S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.11.2005 | Björn Leósson
Nefndakynning - Landsliðsnefnd karla
Eins og nafnið ber með sér sér landsliðsnefnd KKÍ um þau mál sem snúa að landsliðinu, þ.e.a.s. A-landsliði karla. Landsliðsnefndina skipa 4-6 menn eftir aðstæðum og eru þeir skipaðir af stjórn KKÍ. Landsliðsnefnd ræður landsliðsþjálfara í samráði við stjórnina. Formaður landsliðsnefndar er Hrannar Hólm og með honum í nefndinni sitja Gísli Georgsson, Jón Halldórsson og Gunnar Jóhannsson. Þjálfari landsliðsins er Sigurður Ingimundarson. Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari bera ábyrgð á vali landsliðsins, semja við önnur lönd um landsleiki, svo og þátttöku í mótum í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra KKÍ. Stjórn KKÍ skal tryggir landsliðsnefnd ákveðna upphæð til starfseminnar ár hvert. Stjórnin setur nefndinni einnig erindisbréf, þar sem ákveðið er fyrirkomulag þeirra mála sem ekki eru ákveðin í lögum og reglugerðum KKÍ. Hér að framan hefur verið farið yfir þau atriði sem tiltekin eru í reglugerð fyrir landsliðsnefnd. Starf nefndarinnar er mjög mikið þegar verkefni landsliðsins eru í gangi, sem er á sumrin og haustin eins og staðan er í dag. Bæði í kringum heimsóknir erlendra landsliða hingað til lands og eins ferðalög landsliðsins á erlenda grund. Þess má geta að nefndin hélt ófá fundina sl. sumar, en þá var mikið um að vera hjá landsliðinu, bæði hér á landi og erlendis. Talsverð vinna fylgir því að sitja í landsliðsnefnd, en starfsmenn KKÍ koma þar einnig að og aðstoða nefndina eftir því sem kostur er. Nefndarmenn í landsliðsnefnd taka að sér fararstjórn í ferðum landsliðsins erlendis eigi þeir þess kost. |