© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
11.11.2004 | Ólafur Rafnsson
Sjónvarpssamningar
Sjónvarpsútsendingar frá íþróttaviðburðum eru að verða æ ríkari hluti af mettun hins sívaxandi markaðar sem felst í nútíma miðlun íþróttaviðburða. Raunar kemst fátt nær því að upplifa viðburðinn á staðnum.

Samhliða þessu á sér stað ör þróun sítengdra tölvuupplýsinga í gegnum netið, og munu þessir miðlar án efa renna saman í tiltölulega náinni framtíð. Allar upplýsingar frá ritaraborði, tölfræði og jafnvel ítarlegar útskýringar á einstökum viðburðum í leiknum, ákvarðanir dómara o.s.frv., munu berast samstundis upp á sjónvarpsskjá. Þegar þessu er bætt við nútíma heimabíótækjabúnað og síminnkandi frítíma almennings þá hljóta menn að opna augun fyrir því að þessi þróun er komin til að vera. Hún er hinsvegar ekki nauðsynlega óvinur.

Á síðasta keppnistímabili voru 18 beinar útsendingar úr körfuknattleik – sem e.t.v. eru fleiri en sumir hafa gert sér grein fyrir. Er þar um að ræða umtalsverða fjölgun, reyndar í kjölfar nokkurra magurra ára. Fáum duldist að leikirnir á síðasta ári voru gott sjónvarpsefni, og þótti úrslitakeppnin einstaklega spennandi og skemmtileg út frá sjónarmiði hins almenna áhorfanda.

Því miður er samkeppni í gerð innlends íþróttaefnis ekki mikil á Íslandi í dag. Stjórn KKÍ undirritaði hinsvegar nú í haust samninga við báðar stóru sjónvarpsstöðvarnar hér á landi sem sinna innlendri dagskrárgerð á sviði íþrótta, þ.e. RÚV og SÝN. Munu þeir samningar tryggja beinar útsendingar frá helstu viðburðum íslensks körfuknattleiks í vetur, og ef að líkum lætur munu þeir samningar leiða til enn frekari fjölgun beinna útsendinga á yfirstandandi keppnistímabili.

Taka samningar þessir í senn til sjónvarpsréttinda og sjónvarpsskuldbindinga. Með samningum þessum hafa verið tryggðar beinar útsendingar frá helstu viðburðum á borð við úrslitakeppni Intersportdeildarinnar, úrslitaleikja í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem og Hópbílabikarkeppninni, heimaleikja íslenska A-landsliðsins í Evrópukeppni o.s.frv. Auk þess voru á þeim fundum ræddir viðburðir á borð við þátttöku Keflvíkinga í Evrópukeppni félagsliða. Gera má ráð fyrir fjölgun beinna útsendinga frá reglulegri deildakeppni, og helgast það m.a. af því að RÚV hyggst í vetur reyna s.k. “double-header” útsendingar á laugardagseftirmiðdögum.

Beinar útsendingar eru hinsvegar vissulega ekki upphaf og endir alls sjónvarpsefnis. Íslenskur körfuknattleikur hefur – með réttu – talið verulega á sig hallað þegar kemur að þáttagerð um innlendan körfuknattleik. Hafa átt sér stað talsverðar viðræður um þau málefni, og þótt ekki liggi fyrir skuldbindingar um slíkt þá hafa verið gefnar jákvæðar viljayfirlýsingar. Auk þess er hreyfingin sjálf að vinna að umfangsmiklum þróunarverkefnum á því sviði – sem ekki er tímabært að upplýsa frekar um á þessu stigi.

Ljóst má þó vera að sú umfjöllun sem hvað mest útbreiðsluáhrif hefur er jákvæð fréttaumfjöllun í almennum fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Þótt vitaskuld sé ekki samið um slíkt í samningum vegna ritstjórnarlegs sjálfstæðis þá hygg ég engu að síður að á þeim vettvangi hafi orðið umtalsverð framför í flestum tilvikum.

Eitt málefni teljum við hinsvegar að hafi sannarlega ekki fengið verðskuldaða athygli í formi skuldbindinga í samningum þessum, en það er mótahald kvennaflokka.

Ég vil nefna til gamans skemmtileg ummæli frá síðasta vetri sem e.t.v. endurspegla að nokkru hugsunarleysi hins eitilharða körfuknattleiksáhugamanns. Þar var um að ræða val sjónvarpsstöðvar á leik til beinnar útsendingar - leik tveggja efstu liða í deildinni – sem einhverra hluta vegna varð hreint ekki spennandi. Á sama tíma fór fram leikur tveggja af neðstu liðum deildarinnar. Umræddur áhugamaður var fljótur að lýsa hneysklun sinni í garð sjónvarpsstöðvarinnar eftir á fyrir að velja þann leik – því leikur botnliðanna reyndist vera tvíframlengdur. Þvílíkt dómgreindarleysi sjónvarpsstöðvarinnar…

Að lokum vil ég enda þennan pistil með nákvæmlega sama hætti og pistilinn í síðustu viku: Til hamingju Keflvíkingar með leikinn í gær.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmann A-landsliðs karla og kvenna stilla sér upp í myndatöku.  Aftari röð f.v.; Brenton Birmingham, Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson. Fremri röð f.v.: Birna Valgarðsdóttir og Helena Sverrisdóttir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið