© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
28.2.2005 | Ólafur Rafnsson
Formannspistill - Foreldrafundur
Síðastliðinn laugardagsmorgun brá ég mér – sem almennur áhorfandi – á foreldrafund sem unglinganefnd KKÍ boðaði til í tilefni af ferðum yngri landsliða sambandsins á Norðurlandamót í byrjun maí.

Mikið rosalega var ég stoltur af mínu fólki þar. Ekki einungis fulltrúum KKÍ, heldur líka foreldrunum. Mæting var framar öllum vonum, og foreldrar nær allra þeirra leikmanna sem valdir hafa verið til æfinga voru mættir, og spurðu fjölbreyttra spurninga um fyrirkomulag og skipulagsatriði. Um það bil 50 manns voru mættir. Hafa ber í huga að af þeim fáu sem ekki mættu höfðu verið boðuð forföll, auk þess að hluti leikmanna býr úti á landi. Má því segja að mæting hafi stappað ansi nærri 100%.

Foreldrar okkar afreksleikmanna endurspegla á ýmsan hátt þann metnað leikmanna sem skilaði okkur t.a.m. þremur af fjórum Norðurlandameistaratitlum yngri landsliða á síðasta ári. KKÍ býr ekki til leikmenn – KKÍ skapar umgjörð og ramma fyrir afreksfólk okkar til að starfa í.

Grunnur leikmannanna liggur vitaskuld hjá foreldrum sem borið hafa ábyrgð á uppeldi og aðbúnaði leikmanna frá unga aldri. Áhugi þeirra á málefnum barna sinna er vanmetinn hluti af árangri þeirra í starfi og leik. Síðan kemur til atbeini félaganna okkar við að taka við þeim efniviði sem foreldrarnir hafa búið til, og síðast í þeirri röð kemur svo afreksstarf sérsambandsins. Það er hinsvegar ljóst að samstarf allra þessara aðila er mikilvægt – og í því skyni var umræddur fundur m.a. haldinn.

KKÍ nýtur ekki mikilla fjárstyrkja – hvorki frá opinberum aðilum eða öðrum – en á fundinum fannst mér auðlegð okkar og ríkidæmi samt blasa við. Það að hafa aðgang að þaulreyndum fyrrverandi formanni KKÍ, Birni M. Björgvinssyni, sem formanni unglinganefndar – er hreint út sagt ómetanlegt. Auk Björns situr í unglinganefnd KKÍ Þóra Melsted, sem komið hefur inn af miklum krafti í vetur. Auk þeirra voru mætt á fundinum þjálfarar allra liðanna fjögurra, og fulltrúar fararstjórnar undir forystu aðalfararstjórans, Hannesar S. Jónssonar.

Samstarf við skólayfirvöld er jafnframt afar mikilvægt, ekki síst þar sem Norðurlandamót þetta árið skarast að nokkru við próf leikmanna. Hefur KKÍ reynt af fremsta megni að vinna að lausnum á þeim málum, m.a. með því að fá lestraraðstöðu í fundarherbergi hótelsins í Stokkhólmi. Samvinna við skólayfirvöld verður vonandi eins og best verður á kosið, og ekki má gleyma sérþekkingu fyrrgreinds formanns unglinganefndar KKÍ, sem er reyndur skólastjórnandi.

Það er ástæða til að hlakka til Norðurlandamótsins 2005 þar sem litla Ísland mætir sem “stóra þjóðin” – til að verja þrjá titla af fjórum.

Mér fannst þessum laugardagsmorgni vel varið.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrrum samherjarnir í Stjörnunni Nemanja Sovic og Kjartan Kjartansson. Nemanja samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2008-2009 en varð að yfirgefa herbúðir þeirra í upphafi tímabilsins líkt og margir aðrir. Sovic fór aftur til Breiðabliks sem hann hafði leikið með árið áður í 1. deild, en Breiðablik fór upp um deild. Sovic og félagar í Breiðablik unnu báða leiki sína í Iceland Express-deildinni gegn erkifjendunum í Stjörnunni þetta árið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið