© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
22.2.2006 | Óskar Ó. Jónsson
Tölfræði liðanna í Iceland Express deild karla: 4. sæti Grindavík
Það eru aðeins fimm umferðir eftir af Iceland Express deild karla og framundan er því lokaspretturinn þar sem barist verður um deildarmeistaratitilinn, um sæti og heimavallarrétt í úrslitakeppninni auk þess sem fallbaráttan verður algleymingi.

Heimasíða KKÍ fer yfir frammistöðu liðanna í Iceland Express deildinni til þessa í hinum ýmsu tölfræðiþáttum og tekur fyrir eitt og eitt lið fram að 18. umferðinni sem hefst klukkan 19.15 á fimmtudagskvöldið. Grindavík er í 4. sæti í Iceland Express deildinni með 12 sigra og 5 töp.

Grindavík er í efsta sæti í átta tölfræðiþáttum. Liðið hefur skorað flest stig í leik, látið verja fæst skot frá sér, nýtt skotin og þriggja stiga skotin best og tekið hæsta hlutfall frákasta í sókn. Grindavíkurliðið hefur einnig fengið á sig fæstar villur, stolið flestum boltum og gefið mótherjum sínum fæst víti af öllum liðum deildarinnar. Grindavík er í neðsta sæti á einum lista en ekkert lið í deildinni hefur fengið færri víti.

Röð liða í Iceland Express deildinni:
1. Njarðvík 15 sigrar - 2 töp
2. Keflavík 13-4
3. KR 12-5
4. Grindavík 12-5
5. Skallagrímur 11-6
6. Snæfell 10-7
7. ÍR 9-8
8. Fjölnir 7-10
9. Hamar/Selfoss 4-13
10. Þór Akureyri 4-13
11. Haukar 3-14
12. Höttur 2-15

Leikir sem Grindavík á eftir:
23. febrúar ÚtileikurKeflavík (2. sæti)
26. febrúar Útileikur Fjölnir (8. sæti)
2. mars Heimaleikur Njarðvík (1. sæti)
5. mars Útileikur Skallagrímur (5. sæti)
9. mars Heimaleikur KR (3. sæti)

Tölfræði Grindavíkur í Iceland Express deild karla 2005-2006:

Sóknarleikurinn:
Grindavík 1. sæti Flest stig í leik 97,5
Grindavík 6. sæti Fæstir tapaðir í leik 15,8
Grindavík 3. sæti Flestar stoðsendingar í leik 19,9
Grindavík 1. sæti Fæst varin skot mótherja 2,1
Grindavík 3. sæti Flest sóknarfráköst í leik 11,9
Grindavík 11. sæti Flestar fiskaðar villur í leik 17,4
Grindavík 2. sæti Flestar 3ja stiga körfur í leik 12,7
Grindavík 12. sæti Flest víti fengin í leik 15,6
Grindavík 1. sæti Besta skotnýting 48,7%
Grindavík 1. sæti Besta 3ja stiga skotnýting 41,1%
Grindavík 2. sæti Besta vítanýting 76,3%
Grindavík 1. sæti Hæsta hlutfall frákasta í sókn 33,7%

Varnarleikurinn:
Grindavík 5. sæti Fæst stig á sig í leik 83,8
Grindavík 1. sæti Fæstar villur fengnar í leik 15,6
Grindavík 9. sæti Flestir þvingaðir tapaðir í leik 15,8
Grindavík 9. sæti Fæstar stoðsendingar hjá móth 18,0
Grindavík 7. sæti Fæst sóknarfráköst mótherja 11,1
Grindavík 10. sæti Flest varin skot í leik 2,2
Grindavík 1. sæti Flestir stolnir boltar í leik 12,3
Grindavík 1. sæti Fæst víti gefin í leik 15,4
Grindavík 6. sæti Slakasta skotnýting móth. 44,2%
Grindavík 4. sæti Hæsta hlutfall frákasta 51,6%
Grindavík 6. sæti Hæsta hlutfall frákasta í vörn 69,2%
Grindavík 4. sæti Slakasta 3ja stiga skotnýting móth. 33,7%

Bekkurinn:
Grindavík 9. sæti Flest stig frá bekk í leik 14,4
Grindavík 6. sæti Flestar mínútur frá bekk í leik 50,8
Grindavík 7. sæti Flest fráköst frá bekk í leik 7,3
Grindavík 5. sæti Flestar stoðs frá bekk í leik 4,2
Grindavík 5. sæti Besta skotnýting hjá bekk 40,6%
Grindavík 3. sæti Besta vítanýting hjá bekk 72,2%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla 1998 eftir úrslitaeinvígi við KR. Aftari röð frá vinstri, Brynjar Ásmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey Sessoms, Ægir Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson með dóttur sína Ernu Lind í fanginu, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið