© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
3.3.2004 | Ólafur Rafnsson
Kynþáttafordómar?
Enn er lifandi umfjöllun um erlenda leikmenn í íslenskum körfuknattleik. Undirritaður ritaði nýlega þrjá pistla um þau málefni, sem vonandi hafa gagnast einhverjum við að taka þátt í málefnalegri og gagnlegri umræðu um þau mál.

Niðurstaða mín var að hluta til sú að gæta verði hófs í þessum málum sem öðrum, og þótt ekki sé rétt að orða málin með þeim hætti að “ákveðið hafi verið” á síðasta ársþingi að "fjölga könum” í allt að þrjá í hverju liði, þá er afleiðing þeirra reglna sem þá voru settar engu að síður sú - hvort sem slíkt var fyrirsjáanlegt eða ekki. Koma þar til ýmsar ytri ástæður sem ég ætla ekki að endurtaka hér, en vísa til umfjöllunar í fyrri pistlum að afleiðingarnar hafa ekki nákvæmlega orðið eins og ráðgert var.

Mig langar hér hinsvegar til þess að fjalla lauslega um sjónarhorn á þessi málefni sem kann að þykja “tabú” hjá einhverjum. Það er sú spurning hvort vera kunni að umræða um hina erlendu leikmenn hafi e.t.v. orðið harkalegri en ella vegna meðvitaðra eða ómeðvitaðra kynþáttafordóma. Réttara kannski að orða þetta á þann hátt að vissir kynþættir hafi orðið meira áberandi en aðrir í vetur, en í þessu felast engar fullyrðingar eða “afsakanir” á ríkjandi ástandi, heldur er fremur samviskuspurning sem ég legg til að hver lesandi spyrji sjálfan sig um í einrúmi.

Orsakir þessara hugleiðinga eru að hluta umfjöllun um annars ágæta úrslitaleiki í handknattleik sem fram fóru um síðustu helgi. Reyndar ástæða til að óska félögum okkar hjá HSÍ til hamingju með framkvæmd og umgjörð, og sigurliðum til hamingju með sína titla. Hugleiðingar mínar lúta að úrslitaleik kvenna.

Það vakti athygli mína að talsvert margir erlendir leikmenn voru skráðir í liðin (a.m.k. leikmenn með erlend nöfn - menn leiðrétta mig ef þar er rangt ályktað). Mér sýnist að allt að átta slíkir hafi leikið leikinn skv. umfjöllun fjölmiðla, og þar af sex í öðru liðinu. Lið bikarmeistara ÍBV hafði þar áður nýlega staðið sig með prýði í leikjum í Evrópukeppni þar sem umfjöllun fjölmiðla var m.a. á þeim nótum að “brotið hafi verið blað í íslenskum kvennahandknattleik”.

Ég bið menn – fordómalaust – að byggja upp þá mynd í huga sér að allir þessir tilgreindu erlendu leikmenn hefðu verið blakkir á hörund. Getur það verið að umfjöllun fjölmiðla kynni að hafa orðið á annan hátt fyrir vikið? Er mögulegt að undir slíkum kringumstæðum kynnu sumir fjölmiðlar að hafa reiknað út hlutfallslegan samanburð á því að 6 erlendir leikmenn í handknattleiksliði jafngiltu 9-10 leikmönnum í knattspyrnuliði?

Nú er það svo að erlendir leikmenn hafa þekkst í íslenskum körfuknattleik í allmörg ár og sum lið hafa haft allt að þrjá erlenda leikmenn meira og minna í fjölmörg keppnistímabil, án þess að slíkt hafi valdið sérstakri umfjöllun fjölmiðla. Þar hefur þó gjarnan verið um að ræða “hvíta” s.k. Bosman-leikmenn.

Þótt ekki skuli skafið utan af þeirri staðreynd að fjöldi leikmanna og leikmannaskipta í vetur hafi sannarlega verið meiri en áður – og ég ítreka mín fyrri ummæli að því leyti til að fyrirbyggja misskilning á pistli þessum – þá tel ég ekki óeðlilegt að menn spyrji sig heiðarlega hvort vera kunni að sú staðreynd að hinir erlendu leikmenn séu nú í yfirgnæfandi hluta blakkir á hörund kunni a.m.k. að einhverju leyti að hafa haft áhrif á umfjöllun fjölmiðla eða afstöðu lesenda til málsins. Svari hver fyrir sig.

Ljóst er að íslenskt samfélag er mun skemmra á veg komið en nágrannalöndin að því er varðar reynslu af umgengni við framandi kynþætti og innflytjendur. Með pistli þessum er hvorki verið að lofa né lasta viðhorf Íslendinga almennt til annarra kynþátta, heldur eingöngu verið að benda á samanburð í tengslum við forsendur umfjöllunar um erlenda leikmenn í íslenskum körfuknattleik.

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Hauka í mb. 10 ára sem varð Íslandsmeistari vorið 2007. Úrslitamótið fór fram í Grindavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið