© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
23.4.2001 | Óskar Ó. Jónsson
44 stig frá Jóni Arnóri hjá KR í úrslitaleik unglingaflokks
Körfuknattleiksmaðurinn ungi og efnilegi Jón Arnór Stefánsson, sem á föstudagskvöld var valinn besti nýliði Epsondeildarinnar, skoraði 44 stig í 78-70 sigri KR á Breiðabliki í úrslitleik Íslandsmóts unglingaflokks í dag. Jón Arnór skoraði 23 af stigum sínum í seinni hálfleik en KR-liðið gerði samtals 32 stig í seinni hálfleiknum. KR vann þarna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í yngri flokkum í vetur og getur Jón Arnór bætt einum við þar sem hann er kominn með KR-liðinu í úrslit drengjaflokks. Jón Arnór hitti úr 11 af 17 skotum sínum utan af velli í leiknum og setti niður 18 af 21 vítum en 15 sinnum var brotið á honum í leiknum. Jón Arnór skoraði úr 10 af 13 síðustu skotum sínum í leiknum og nýtti öll 4 þriggja stiga skot sín. Auk 44 stiga, tók Jón Arnór 7 fráköst, stal 5 boltum, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Það er ekki úr vegi að skoða nánar tölfræði Jóns Arnórs í leiknum í Austurbergi.
Jón Arnór Stefánsson KR gegn Breiðabliki í Austurbergi 22/4/2001
1. leikhluti: 12 af 26 stigum KR (46%), Breiðablik gerði 18. Hitti úr 3 af 6 skotum (50%) 1/1 í 3ja og 5 af 6 vítum (83%). 1 frákast, 1 bolta náð og 1 stoðsending.
2. leikhluti: 11 af 18 stigum KR (61%), Breiðablik gerði 20. Hitti úr 2 af 3 skotum (67%) og 5 af 6 vítum (83%). 1 frákast, 2 boltum náð og 2 varin skot.
3. leikhluti: 8 af 14 stigum KR (57%), Breiðablik gerði 17. Hitti úr 2 af 4 skotum (50%) og 4 af 4 vítum (100%). 2 fráköst, 2 boltum náð og 2 stoðsendingar.
4. leikhluti: 15 af 20 stigum KR (75%), Breiðablik gerði 15. Hitti úr 4 af 4 skotum (100%) 3/3 í 3ja og 4 af 5 vítum (80%). 3 fráköst, 1 stoðsending og 1 varið skot.

Samtals: 44 af 78 stigum KR (56%), Breiðablik gerði 70. Hitti úr 11 af 17 skotum (65%) 4/4 í 3ja og 18 af 21 víti (86%). 7 fráköst, 5 boltum náð, 4 stoðsendingar og 3 varin skot.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Óskar Hallgrímsson, fyrirliði Fjölnis í drengjaflokki, lyftir hér sigurlaunum síns liðs þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í drengjaflokki í apríl 2009. Fjölnir vann KR 88-48 í úrslitum en Óskar skoraði 11 stig fyrir sína menn og var hann einn fimm leikmanna í Fjölni sem skoraði 10 stig eða meira.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið