugardalinn á morgunn og sjáum skemmtilegan körfuboltaleik.

Hannes Sigurbjörn Jónsson
Formaður KKÍ

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Úrslitaleik U18 nýlokið og strákarnir orðnir Norðurlandameistarar 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið