© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
27.10.2005 | Rúnar Birgir Gíslason
Þorsteinn Hallgrímsson fyrstur til að leika með erlendu félagsliði
Þorsteinn Hallgrímsson var fyrstur Íslendinga til að leika með erlendu félagsliði en á sjöunda áratug 20. aldarinnar lék hann með danska félaginu SISU við góðan orðstír.

Ekki fór þó mikið fyrir því að íslenskir leikmenn léku með erlendum félagsliðum fyrr en eftir Bosmann dóminn.

KKÍ hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem leiki hafa með erlendum félagsliðium.

Í bókinni Leikni framar líkamsburðum er eftirfarandi grein um afrek Þorsteins.

"Þorsteinn Hallgrímsson varð danskur meistari með SISU strax fyrsta veturinn sem hann lék með liðinu. Politiken segir frá því með stórri 2ja dálka fyrirsögn að Íslendingurinn hafi tryggt SISU meistaratitilinn, segir í Morgunblaðinu. Þar segir jafnframt: Úrslitaleikurinn var milli SISU og ABC og vann SISU örugglega 69:41. Sigurin er rakinn til Þorsteins, sem hafi átt mjög góðan leik, dregið máttinn úr liði andstæðinganna og tryggt forskotið, sem nægði til sigurs.

SISU tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða veturinn 1966-67 og þar vakti Þorsteinn einnig mikla athygli. Sem dæmi má nefna að í þýska tímartinu Basketball, sem þýska körfuknattleikssambandið gaf út tvisvar í mánuði, er m.a. fjallað um leiki danska liðsins og USC Heidelberg í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir sigruðu naumlega í fyrri leiknum í Kaupmannahöfn, 61:60, en í Heidelberg fór 72:49. Blaðið segir síðan að langbesti leikmaður Dananna hafi verið landsliðmaðurinn Hallgrímsson sem gerði 29 af stigum liðsins. Ekki er þess getið hvers lenskur Íslendingurinn er! Á forsíðu blaðsins er stór mynd þar sem Þorsteinn er í baráttu við tvo Þjóðverja í frákasti undir körfunni, eins og sjá má.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Feðgarnir Jón Otti og Jón Otti fá hér þakkir frá Valsmönnum vegna Valsdagsins 1976.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið