© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
15.4.2004 | Ólafur Rafnsson
Það er ekki minn stíll að kenna öðrum um
Fyrirsögn pistils þessa er tilvitnun í fyrirsögn í Morgunblaðinu frá umfjöllun eftir eina viðureign Snæfellsliðsins í úrslitakeppninni. Vísar fyrirsögnin til orða Hlyns Bæringssonar, sem svo eftirminnilega aflaði sér virðingar flestra ef ekki allra þeirra sem fylgdust með leikjum liðsins.

Í umfjöllun um erlenda leikmenn, mikilvægi þeirra og fjölda í hverju liði Intersport-deildarinnar, hefur hlutur okkar bestu íslensku leikmanna oft ekki fengið verðskuldaða athygli. Það vill nefnilega gleymast að þrátt fyrir aukinn fjölda þá sigra afmarkaðir einstaklingar ekki keppni á borð við Intersport-deildina í körfuknattleik heldur sterk samhæfð liðsheild.

Það sem ég skemmti mér einna best yfir í nýyfirstöðnum úrslitaviðureignum Snæfells og Keflavíkur var hins mikla barátta þeirra Hlyns Bæringssonar og Fannars Ólafssonar. Báðir eru þeir miklir keppnismenn og harðir í horn að taka. Báðir eru þeir jafnframt skemmtilegir persónuleikar á velli - brosið hjá Fannari og glottið hjá Hlyni eru vörumerki sem menn muna eftir.

Ég vil persónulega að lýsa aðdáun minni á þessum tveimur afburðaleikmönnum - landsliðsmönnum okkar sem án efa eiga eftir að láta vel að sér kveða á þeim vettvangi. Ég fæ raunar ekki komið auga á það hvaða erlendi leikmaður sem lék hér á landi í vetur hafi skilað stærra hlutverki til síns félags en þessir aðilar, og ég hef ekki trú á að félög þeirra hefðu viljað skipta á þeim fyrir nokkurn erlendan leikmann.

Munurinn felst e.t.v. ekki bara í körfuboltalegri getu - heldur e.t.v. fremur því sjónarmiði að þegar komið er í úrslitaviðureignir þá er líkamlegt atgervi leikmanna og tæknileg geta orðin svo áþekk að munurinn á sigri og tapi liggur í hausnum og hjartanu. Slíka eiginleika geta menn ekki keypt sér svo auðveldlega fyrir peninga - og skiptir þá launaþak í raun engu máli í því sambandi.

Það var ennfremur ánægjulegt að verða vitni að því hversu mikla virðingu þeir Hlynur og Fannar virtust bera fyrir hvor öðrum þrátt fyrir mikil líkamleg og sálræn átök innan vallarins - þeir eru samherjar í landsliði og íslenskum körfuknattleik. Þetta mættu ýmsir taka sér til fyrirmyndar. Framangreindar lýsingar eiga sannarlega við um fleiri íslenska leikmenn í vetur en þá kumpána Hlyn og Fannar, en þeir eru teknir hér sem dæmi e.t.v. vegna þess hversu áberandi þeir voru í nýafstöðnum úrslitaviðureignum

Þegar fjölmiðlar gengu fast eftir yfirlýsingum frá Hlyni varðandi orsakir taps síns liðs var viðkvæðið ekki það að "liðsfélagarnir voru ekki nógu vel stemmdir", "dómararnir voru skelfilegir" o.s.frv., heldur var svar hans: "það er ekki minn stíll að kenna öðrum um". Hlynur verður sjálfur seint sakaður um að hafa ekki lagt allt sitt í leikina, og ef einhver í þessum leikjum hefði getað bent fingrum á aðra þá var það Hlynur Bæringsson. Það gerði hann svo sannarlega ekki.

Þetta er maður að mínu skapi.

Ólafur Rafnsson,
formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
A.J. Moye, leikmaður Keflavíkur, gefur Njarðvíkingnum Jeb Ivey olnbogaskot í andlitið í leik liðanna þann 30. desember 2005.  Moye var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann á grundvelli myndbandsupptöku af leiknum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið