© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
19.10.2005 | Óskar Ófeigur Jónsson
Grindavík hefur byrjað best síðustu ár
Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Iceland-Express deild karla í körfubolta líkt og lið Njarðvíkur, Keflavíkur og Hamars/Selfoss en Grindavík hefur einmitt byrjað liða best í úrvalsdeild karla undanfarin ár. Þetta er fjórða árið í röð sem Grindvíkingar vinna tvo fyrstu leiki sína og þeir eru líka það lið sem hefur náð besta sigurhlutfalli út úr fyrstu tveimur umferðunum í þau tíu ár sem núverandi fyrirkomulag hefur verið. Grindavíkurliðið hefur unnið 16 af 20 leikjum sínum í 1. og 2. umferð og verið átta sinnum með fullt hús eftir tvær umferðir. Keflavík hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú ár en í ekkert skiptið hefur liðið verið með fullt hús eftir tvo fyrstu leiki deildarkeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan haustið 2000 sem að Keflvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína.

Besti árangur í fyrstu tveimur umferðunum úrvalsdeildar 1996-2005:
Grindavík 16 4 80,0%
Njarðvík 14 6 70,0%
Keflavík 14 6 70,0%
Haukar 13 7 65,0%
Tindastóll 11 7 61,1%
KR 12 8 60,0%
Þór Ak. 7 7 50,0%
Hamar (Hamar/Selfoss) 6 8 42,9%
ÍR 6 10 37,5%
Skallagrímur 5 13 27,8%
Snæfell 3 9 25,0%
KFÍ 3 11 21,4%
ÍA 4 4 50,0%
Þór Þ. 2 0 100,0%
Fjölnir 3 1 75,0%
Breiðablik 1 7 12,5%
Valur (Valur/Fjölnir) 0 8 0,0%
Stjarnan 0 2 0,0%
Höttur 0 2 0,0%

Lið sem hafa oftast verið með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina:
Grindavík 8
Njarðvík 4
Keflavík 4
Haukar 4
KR 3
Tindastóll 3
Þór Akureyri 2
Hamar (Hamar/Selfoss) 2
Fjölnir 1
Skallagrímur 1
Þór Þorlákshöfn 1
ÍA 1
Aldrei: ÍR, Snæfell, Breiðablik, KFÍ, Valur (Valur/Fjölnir), Stjarnan og Höttur
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið