© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
4.11.2004 | Ólafur Rafnsson
Körfuknattleikur í fjölmiðlum
Körfuknattleikur er ekki frábrugðinn öðrum íþróttagreinum að því leyti að samstarf við fjölmiðla skiptir umtalsverðu máli. Í senn er okkur í mun að þjónusta fjölmiðla í því skyni að auðvelda umfjöllun um íþróttagrein okkar, samhliða því að bjóða upp á afurð sem þykir áhugaverð út frá sjónarmiðum fréttalegrar ritstjórarstefnu – og þar með andlag áhuga þess markhóps sem fjölmiðlar sjálfir höfða til. Hagsmunir okkar og fjölmiðla fara því í raun prýðilega saman þegar báðir aðilar standa sig vel.

Umfjöllun fjölmiðla er svo aftur sígilt umfjöllunarefni innan íþróttagreinarinnar sjálfar. Er það í sjálfu sér besta mál á meðan slíkt er málefnalegt. Ljóst er að aldrei mun verða unnt með öllu að fullnægja þörfum einlægra körfuknattleiksáhugamanna – frekar en út af fyrir sig annarra áhugamanna um íþróttir yfirleitt. “Þegar menn hafa fengið nóg…er nóg ekki lengur nóg”.

Vitaskuld gerir yfirstjórn sambandsins sitt ítrasta til þess að tryggja eins mikla og vandaða umfjöllun um körfuknattleik í fjölmiðlum og kostur er. Það eru hagsmunir okkar allra. Í því felst að þjónusta fjölmiðla, veita þeim aðhald þegar þeir (að okkar mati) bregðast, og síðast en ekki síst er mikilvægt að slík samskipti feli jafnframt í sér að hrósa og láta vita þegar vel er gert. Forsvarsmenn KKÍ eiga reglulega fundi með stjórnendum íþróttadeilda stærstu fjölmiðlanna.

Annars er fróðlegt að velta fyrir sér þróun í fjölmiðlun. Mikilvægt er að fylgjast með þeirri þróun og taka þátt í að þjónusta nýja möguleika á miðlun þeirra upplýsinga sem fjölmiðlar eru að koma á framfæri. Vefsíður og netið er gott dæmi um þetta. Fáum dettur t.a.m. í hug að fara fram á beinar útvarpslýsingar frá umferðum efstu deilda, eins og ómissandi var fyrir fáeinum árum. Í dag fást mun betri, skjótari og ítarlegri upplýsingar í gegnum netið, textavarp o.s.frv.

KKÍ er áskrifandi að mánaðarlegri samantekt um umfjöllun um körfuknattleik í prentmiðlum. Það verður að segjast eins og er að við að fletta þeim samantektum þá virðist umfjöllun hafa aukist verulega í magni á undanförnum árum. Magn er þó vissulega ekki hið sama og gæði. Staðsetning í blaði, fyrirsagnir og myndir eru allt atriði sem hafa áhrif á það hversu umfjöllun er áberandi og mikið lesin – að sjálfsögðu samhliða fagmennsku viðkomandi blaðamanna.

Ég ítreka að mikil og góð umfjöllun fjölmiðla um okkar ágætu íþrótt er og verður eilífðarverkefni. Mikilvægt er að hreyfingin standi einhuga saman í því að veita fjölmiðlum – öllum fjölmiðlum – viðeigandi þjónustu og aðhald í því skyni. Gott samstarf er okkur mikilvægt, og ég hygg að aðilar sem fara rætnum orðum um þessa samstarfsaðila okkar á opinberum vettvangi skilji stundum illa hversu mikinn skaða þeir kunna að valda okkar ástsælu íþrótt.

Í næsta pistli mun ég fjalla um umfjöllun um körfuknattleik í sjónvarpi og þá samninga sem KKÍ hefur undirritað þar að lútandi á þessu keppnistímabili.

Að lokum, til hamingju með leikinn í gær Keflvíkingar.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Tvö stig fyrir Ísland. Stelpurnar í U16 mættu þeim sænsku á Norðurlandamótinu í Svíþjóð 2004. Hér eru þær Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir í baráttunni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið