S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.11.2005 | Björn M. Björgvinsson
Nefndakynning - Unglinganefnd KKÍ
Unglinganefnd sér um málefni allra unglingalandsliða á vegum KKÍ en það eru unglingalandslið skipuð leikmönnum sem eru yngri en 16 ára (U-16), yngri en 18 ára (U-18) og ungmennalandslið 20 ára og yngri (U-20). Þessi aldursskipting nær bæði yfir karla- og kvennalið. Aðal verkefni þessa aldurshóps er Evrópukeppni yngri landsliða. Norðurlandamót er haldið fyrir U-16 og U-18 liðin og sem stendur fara mótin fram í Stokkhólmi. Þessi mót eru haldin á hverju ári. Nefndin gerir tillögu til stjórnar KKÍ um hvaða lið séu send til keppni. Nefnarmenn gera tillögu til stjórnar KKÍ um ráðningu á þjálfurum til að sinna þessum verkefnum. Það er vilji unglinganefndarinnar og stjórnar KKÍ að þjálfari sé ráðinn a.m.k. tveimur árum fyrir fyrstu keppni sem viðkomandi hópur er að fara í. Í fyrsta úrtökuhópi séu tilnefndir leikmenn frá sem flestum félögum af sem flestum þjálfurum landsins. Þjálfarar bera endanlega ábyrgð á vali sinna unglingalandsliða. Það er vilji unglinganefndar að þegar ákveðið hefur verið af stjórn KKÍ hvaða lið eru send til keppni þá sé jafnframt hugað að fararstjóramálum um leið. Fararstjóri vinnur náið með þjálfara. Mikilvægt er að unglinganefnd hafi gott samstarf við foreldra eða forráðamenn og upplýsi þá vel um stöðu mála. Í nefndinni sitja þrír aðilar tilnefndir af stjórn KKÍ þau Björn M. Björgvinsson, Erlingur Hannesson og Þóra Melsted. Með nefndinni starfa þeir þjálfarar sem eru með verkefni í gangi á hverjum tíma. |