© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
18.10.2005 | Björn Leósson
Nefndir KKÍ
Í stórri hreyfingu eins og körfuknattleikshreyfingunni eru margar hendur sem koma að hverju verki. Ekki er alltaf víst að hinn almenni félagsmaður eða körfuknattleiksmaður geri sér grein fyrir hve mikil vinna getur verið á bak við hin ýmsu mál sem á borð hreyfingarinnar berast. Nefndir KKÍ eru fjölmargar og þar er unnið mikið ólaunað starf , en nefndarmenn KKÍ eru allir sjálfboðaliðar.

Til að varpa ljósi á þau störf sem unnin eru í nefndunum munu birtast hér á vefnum nefndakynningar næstu þriðjudaga. Kynningarnar verða hér í Lesningunni hægra megin á vefnum.

Alls starfa hátt í fjörtíu manns í nefndum og dómstól KKÍ. Nefndirnar fá mismikil verkefni til að vinna úr, en mikið mæðir á sumum þessara nefnda. Þær nefndir sem hvað mest mæðir á meðan á keppnistímabilinu stendur eru mótanefnd og dómaranefnd. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á þessum nefndum því niðurröðun allra leikja og að dómarar séu settir á leikina hvílir á herðum móta- og dómaranefndarmanna.

Aðrir nefndir KKÍ, svo sem landsliðsnefndirnir, hafa flest verkefni utan hins hefðbundna keppnistímabils hér innanlands. Keppnistímabil landsliðanna er frá því Íslandsmótinu lýkur í apríl og þangað til í september og er þá í mörg horn að líta hjá landsliðsnefnd karla, kvennalandsliðsnefnd og unglinganefnd.

Fagnaðarefni er ef aðrar nefndir KKÍ, eins og aganefnd og dómstóll KKÍ, hafi fá og smá verkefni. Þó eru alltaf nokkrir tugir mála eða kæra sem berast aganefnd á hverju keppnistímabili, en dómstóllinn fær 1-3 mál til meðferðar á hverju tímabili.

Hjá KKÍ er einnig til félagaskiptanefnd sem nú orðið fær ekki mörg mál til meðferðar, enda félagaskiptamál hreyfingarinnar í nokkuð föstum skorðum. Ógetið er endurskoðanda sambandsins sem fara yfir reikninga KKÍ í árslok, en þeir eru síðan lagðir fyrir körfuknattleiksþingið, sem haldið er í maí ár hvert.

Auk fastra nefnda eru stundum starfandi milliþinganefndir. Þegar þing KKÍ ákveður að einhver mál þurfi gaumgæfilegrar skoðunar við, þá er gjarnan skipuð nefnd sem starfar fram að næsta þingi og leggur þá fram fullmótaðar og vel ígrundaðar tillögur. Í dag er slík nefnd starfandi um málefni yngri flokkanna.

Launaðir starfsmenn á skrifstofu KKÍ eru tveir og starfa þeir með nefndunum, annar eða báðir eftir atvikum. Þó er þar um nokkra verkaskiptingu að ræða. Vonandi munu kynningar á nefndunum upplýsa og fræða lesendur kki.is um hlutverk og verksvið þeirra. Eins og fyrr segir mun fyrsta kynningin birtast þriðjudaginn 25. október.


Björn Leósson
Ritstjóri kki.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið ÍBA og ÍR sem áttust við í æfingaleik árið 1954. Aftari röð frá vinstri: Hermann Sigtryggsson, Hörður Tuliníus, Gunnar Petersen, Garðar Ingjaldsson, Ingi Þór Stefánsson og Einar Helgason liðsmaður ÍBA. Fremri röð frá vinstri: Einar Gunnlaugsson, Páll Stefánsson, Sigurður P. Gíslason, Jón Stefánsson og Helgi Jóhansson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið