© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
26.9.2000 | Ágúst H. Guðmundsson
Epson deildin 2000-2001: Þór Akureyri
Við Þórsarar höfum á að skipa lítið breyttum leikmannahópi frá síðasta keppnistímabili. Það tímabil var nokkuð ásættanlegt af okkar hálfu þar sem að við náðum í sjöunda sæti deildarinnar, inn í úrslitakeppni þar sem að við féllum út fyrir Haukum í átta liða úrslitum eftir að hafa náð að vinna okkar fyrsta sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins.

Markmið okkar í ár hlýtur að vera að gera betur en s.l. tímabil. Við missum á brott sterkan Bandaríkjamann, Maurice Spillers, en fáum hans í stað mikinn vinnuhest, Clifton Bush, sem að er okkur að góðu kunnur. Leikmennirnir eru talsvert ólíkir en við bindum vonir við Clifton. Aðrir sem að við söknum eru Davíð Jens Guðlaugsson, Hrafn Jóhannesson og Einar Valbergsson en á móti kemur að Þorvaldur Örn Arnarson er genginn til liðs við okkur.

Leikmannahópurinn er breiður hjá okkur Þórsurum en hann samanstendur af 15 æfingafélögum og barátta um stöður og mínútur er mikil. Kjarni liðsins er byggður á leikmönnum fæddum 1979-1981 auk nokkurra reynslubolta sem að fleytt hafa okkur yfir marga erfiða hjalla.

Ef stiklað er á stóru þá munu eftirtaldir leikmenn Þórs standa í eldlínunni í vetur:

Hafsteinn Lúðvíksson er næst leikjahæsti leikmaður liðsins þó ungur sé að árum, aðeins 24 ára. Hafsteinn hefur yfir að ráða gífurlegum líkamsstyrk, miklum baráttuvilja og góðu keppnisskapi auk þess sem hann ber nú fyrirliðabandið sitt fjórða tímbabil í efstu deild. Stöðugleiki hans vex ár frá ári og er hann Þórsliðinu því afar mikilvægur hlekkur.

Óðinn Ásgeirsson er einn af okkar meiri íþróttamönnum. Þrátt fyrir að vera rétt um 200 cm þá eru hreyfingar hans og hraði líkt og hjá mun minni leikmönnum. Óðinn er góður frákastari, skorar mikið á góðum degi, ágætur skotmaður og erfitt getur verið fyrir jafnháa andstæðinga að verjast honum vegna hraða hans. Óðin vantar stöðugleika og stundum meiri aga í leik sinn svo að fremstu röð verði náð.

Einar Örn Aðalsteinsson er líkur Óðni, mikill íþróttamaður með gífurlegan stökkkraft og hraða. Hann er góður skotmaður og er illviðráðanlegur þegar hann kemst í loft upp í átt að körfu. Einar er einn af lykilmönnum sem að þarf að þroskast betur til að komast í fremstu röð.

Clifton Bush er líkt og áður segir nýr í liði Þórs. Tölfræði hans frá því hann spilaði með KFÍ sýnir að þar er leikmaður sem að gefur allt í leikina og skilar góðum heildarpakka til liðsins hvort sem er í skori, vörn eða fráköstum. Þetta vita þeir sem til hans þekkja.

Hermann Daði Hermannsson er nú á sínu þriðja ári í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur (f. ’81) Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur og gefa síðustu leikir fyrra tímabils svo og æfingaleikir á undirbúningstímabili miklar vonir um gott tímabil hjá Hermanni. Hann er einn okkar allra fjölhæfasti leikmaður og lykilmaður framtíðarinnar ef heldur fram sem horfir.

Konráð Óskarsson þarf varla að kynna en hann er nú að hefja sitt 19. keppnistímabil og er eins og rauðvínið, eldist vel. Þar er kominn mikill keppnismaður sem hefur leikið mikilvægt hlutverk í Þórsliðinu nú þegar ákveðin kynslóðaskipti eiga sér stað. Konráð er gífurlega duglegur, góður skotmaður, útsjónarsamur og mikill félagi. Án Konráðs er óvíst að Þórsliðinu hefði vegnað sem skyldi þegar ungu mennirnir tóku sín fyrstu skref á meðal hinna bestu. Konráð er varafyrirliði eftir að hafa gegnt fyrirliðastöðu til fjöldamargra ára.

Einar Hólm Davíðsson er ekki nýr af nálinni í boltanum en líkt og Hermann Daði tekur hann nú út mikinn vaxtarkipp, boltalega séð, þar sem hann skilaði góðu starfi í lok s.l. tímabils og á undirbúningstímabili hefur honum vaxið ásmegin og stefnir vonandi í gott tímabil hjá honum. Hann er góður varnarmaður, vaxandi leikstjórnandi en getur meira en hann hefur sýnt sóknarlega.

Magnús Helgason er hávaxinn skotbakvörður/léttur framherji, góð skytta og varnarmaður en þarf að geta nálgast teiginn af meira öryggi. Magnús er mikill keppnismaður og Þórsliðinu afar mikilvægur.

Sigurður Sigurðsson hefur verið aðalleikstjórnandi liðsins undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Sigurður hefur þroskast jafnt og þétt og er orðinn nokkuð stöðugur í aðgerðum sínum. Hann hefur yfir mikilli boltatækni að ráða og er góður skotmaður. Hann þarf einna helst að bæta varnarleik sinn en þar hefur hann þó einnig farið vaxandi.

Aðrir leikmenn hafa hingað til komið tiltölulega lítið við sögu í leikjum Þórsliðsins þó að þeir eigi nokkra skráða leiki. Markmið þeirra er að sjálfsögðu að sanna tilverurétt sinn og stefna þeir ótrauðir í þá baráttu sem að framundan er um þær stöður í tíu manna leikmannahópi enda ungir og eiga framtíðina fyrir sér.

Undirbúningstímabilsin nú verður líklega helst minnst fyrir að í fyrsta skipti hélt meistarflokkur félagsins á erlenda grund til þátttöku í móti í Danmörku. Ferðin heppnaðist vel og skilaði sínu. Fram að fyrsta leik í Íslandsmóti verða samtals leiknir 17 æfingaleikir sem er með allra mesta móti hér á bæ. Mannskapurinn er vel samstilltur og við erum farnir að hlakka til.

Markmið okkar er líkt og áður segir að gera betur en s.l. tímabil. Hvort að það gengur eftir verður að koma í ljós. Mikilvægt er að komast í úrslitakeppnina og vera þá með liðið uppi á réttum tíma. Við gefum því upp að sjötta sæti að deildarkeppni lokinni verði okkar markmið og ef lengra verður komist þá yrði það ánægjuleg niðurstaða.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pavel Ermolinskij sækir hér að körfu Georgíumanna sumarið 2006. Íslenska U20 ára liðið tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar það sumarið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið