© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
4.2.2005 | Bogi Hjálmtýsson
Dómstóll KKÍ - Mál nr. 2/2005
Ár 2005, föstudaginn 4. febrúar kl. 9:00, er dómþing körfuknattleiksdómstóls KKÍ sett og háð af Boga Hjálmtýssyni, að Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði.

Fyrir er tekið:
Mál nr. 2/2005,
Jón Arnar Ingvarsson.
gegn
aganefnd KKÍ og Kristni Óskarssyni.

Í málinu er kveðinn upp svofelldur:

DÓMUR.
I.
Mál þetta var móttekið af skrifstofu KKÍ þann 1. febrúar 2005. Kærandi er Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. Kærðu, aganefnd KKÍ og Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómari.
Málinu var úthlutað undirrituðum dómara í dómstól KKÍ. kl. 16:21, þann 2. febrúar 2005.

Dómkröfur:
Kærandi gerir þá aðalkröfu að ógiltur verði úrskurður aganefndar KKÍ í máli hans þann 25. janúar 2005. Gerð er varakrafa um að aganefnd sé skylt að veita kæranda málflutning vegna kæru Kristins Óskarssonar, sem send var skrifstofu KKÍ þann 24. janúar 2005. Gerð er þrautavarakrafa um að Dómstóll KKÍ lækki úrskurð aganefndar KKÍ um leikbann niður í áminningu. Í athugasemdum í niðurlagi kæru kemur fram ósk um að Kristinn Óskarsson dæmi ekki leiki meðan á málsmeðferð þessa máls stendur.
Kærði, aganefnd KKÍ. hefur ekki sett fram kröfur í málinu en tekur fram að málið hafi fengið hefðbundna meðferð hjá aganefnd.
Kærði, Kristinn Óskarsson gerir þá kröfu að málinu verði vísað frá dómi.

Eftirtalin skjöl hafa verið lögð fram í málinu;
Nr. 1 kæra, dags. 31. janúar 2005.
Nr. 2 útskrift af tölvupósti frá KKÍ dags. 2. febrúar 2005 þar sem fram kemur skýrsla dómara til aganefndar og úrskurður aganefndar.
Nr. 3 útskrift af tölvupósti til aganefndar.
Nr. 4. athugasemdir aganefndar.
Nr. 5. útskrift af tölvupósti til Kristins Óskarssonar.
Nr. 6. kröfur og athugasemdir Kristins Óskarssonar.

II.
Þann 24. janúar 2005 sendir Kristinn Óskarsson dómari í leik Breiðabliks og Njarðvíkur sem fram fór þann 23. janúar 2005 í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, skýrslu/kæru til aganefndar KKÍ vegna “ærumeiðandi ummæla” sem Jón Arnar mun hafa látið falla við Kristinn í lok leiks. Aganefnd kvað þann 25. janúar 2005 upp úrskurð þar sem Jón Arnar var úrskurðaður í eins leiks bann.

III.
Sem rökstuðning fyrir kröfum sínum vísar kærandi til leikreglna KKÍ, reglu 46.10, til 15. og 16.gr. laga um dómstóla KKÍ og til nánar tiltekinna ákvæða í 2. – 4.gr. reglugerðar um aganefnd KKÍ.
Kærandi telur að dómara hafi borið að skrá ummæli hans í lok leiks “það er dapurlegt að að þú þurfir að vera hlutdrægur í svona leik” á baksíðu leikskýrslu auk þess sem ónákvæm og óvönduð skýrsla/kæra hans til aganefndar hafi ekki verið í samræmi við reglur.
Kærandi telur að aganefnd hafi ekki farið eftir þeim málsmeðferðarreglum sem um nefndina gilda s.s. varðandi boðanir, leiðbeiningar, málflutning og öflun sönnunargagna auk þess sem úrskurður nefndarinnar hafi ekki verið í samræmi við reglur.
Kærandi telur að báðir kærðu hafi ekki fylgt þeirri meginreglu að allan vafa skuli meta kærða í hag.

IV.
Í greinargerð kærða, aganefndar KKÍ kemur fram umrædd kæra hafi borist kl. 11:10 mánudaginn 24. janúar 2005 og því hafi í samræmi við reglugerð aganefndar borið að taka málið fyrir á vikulegum fundi nefndarinnar þriðjudaginn 25. janúar 2005 og var það gert. Jafnframt kemur fram að fyrirsvarsmönnum Breiðabliks hafi verið send tilkynning um kæruna strax og hún barst skrifstofu KKÍ. en engar athugasemdir eða ósk um munnlegan málflutning hafi borist nefndinni frá kærða.
Aganefnd áréttar að við afgreiðslu kæra sé út frá því gengið að dómari sé óvilhallur. Kristinn Óskarsson sé einn af okkar reyndustu dómurum og þar sem engar athugasemdir eða ósk um munnlegan málflutning hafi komið frá kærða og ekki hafi verið ástæða til þess að draga orð Kristins í efa hafi málið fengið hefðbundna meðferð hjá aganefnd.

V.
Í athugasemdum kærða, Kristins Óskarssonar er þess krafist að málinu verði vísað frá dómi með vísan til 5.gr. e) lið reglugerðar um aganefnd KKÍ. Kærði áskilur sér rétt til þess að skila inn greinargerð verði málið tekið til efnislegrar meðferðar.

VI.
Niðurstaða málsins byggir á því að ekki verði eftir því leitað hvort um mistök hafi verið að ræða hjá kærðu og því ekki nauðsyn á því að flytja málið munnlega eða leiða fram vitna- og aðilaskýrslur eða skoða sönnunargögn. Jafnvel þó svo að mistök yrðu sönnuð þá verða þau mistök ekki leiðrétt samkvæmt neðangreindu.
Ágreiningslaust er að aganefnd var til þess bær að fjalla um og úrskurða um atvik það sem um getur í lið II. og því fór nefndin ekki út fyrir heimildir sínar. Undir það má taka með kæranda miðað við framlögð gögn málsins að upplýsingar í kæru dómara og úrskurði aganefndar mættu vera gleggri. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki séð að reynt hafi á heimildir b) liðar 3.gr. reglugerðar um aganefnd KKÍ til endurupptöku úrskurðar aganefnar.
Í e) lið 5.gr. reglugerðar um aganefnd KKÍ. segir; “úrskurðir aganefndar eru endanlegir nema refsing fari fram úr 4 leikja eða eins mánaðar banni. Slíka úrskurði má kæra til dómstóls KKÍ”. Með öðrum orðum eða einfaldri gagnályktun þá er úrskurður aganefndar KKÍ í máli kæranda um eins leiks bann ekki kæranlegur til dómstóls KKÍ.

Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að málinu skuli vísa frá dómi.

Bogi Hjálmtýsson, dómari í dómstól KKÍ kveður upp dóm þennan.

DÓMSORÐ.

Kæru Jóns Arnars Ingvarssonar gegn aganefnd KKÍ og Kristni Óskarssyni er vísað frá dómi.

Bogi Hjálmtýsson.


Kærandi hefur þriggja daga rétt til þess að skjóta málinu aftur fyrir dómstólinn. Kærufrestur til áfrýjunardómstóls er fimm dagar.
Dómurinn er sendur til KKÍ í tölvupósti. KKÍ skal birta dóminn fyrir málsaðilum í dag en einnig skal birta hann á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 17. gr. laga um dómstól KKÍ.






Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrrum samherjarnir í Stjörnunni Nemanja Sovic og Kjartan Kjartansson. Nemanja samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2008-2009 en varð að yfirgefa herbúðir þeirra í upphafi tímabilsins líkt og margir aðrir. Sovic fór aftur til Breiðabliks sem hann hafði leikið með árið áður í 1. deild, en Breiðablik fór upp um deild. Sovic og félagar í Breiðablik unnu báða leiki sína í Iceland Express-deildinni gegn erkifjendunum í Stjörnunni þetta árið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið