© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
24.10.2005 | Halldór Halldórsson
Dómstóll KKÍ - Mál 5/2005
Ár 2005, föstudaginn 21. október er dómþing dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands háð af Halldór Halldórssyni formanni dómsins.

Fyrir er tekið:
Mál nr. 1/2005
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
gegn
Körfuknattleiksdeild KR

Í málinu er kveðinn upp svofelldur

DÓMUR
I
Mál þetta er móttekið af skrifstofu KKÍ 5. október og gögn málsins send formanni dómsins með símbréfi sama dag. Kærandi er körfuknattleiksdeild Skallagríms, Kveldúlfsgötu 4, Borgarnesi. Kærði er körfuknattleiksdeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, Reykjavík.
Dómsformaður ákvað að málið skyldi sæta meðferð skv. 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Dómkröfur
Kærandi krefst þess að sér verði dæmdur sigur í leik aðila í 8. flokki stúlkna 1. deild B sem fram fór 1. október sl.
Kærði gerir ekki kröfur í málinu.
Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu. Nr. 1 kæra. Nr. 2 leikskýrsla leiks aðila málsins sem fram fór 22. febrúar sl. Nr. 3 andsvar kærða. (tölvupóstur.)
II
Dómari málsins hlutaðist til um að framkvæmdastjóri KKÍ gæfi kærða frest til að til að tjá sig um málið og það gerði hann með dómskjali nr. 3.
Sem rökstuðning fyrir kröfum sínum vísar kærandi til þess að kærði hafi verið með ólöglega skipað lið í umræddum leik. Með liði kærða hafi leikið þrjár stúlkur 14 ára að aldri en þar með hafi þær verið einu ári of gamlar til að leika í 8. flokki en samkvæmt a-lið 29 gr. og 43. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót megi þær ekki vera eldri en 13 ára.
Kærði skilaði athugasemdum sínum á tölvupósti. Af þeim verður ekki ráðið að gerðar séu sérstakar kröfur af hans hálfu í málinu. Í greinargerðinni er hins vegar leitast við að skýra út hvernig það kom til að stúlkurnar léku með liði kærða í umræddum leik. Þar kemur fram að ekki hafi tekist að manna flokkinn vegna veikinda og meiðsla og því hafi verið ákveðið á láta stúlkur úr 9. flokki keppa og um það hafi kæranda verið kunnugt og hann samþykkt það.
III
Niðurstaða
Þegar fyrir lá að kærði gerði ekki kröfur í máli þessu ákvað dómsformaður dómstóls KKÍ að dæma málið sjálfur í samræmi við niðurlagsákvæð 8. gr. laga um dómstól KKÍ.
Ekki er um það deilt að kærði notaði í umræddum leik leikmenn sem voru ári of gamlir til að leika með 8. flokki. Þegar af þessari ástæðu verður að taka kröfu kæranda til greina. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. reglugerðar um körfuknattleiksmót telst lið sem ólöglega er skipað hafa tapað leik í samræmi við reglur FÍBA hverju sinni. Reglur FÍBA sem hér er vísað til, grein 30 liður 2.1, kveða á um að lið sem tapar leik af einhverjum ástæðum tapi honum með stigatölunni 20-0. Telst KR því hafa tapað nefndum leik með stigatölunni 20-0.
Kærði hefur lýst því hvernig það kom til að leikmennirnir léku og svo virðist sem kæranda hafi verið tilkynnt um þetta líkt og þjálfurum annarra liða er tóku þátt í þessu fjölliðamóti. Þó svo eðlilegt sé að gera þá kröfu til forsvarsmanna félaga að þeir brjóti ekki viljandi reglur sambandsins þá verður ekki annað séð en að hér hafi ekki verið reynt að leyna brotinu og m.a. af þeim sökum verður kærði ekki dæmdur til greiðslu sektar til KKÍ.
Halldór Halldórsson formaður dómstóls KKÍ kveður upp dóm þennan.

DÓMSORÐ.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa tapað leik gegn Skallagrími í 8. flokki stúlkna sem fram fór 1. október 2005 með stigatölunni 0-20.


Halldór Halldórsson.

Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti og skrifstofu sambandsins falið að birta dóminn fyrir aðilum. Dóminn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstóla KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrrum samherjarnir í Stjörnunni Nemanja Sovic og Kjartan Kjartansson. Nemanja samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2008-2009 en varð að yfirgefa herbúðir þeirra í upphafi tímabilsins líkt og margir aðrir. Sovic fór aftur til Breiðabliks sem hann hafði leikið með árið áður í 1. deild, en Breiðablik fór upp um deild. Sovic og félagar í Breiðablik unnu báða leiki sína í Iceland Express-deildinni gegn erkifjendunum í Stjörnunni þetta árið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið