© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
17.8.2001 | Björn Leósson
Eitt sterkast lið sem Finnar hafa teflt fram
Finnska liðið sem mætir því íslenska að þessu sinni er án efa eitt sterkasta lið sem Finnar hafa sent til leiks, en 6 af þessum leikmönnum léku ekki með Finnum í viðureignum sínum við Svisslendinga og Íra í júní sl. Þeir eru búnir að tapa báðum leikjum sínum í riðlinum líkt og við svo það má búast við þeim sterkum enda var þeim spáð öruggum sigri í riðlinum.

Leikmannalistinn er sem hér segir:

4 Antti Nikkilä 209 1978 Valparaiso, USA
5 Jussi Kumpulainen 204 1976 free agent
6 Martti Kuisma 205 1970 free agent
7 Mikko Noopila 200 1977 Braunschweig, Þýsk
8 Pasi Riihelä  199 1975 free agent
9 Markku Larkio 201 1972 Braunschweig, Þýsk
10 Roope Mäkelä 188 1974 Tapiolan Honka, FIN
11 Maurizio Pratesi 190 1975 Bonn, Þýskalandi
12 Juha Luhtanen (capt.) 193  1969    Lahti, Finnlandi
13 Hanno Möttölä 209 1976 Atlanta Hawks, USA
14 Teemu Laine  185 1977 free agent
15 Teemu Rannikko 189 1980 Reggio Emilia, ITA
 
Finnarnir eru búnir að undirbúa sig mjög vel fyrir þá 4 leiki sem þeir eiga nú í ágúst og hafa leikið marga æfingaleiki, m.a gegn Þjóðverjum og nú síðast gegn Svíum í Svíþjóð sem þeir unnu 86 - 85.
 
Þekktustu leikmenn þeirra eru án efa Hanno Möttöla ( lék ekki með í fyrri umferðinni ) sem lék með hinum geysisterka háskóla Utah en er nú á mála hjá Atlanta Hawks í NBA-deildinni. Möttöla er mjög fjölhæfur leikmaður miðað við hæð og á eftir að reynast okkar leikmönnum erfiður. 

Martti Kuisma ( lék ekki með í umferðinni) lék með Florida-háskólanum sem fór alla leið í Final Four í hásólaboltanum 1994. Síðan þá hefur hann m.a. leikið í efstu deildum í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og fleiri löndum. 

Teemu Rannikko hefur verið talið eitt mesta efni í Evrópu og fyrir sl. ár þá keyptu Benetton Treviso( Ítalía ) kappann og gerðu við hann nokkurra ára samning en lánuðu / leigðu hann svo til Reggio Emilia í Ítölsku  A - 2 deildinni. 

Antti Nikila ( lék ekki með í fyrri umferðinni )  leikur með Valparaiso í bandarísku háskóladeildinni og eru miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni. Hann er engin smásmíði en hann er 209cm og vegur um 130 kíló svo stóru strákarnir okkar fá verðugt verkefni. Þessi strákur er búinn að vera leika hvað best í æfingaleikjunum nú síðustu vikurnar. 

Markku Larkio, lék ekki með í fyrri umferðinni, Pratesi, lék ekki með í fyrri umferðinni.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið KR í 8. flokki sem varð Íslandsmeistari vorið 2008 undir stjórn Sigurðar Hjörleifssonar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið