© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
20.10.2005 | Rúnar Birgir Gíslason
Fyrstu Evrópleikir íslenskra félagsliða
Í tilefni þess að í dag leikur íslenskt kvennalið fyrsta leik sinn í Evrópukeppni þá er við hæfi að rifja upp fyrstu leiki íslenskra liða á þeim vettvangi.

Íslenskt lið tók fyrst þátt í Evrópukeppni haustið 1964 og voru það ÍR-ingar sem riðu á vaðið. Í fyrstu umferð drógust þeir gegn Collegians frá Belfast á Norður-Írlandi, slógu þá út og komust því í aðra umferð. Þar mætti ÍR frönsku meisturunum í Asvel frá Lyon og tapaði en þess má geta að Asvel datt út í næstu umferð gegn Real Madrid sem varð Evrópumeistari þetta keppnistímabil.

Fyrsti Evrópuleikur Íslendinga, viðureign ÍR og Collegians, fór fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli 5. desember 1964.
Fyrir fram hafði verið reiknað með að norðurírska liðið væri líklega ívið sterkara en ÍR en annað kom á daginn og Íslandsmeistararnir hreinlega rúlluð yfir gesti sína, 71:17 eftir að staðan í hálfleik var 31:5. Birgir Jakobsson gerði 16 stig fyrir ÍR og vakti mikla athygli fyrir skotfimi sína, eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Hólmsteinn Sigurðsson gerði einnig 16 stig og Guðmundur Þorsteinsson 12.

Dómarar leiksins voru Skotinn R.G. Hyslop og Guðjón Magnússon en Guðjón hljóð í skarðið á síðustu stundu fyrir Danann Dan Christiansen sem kom ekki til landsins fyrr en hálftíma eftir að leiknum lauk vegna seinkunnar á flugvél Loftleiða.
ÍR-ingar sigruðu einnig í seinni leiknum, í Belfast, 63:47, 19. desember og sigruðu því samanlagt 134:64.

Í einkaskeyti AP-fréttastofunnar til Morgunblaðsins segir m.a.: "Birgir Jakobsson, 16 ára "stjarna" Íþróttafélags Reykjavíkur, átti mestan þátt í sigri ÍR." Hann gerði 26 stig, Hólmsteinn 12 og Þorsteinn Hallgrímsson 8.

ÍR-ingar höfðu ekki roð við Asvel

ÍR-ingar töpuðu báðum leikjnum gegn franska liðinu Asvel í 2. umferð Evr´poukeppni meistaraliða. Fyrir fram var svo sem ekki von á góðu, bæði vitað mál að Frakkarnir væru sterkari og máttarstólpa vantaði í lið Íslandsmeistaranna í bæði skiptin. Þrír leikmanna ÍR voru á sama tíma í ferð með landsliðinu í Bandaríkjunum, þeir Þorsteinn Hallgrímsson, Jón Jónasson og Einar Ólafsson, sem jafnframt var þjálfari ÍR. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá leikjunum seinkað þar til landsliðið kæmi heim. Fyrri leikurinn við franska liðið fór fram á Keflavíkurflugvelli 10. janúar og sá síðari ytra 17. janúar en landsliðið var í Vesturheimi frá 27. desember til 18. janúar.

Frakkarnir unnu fyrri leikinn 74:42 þar sem Agnar Friðriksson og Birgir Jakobsson voru bestir Íslendinganna.

ÍR-ingar steinlágu svo í síðari leiknum, Frakkarnir gerðu 84 stig gegn 19. Enn voru höggvin skörð í leikmannahóp ÍR, því auk Þorsteins og Jóns, sem voru enn í Bandaríkjunum, komst hvorki Agnar Friðriksson né Anton Bjarnason með til Frakklands, né heldur Guðmundur Þorsteinsson.

Stig ÍR í þesum leik gerðu Viðar Ólafsson 7, Hólmsteinn Sigurðsson 6, Helgi Jóhannsson 4, Birgir Jakobsson 2.

Úrslit allra Evrópuleikja íslenskra liða er að finna hér.

Grein þessi er að stærstu leiti byggð á frásögn í bókinni Leikni frama líkamsburðum sem Skapti Hallgrímsson skrifaði, auk þess er stuðst við Morgunblaðið 8. desember 1964.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn Breiðabliks fagna ægilega eftir frækinn sigur á Valsmönnum í toppbaráttu 1. deildar karla í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið