© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
25.10.2005 | Björn Leósson
Nefndakynning - Mótanefnd

Ríkharður Hrafnkelsson
Hannes S. Jónsson
Jón Halldórsson



Mótanefnd er skipuð þremur mönnum. Formaður nefndarinnar er Ríkharður Hrafnkelsson, en aðrir í nefndinni eru Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson. Mótastjóri KKÍ er Björn Leósson og annast hann dagleg störf nefndarinnar svo sem að gera tillögur að niðurröðun leikja, annast samskipti við félögin og er milliliður milli félaganna og nefndarinnar hvað varðar beiðnir um breytingar á leikjum.

Mótanefnd KKÍ er ein mikilvægasta nefnd sambandsins. Nefndin ber ábyrgð á öllu mótahaldi eins og nafnið ber með sér, en á þriðja þúsund leikir eru haldnir á hverju keppnistímabili í mótum á vegum KKÍ.

Eitt aðalhlutverk nefndarinnar er að auglýsa eftir þátttökutilkynningum, gera tillögur að niðurröðun leikja í samráði við félögin og í framhaldi af því að gefa út endanlega niðurröðun leikja. Samkvæmt reglugerð fyrir mótanefnd á endanleg niðurröðun að vera tilbúin eigi síðar en 20. september ár hver.

Í sumum keppnisflokkum er það á valdi mótanefndar hvernig keppnisfyrirkomulagi skal háttað. Einkum er það í þeim tilvikum þegar fjöldi liða í viðkomandi flokk er breytilegur og lítt fyrirséður.

Eftir að endanleg niðurröðun leikja hefur verið gefin út er það í valdsviði mótanefndar að samþykkja eða hafna beiðnum um breytingar á leikjum. Sækja þarf um slíkar breytingar á leikdögum eða leiktíma með a.m.k. einnar viku fyrirvara. Til að breyting á leikdögum verði samþykkt þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir henni. Meginreglan er að hafna frestunarbeiðnum eftir að endanleg niðurröðun hefur verið gefin út. Ástæðan er m.a. sú að oftar en ekki verður miskilningur á milli manna. Dómarar mæta ekki í leikinn á nýrri dagsetningu. fjölmiðlar ruglast á dagsetningum. Leikmenn andstæðinga geta ekki mætt á nýjum leikdegi. Áhorfendur fá ekki upplýsingar um breytingu, íþróttahúsin osfrv. Eins og sjá má er það mikið mál að færa til leiki og miklar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis. Enn fremur gefa slíkar frestanir ákveðið fordæmi og ef margar hreyfingar eru á leikjum eyðileggst mótahaldið meira og minna. Í svo stóru mótahaldi sem mótahald KKÍ er þá er festa í mótahaldinu mjög nauðsynleg og leikaðilar sem og áhorfendur eiga að geta treyst því að leikir fari fram á þeim tíma sem þeir hafa verið auglýstir. Ef gera þarf breytingar á leikjum er mikilvægt að það sé ávalt gert með nægum fyrirvara.

Einnig er það í verkahring mótanefndar að skoða leikvelli sem nota á í mótum á vegum KKÍ. Nefndin samþykkir velli, en getur einnig bannað notkun þeirra þangað til nauðsynlegar úrbætur hafa verið gerðar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn U16 liðs karla liggja eins og hráviði út um allt gólf fyrir æfingaleik gegn U18 liði karla vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið