© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
14.11.2005 | Halldór Halldórsson
Dómstóll KKÍ - Mál 10/2005

Ár 2005, mánudaginn 14. nóvember er dómþing dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands háð af Halldór Halldórssyni formanni dómsins.

Fyrir er tekið:
Mál nr. 10/2005
Körfuknattleiksdeild Hauka
gegn
Ungmennafélaginu Skallagrími

Í málinu er kveðinn upp svofelldur

DÓMUR
I
Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 1. nóvember sl. og gögn málsins send formanni dómsins með tölvupósti sama dag. Kærandi er körfuknattleiksdeild Hauka, Hafnarfirði. Kærði er Ungmennafélagið Skallagrímur, Borgarnesi.
Dómsformaður ákvað að málið skyldi sæta flýtimeðferð skv. 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Dómkröfur
Kærandi krefst þess að sér verði dæmdur sigur í leik aðila í Iceland Express deild karla sem fram fór 30. október sl.
Kærði gerir ekki kröfur í málinu.
Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu. Nr. 1 kæra.
II
Kæra Kkd. Hauka er svohljóðandi:
,,KKD Hauka kærir úrslit í leik Hauka og Skallagríms þann 30. október 2005 á þeirri forsendu að leikmaður Skallagríms, Dimitar Karadzovski hafi verið ólöglegur.

Þann 13.10.2005 var umræddur leikmaður í liði Skallagríms í leik við Njarðvík. Aftur þann 16 október, þá var leikmaðurinn í liði Skallagríms á móti Keflavík. Í báðum þessum leikjum leikmaðurinn ekki komin með leikheimild, enda hafa úrslit þeirra leikja verið kærð skv. upplýsingum undirritaðs.

Þegar leikmaðurinn síðan tekur þátt í leik á móti Haukum sem nú er kærður, þá liggur fyrir að hann leikið á s.l. 30 dögum, sem er tilskilinn biðtími félagaskipta.

Einu hlítur að gilda með hvaða liði leikmaðurinn leikur. Hann hefur ekki uppfyllt ákvæði félagaskipta þann 30. október, í títtnefndum leik Hauka og Skallagríms. Leikmaðurinn hlítur því að teljast ólöglegur með vísan til reglna um 30 daga biðtíma félagaskipta leikmanns með evrópsk ríkisfang.

Kkd. Hauka krefst þess að úrslit leiksins verði ógild, og Haukar fá dæmdana sigur, 20-0

Vísað er til mótakerfis KKÍ, þar sem leikmaðurinn er skráður á skýrlu í þeim leikjum sem vitnað er til hér að ofan. Allir leikirnir eru í IcelandExpress deildinni.”

III
Dómari málsins hlutaðist til um að framkvæmdastjóri KKÍ gæfi kærða frest til að til að tjá sig um málið en það hefur hann ekki gert.
Eins og áður er getið hefur kærði ekki látið málið til sín taka og verður það dæmt eftir kröfum kæranda að því marki sem þær eru í samræmi við lög og reglur enda var þess getið í tölvupósti til kærða að svo yrði farið með málið. Þegar fyrir lá að kærði gerði ekki kröfur í máli þessu ákvað dómsformaður dómstóls KKÍ að dæma málið sjálfur í samræmi við niðurlagsákvæði 8. gr. laga um dómstól KKÍ.

IV
Niðurstaða
Í 6. gr. laga um dómstóla KKÍ er skýrlega getið hvað skuli koma fram í kæru til dómstólsins. Greinin er svohljóðandi: ;;Form og efni kæru.
Kæra skal vera skrifleg og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
1. Nafn, kennitala, heimilisfang og símanúmer/faxnúmer/tölvupóstfang kæranda.
2. Nafn kærða, kennitala, heimilisfang og símanúmer/faxnúmer/póstfang kærða.
3. Nafn fyrirsvarsmanns kæranda, heimilisfang hans og símanúmer/faxnúmer /tölvupóstfang.
4. Greinargóð lýsing á því hvaða kröfur eru gerðar í málinu.
5. Lýsing helstu málavaxta.
6. Tilvísun til þeirra lagareglna sem við eiga.
7. Lýsing á helstu röksemdum aðila málsins.
8. Lýsing á þeim gögnum sem kærandi byggir mál sitt á, ásamt ljósriti af þeim gögnum.
9. Upptalning á þeim vitnum sem kærandi mun kalla til skýrslutöku.
Kæra, ásamt fylgigögnum, skal send dóminum í tveimur eintökum. Heimilt er að senda kæru með faxi en þó skal frumrit ævinlega sent.

Kæra sú sem frammi liggur í málinu uppfyllir ekki þau skilyrði sem fram koma í nefndri 6. gr. og rakin var hér að framan. Hvað form varðar þá vantar nokkuð uppá að kæran sé réttilega úr garði gerð. Þó svo horft væri framhjá formsatriðum varðandi kæruna þá vantar alveg tilvísun til þeirra lagareglna sem kærandi byggir kröfur sínar á auk annarra annmarka sem á kærunni eru. Þá hefur kærandi ekki lagt fram önnur gögn en kæruna þrátt fyrir skýr ákvæði 8. tl. nefndrar 6. gr. en nauðsynlegt hefði verið fyrir hann að leggja a.m.k. fram afrit leikskýrslu. Að öllu þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi. Samkvæmt ákvæðum 5. gr. nefndra laga um Dómstóla KKÍ hefur kærandi þriggja daga frest til að skjóta málinu aftur fyrir dómstólinn. Frestur skal byrja að líða þegar frávísun berst kæranda og almennir frídagar skulu ekki telja með.
Halldór Halldórsson formaður dómstóls KKÍ kveður upp dóm þennan.

DÓMSORÐ.
Máli þessu er vísað frá dómi.


Halldór Halldórsson.



Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti og skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstóla KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá fundi Nar Zanolin framkvæmdastjóra FIBA Europe með fulltrúm Norðurlandanna í Reykjavík í júní 2005.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið