© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
29.4.2004 | Ólafur Rafnsson
Landsbyggðarstemmning
Í mars s.l. varð undirritaður þeirrar gæfu aðnjótandi að fara tvisvar sömu helgina til að afhenda deildarmeistaratitla á Vesturlandi. Í fyrra sinnið var það hjá Skallagrími í Borgarnesi fyrir 1. deild karla, og í síðara sinnið hjá Snæfelli í Stykkishólmi fyrir Intersport-deildina.

Það verður vart á marga hallað þegar lýst er þeirri skoðun að umgjörð og stemmning í kringum körfuboltaleiki sé óvíða betri en á landsbyggðinni. Þótt víða sé vel staðið að málum þá virðast smærri sveitarfélög á landsbyggðinni hafa náð að skapa sér sérstöðu sem byggir á einhug og allt að því takmarkalausum áhuga.

Á undanförnum tveimur áratugum hafa orðið til “æði” á vissum stöðum, en eðli máls er slíkt sveiflukennt, og ávallt erfitt að viðhalda mikilli uppsveiflu. Menn þekkja slík ævintýri frá Sauðárkróki, Ísafirði, Borgarnesi, Hveragerði og nú síðast frá Stykkishólmi, svo dæmi séu tekin. Auðvitað má nefna fjölmarga aðra staði þar sem í gangi er öflug uppbygging, en varanleiki hennar mislangt á veg kominn.

Ég held að hvað sem menn kunna að segja um keppnisfyrirkomulag, fjölda erlendra leikmanna, ferðakostnað, fjölda liða í deildum o.s.frv. að innst inni þá vilja fæstir útrýma slíkum “áhugasprengjum” sem reglulega verða til og vekja athygli á okkar skemmtilegu íþrótt. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar hagsmunamat fer fram milli ólíkra valkosta.

Sameiginlegt einkenni hinna s.k. “landsbyggðarliða” er e.t.v. helst öflug stjórn og mikið félagsstarf, ásamt að því er virðist öflugari fjáraflanir – eða betri aðgangur að fjármagni – nokkuð sem ég ætla í sjálfu sér ekki að leggja mat á hér. En annað einkenni er jafnframt sláandi, en það er að í flestum tilvikum þurfa þessi lið að glíma við verulegt brottfall leikmanna vegna skorts á valkostum við framhaldsskólamenntun.

Þetta er í raun mesti Akkilesarhæll uppbyggingar liða á landsbyggðinni, og því hljóta menn almennt að skilja betur þörf þeirra liða fyrir “aðkeypta” leikmenn að einhverju leyti til að fylla skörð – tímabundið eða varanlega. Ef litið er til þeirra liða sem nefnd voru hér í dæmaskyni að framan þá geta menn til gamans velt fyrir sér hversu marga góða leikmenn þessi félög hafa alið upp sem leika nú á SV-horni landsins – oftast eftir búferlaflutninga vegna skólavistar.

Ég hef áður til gamans viðrað þá kenningu að ég teldi Íslendinga fjölmennustu þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er nefnilega svipað að koma í t.d. Stykkishólm þar sem þriðjungur bæjarbúa mætir í íþróttahúsið til að hvetja sitt lið af miklum krafti, samhliða einstaklega metnaðarfullri umgjörð sem varla á sér vart líkan hjá “stærri” liðum.

Þetta endurspeglar nefnilega að ýmsu leyti þann metnað sem við Íslendingar höfum gagnvart “stórum” liðum á alþjóðavettvangi. Eflaust er þetta að einhverju leyti eðlislæg minnimáttarkennd smáþjóðar, en við viljum vera flottastir og bestir, njóta viðurkenningar fyrir árangur án tillits til stærðarinnar. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, heldur er í raun forsenda þess að við náum okkar markmiðum.

Áður en einstaklingar á SV-horninu kunna að rjúka upp til handa og fóta vegna lofrullu formannsins um landsbyggðina þá er rétt að lýsa því yfir að ég hyggst tjá mig með sambærilegum hætti um önnur landsvæði.

En í þessu samhengi…áfram landsbyggðin.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn í karlaliði 20. aldarinnar hjá KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið