© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
22.2.2006 | Óskar Ó. Jónsson
Tölfræði liðanna í Iceland Express deild karla: 9. sæti Hamar/Selfoss
Það eru aðeins fimm umferðir eftir af Iceland Express deild karla og framundan er því lokaspretturinn þar sem barist verður um deildarmeistaratitilinn, um sæti og heimavallarrétt í úrslitakeppninni auk þess sem fallbaráttan verður algleymingi.

Heimasíða KKÍ fer yfir frammistöðu liðanna í Iceland Express deildinni til þessa í hinum ýmsu tölfræðiþáttum og tekur fyrir eitt og eitt lið fram að 18. umferðinni sem hefst klukkan 19.15 á fimmtudagskvöldið. Hamar/Selfoss er í 9. sæti í Iceland Express deildinni með 4 sigra og 13 töp.

Hamar/Selfoss er í efsta sæti í einum tölfræðiþætti því ekkert liða deildarinnar hefur tekið sóknafráköst að meðaltali í leik. Hamar/Selfoss-liðið er eins í 2. sæti yfir fæsta tapaða bolta í leik. Hamarsmenn og Selfyssingar eru hinsvegar á botninum í sex tölfræðiþáttum. Þeir hafa gefið fæstar stoðsendingar og fiskað fæstar villur, hafa varið fæst skot og gefið mótherjunum flest víti af öllum liðum deildarinnar. Þá gefa varamenn liðsins fæstar stoðsendingar auk þess að nýta skotin sín verst. Sætaröð Hamars/Selfoss-liðsins á öllum tölfræðilistunum má finna hér fyrir neðan.

Röð liða í Iceland Express deildinni:
1. Njarðvík 15 sigrar - 2 töp
2. Keflavík 13-4
3. KR 12-5
4. Grindavík 12-5
5. Skallagrímur 11-6
6. Snæfell 10-7
7. ÍR 9-8
8. Fjölnir 7-10
9. Hamar/Selfoss 4-13
10. Þór Akureyri 4-13
11. Haukar 3-14
12. Höttur 2-15

Leikir sem Hamar/Selfoss á eftir:
23. febrúar HeimaleikurKR (3. sæti)
26. febrúar Útileikur Haukar (11. sæti)
2. mars Heimaleikur Þór Akureyri (10. sæti)
5. mars Heimaleikur Keflavík (2. sæti)
9. mars Útileikur ÍR (7. sæti)

Tölfræði Hamar/Selfoss í Iceland Express deild karla 2005-2006:

Sóknarleikurinn:
Hamar/Selfoss 10. sæti Flest stig í leik 80,6
Hamar/Selfoss 2. sæti Fæstir tapaðir í leik 15,0
Hamar/Selfoss 12. sæti Flestar stoðsendingar í leik 12,1
Hamar/Selfoss 10. sæti Fæst varin skot mótherja 4,3
Hamar/Selfoss 1. sæti Flest sóknarfráköst í leik 13,5
Hamar/Selfoss 12. sæti Flestar fiskaðar villur í leik 17,2
Hamar/Selfoss 7. sæti Flestar 3ja stiga körfur í leik 7,9
Hamar/Selfoss 11. sæti Flest víti fengin í leik 16,5
Hamar/Selfoss 9. sæti Besta skotnýting 38,9%
Hamar/Selfoss 11. sæti Besta 3ja stiga skotnýting 31,6%
Hamar/Selfoss 10. sæti Besta vítanýting 68,6%
Hamar/Selfoss 5. sæti Hæsta hlutfall frákasta í sókn 32,3%

Varnarleikurinn:
Hamar/Selfoss 11. sæti Fæst stig á sig í leik 95,4
Hamar/Selfoss 9. sæti Fæstar villur fengnar í leik 20,9
Hamar/Selfoss 8. sæti Flestir þvingaðir tapaðir í leik 15,9
Hamar/Selfoss 9. sæti Fæstar stoðsendingar hjá móth 18,0
Hamar/Selfoss 4. sæti Fæst sóknarfráköst mótherja 9,5
Hamar/Selfoss 12. sæti Flest varin skot í leik 2,0
Hamar/Selfoss 8. sæti Flestir stolnir boltar í leik 9,6
Hamar/Selfoss 12. sæti Fæst víti gefin í leik 24,8
Hamar/Selfoss 11. sæti Slakasta skotnýting móth. 48,6%
Hamar/Selfoss 5. sæti Hæsta hlutfall frákasta 49,7%
Hamar/Selfoss 4. sæti Hæsta hlutfall frákasta í vörn 71,6%
Hamar/Selfoss 11. sæti Slakasta 3ja stiga skotnýting móth. 38,7%

Bekkurinn:
Hamar/Selfoss 11. sæti Flest stig frá bekk í leik 10,6
Hamar/Selfoss 8. sæti Flestar mínútur frá bekk í leik 49,9
Hamar/Selfoss 6. sæti Flest fráköst frá bekk í leik 7,4
Hamar/Selfoss 12. sæti Flestar stoðs frá bekk í leik 2,2
Hamar/Selfoss 12. sæti Besta skotnýting hjá bekk 30,0%
Hamar/Selfoss 9. sæti Besta vítanýting hjá bekk 64,7%
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lukkudýr Skallagríms er þessi fallegi bolabítur og setur skemmtilegan svip á umgjörð leikja hjá Skallagrím. Hönnuður búningsins er Jóhann Waage.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið