© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
15.2.2006 | Halldór Halldórsson
Áfrýjunardómstóll KKÍ - Mál nr. 1/2006
Ár 2006, miðvikudaginn 15. febrúar, var í Áfrýjunardómstóli Körfuknattleikssambands Íslands í málinu nr. 1/2006:

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
gegn
Hamri/Selfoss
uppkveðinn svohljóðandi
d ó m u r :
I
Mál þetta dæma Halldór Halldórsson, Gísli Gíslason og Jóhannes Karl Sveinsson.
Áfrýjandi skaut málinu til dómsins með tölvubréfi 27. janúar síðastliðinn. Áfrýjað er dómi dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands uppkveðnum 20. janúar sama mánaðar. Dómurinn var birtur aðilum samdægurs.
Áfrýjandi krefst þess aðallega, að úrslit leiks aðila í Iceland Express deild karla sem fram fór 12. janúar sl. verði látin standa þannig að hann hafi farið með sigur af hólmi 88-77. Till vara að úrslit leiksins verði látin standa og að Guðjón Skúlason fái eins leiks bann. Til þrautarvara er þess krafist að leikurinn verði leikinn að nýju án þess að Guðjón skúlason sitji á bekknum..
Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur
II
Atvik málsins eru á greinagóðan hátt rakin í hinum áfrýjaða dómi.
Að mati dómsins telst leikmaður meðal þátttakenda í leik um leið og nafn hans hefur verið skráð á leikskýrslu burt séð frá því hvort hann fari inn á leikvöllinn eða ekki. Hann getur með nærveru sinn haft áhrif á leikinn en þennan skilning má m.a. draga af því að leikmaður sem er í leikbanni má ekki vera á varamannabekk meðan á leik stendur. Að þessu sögðu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur.

Halldór Halldórsson
Gísli Gíslason
Jóhannes Karl Sveinsson
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
KR-ingurinn Omari Westley spilar vörn gegn Njarðvíkingnum Jeb Ivey í deildarleik þann 19. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið