© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
20.12.2005 | Ólafur Rafnsson
Formannspistill - Körfuboltajól
Jæja, þá er komið að þeim árstíma sem gjarnan hefur verið nefndur jólafrí. Það er þó ekki með öllu réttnefni þegar kemur að starfsemi körfuknattleikshreyfingarinnar á Íslandi, því þótt hlé hafi jafnan verið gert á mótahaldi yfir hátíðarnar þá hefur stór hluti leikmanna og liða gjarnan nýtt þennan tíma vel til æfinga, endurnýjunar og endurskipulagningar. Raunar er bæði hollt og ánægjulegt að taka aðeins á og svitna eftir kræsingarnar sem hefðbundið fylgja jólahaldi. Um það held ég að allir geti verið sammála.

Jólatíminn hefur ennfremur í mörgum tilvikum verið nýttur til mótahalds aðildarfélaga, ýmist innan félags eða með mótahaldi fleiri félaga - einkum yngri flokka. Hafa þar skapast hefðir sem vert er að efla ef eitthvað er. Áður fyrr var þetta einnig vettvangur og tími vináttulandsleikja, en með breyttu mótadagatali hins alþjóðlega körfuknattleiks er slíkt illmögulegt, a.m.k. á þann hátt að unnt sé að stilla upp sterkustu liðum þjóða.

Lengi hafa raddir verið um að æskilegt sé að leika í mótahaldi efstu deilda meistaraflokks á milli jóla og nýárs. Ýmis rök hafa verið færð fyrir slíku skipulagi svo sem að “markaðslega” sé hér um lausan tíma að ræða hjá almenningi, sem enn liggi á meltunni eftir jólasteikur og þyrsti í einhverja viðburði sem tilefni til að líta upp úr makindalegum bókalestri. Einnig hafa heyrst rök um hagkvæmni þess að erlendir leikmenn dveljist hér á Íslandi yfir hátíðarnar. Vissulega hafa einnig heyrst rök gegn þessu fyrirkomulagi.

Ekki skal lagður dómur á það hér hvort þetta sé komið til að vera - eða hvort rök með eða móti séu sterkari. Besta leiðin til að komast að slíku er að gera tilraun með því að halda slíka umferð - og í því ljósi var ákveðið að leikin verði umferð í Iceland Express deildinni á milli jóla og nýárs. Ég bið menn undir öllum kringumstæðum að sýna þeirri tilraun skilning og umburðarlyndi. Lýðræði okkar hreyfingar mun svo vonandi á heilbrigðan hátt endurmeta þá ákvörðun fyrir næsta ár.

Annars vonast ég - á minn hlutdræga hátt - til þess að jólasveinar og foreldrar verði duglegir að gefa börnunum sem mest af körfuboltatengdum útbúnaði í jólagjöf. Mín reynsla er sú að einföld gjöf á borð við ódýran körfubolta fyrir yngstu iðkendurna er í raunveruleikanum vinsælli en nokkur tölvuleikur, fjarstýrður bíll eða rafknúin dúkka. Ekki má gleyma því að slíkar gjafir eru endingarbetri, þurfa ekki rafhlöður og skapa yfirleitt mun fleiri ánægjustundir fyrir barnið en dýru leikföngin sem fara upp í hillu eftir fyrsta daginn.

Það dýrmætasta við gjöfina er engu að síður sú staðreynd að hún kann að vera aðgangsmiði barnsins að einhverri mikilvægustu forvarnarhreyfingu á Íslandi, og uppspretta félagsskapar innan íþróttaliða sem skapar ævilanga vináttu. Það er meira en nokkur tölvuleikur býður upp á.

Ég óska öllum lesendum gleðilegra jóla og farsæls nýs körfuboltaárs, og þakka þeim þolinmæðina sem fylgst hafa með kroti formannsins á árinu sem er að líða.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð U-20 ára landsliðs karla til Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.  Leikur gegn Rockford College.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið