© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
20.10.2005 | Björn Leósson
Áfangi í kvennakörfuknattleik
Í kvöld verður brotið blað í íslenskum kvennakörfuknattleik þegar fyrsti leikur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni félagsliða fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Þegar lið bikarmeistaranna skráði sig til keppni fyrr á þessu ári lá vissulega ekki fyrir að mótherjarnir yrðu frá þremur af sterkustu körfuknattleiksþjóðum álfunnar, þ.e. frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu - en landslið tveggja fyrsttöldu þjóðanna urðu í þriðja og fimmta sæti á nýafstaðinni úrslitakeppni í Tyrklandi, og Ítalía er gestgjafi næstu keppni árið 2007.

Það er því sannarlega á brattann að sækja fyrir hið unga - en bráðefnilega - lið Haukastúlkna. Hinsvegar tel ég að enginn vafi leiki á því að áhorfendur að Ásvöllum í kvöld verða ekki sviknir um baráttu leikmannanna. Það verður án nokkurs vafa spennandi fyrir alla áhugamenn um körfuknattleik að fylgjast með þessum fyrsta Evrópuleik félagsliða í kvennakörfuknattleik hér á landi.

En liðið er meira en leikmennirnir á vellinum. Aðstandendur liðsins hafa lagt mikið á sig við kynningu leiksins, og hafa verið duglegir að bjóða til leiksins t.a.m. öllum stúlkum sem æfa körfuknattleik á Íslandi. Það er höfðinglegt boð, sem ég trúi að margir muni þiggja.

Það væri auðvitað ekki amalegt að slá í leiðinni aðsóknarmet á viðburð í kvennakörfuknattleik hér á landi...

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Strákarnir í U-16 náðu þriðja sætinu á Norðurlandamótinu í Solna í maí 2009. Þeir lögðu Finna að velli 58-64 í leiknum um þriðja sætið. Strákarnir stilltu sér upp fyrir hópmynd strax að loknum sigrinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið