© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
28.4.2003 | Jón Arnar Ingvarsson
Veljum íslenskt
Mig langar til að varpa fram nokkrum vangaveltum fyrir ársþing KKÍ. Fram hafa komið hugmyndir um fækkun liða í deildinni fjölgun útlendinga og breytinga á fyrirkomulagi.

Í fyrsta lagi þá er það staðreynd að við höfum ekki tekið eins miklum framförum og menn bjuggust við. Landsliðinu okkar hefur ef eitthvað er farið aftur síðustu 5-7árin. Mörg þeirra liða sem við vorum að vinna fyrir 10-12 árum síðan standa okkur framar í dag. Vægið sem styrkleiki erlendra leikmanna hefur, hefur aldrei verið meira (lið sem ekki hafa framúrskarandi leikmenn eiga ekki möguleika á titlum s.b.Njarðvík í ár m.v.árið á undan). Bestu íslensku leikmenn nýliðinnar úrslitakeppni voru Gummi Braga 36 ára, Teitur 36 ára og Kiddi Friðriks 32 ára (auðvitað allt frábærir leikmenn). Það hefur verið markmið Friðriks Inga þjálfara landsliðsins að byggja upp yngri leikmenn og efla þá fyrir komandi ár. Hefur val hans á landsliðinu miðað að því að gefa yngri leikmönnum aukin tækifæri.

Nú ber ekki að taka þessu sem ég sé að kenna einhverju einu um þessa stöðu. Heldur er ég að vonast til að menn hugsi um leiðir til bæta stöðuna. Við höfum ennþá mikið af efnilegum leikmönnum en við þurfum að finna leiðir til gera sem allra flesta að góðum leikmönnum. Markmið númer eitt á komandi ársþingi verður að snúast um leiðir til að gera okkar íslensku leikmenn betri og gera okkur að samkeppnishæfari körfuboltaþjóð.

Við verðum að hætta að forgangsraða fyrir bandaríska leikmenn, einn tvo eða ótakmarkað eins og rætt hefur verið. 90% af úrvalsdeildarliðunum eru rekin með undirballans. Kapphlaupið um alltof háttlaunaða kana hefur án efa komið niður á því sem við erum að bjóða okkar íslensku leikmönnum uppá.

Ákveðið var að stytta leiktímabilið svo ekki þurfi að borga bandarísku leikmönnunum eins lengi? Hvað með íslensku leikmennina. Er það gott fyrir þá að tímabilið sé aðeins 50% af árinu? Má búast við framförum hjá þeim við slíkar aðstæður?

Þegar banni á erlendum leikmönnum var aflétt árið 1988 var ákveðið að miða laun erlendra leikmanna við 1000-1200$ á mánuði og fara alls ekki upp fyrir 1500$(dollarinn var ca. 55 kr. á þeim tíma). 3-4 árum seinna voru bestu liðin farin að greiða uppundir 2000$. Í dag eru lið farin að greiða allt uppí 4000$ á mánuði?!! Þrátt fyrir þessa þróun þá eru 9 af hverjum 10 liðum í mínus á hverju tímabili.

Það má gera ráð fyrir að kostnaður úrvalsdeildarliðanna af erlendum leikmönnum í þessi 15 ár sé hálfur milljarður (500milljónir) m.v. verðlag dagsins í dag. Væri það ekki þægilegra fyrir okkur ef við hefðum látið þó ekki væri nema svona 200milljónir til þess að efla aðbúnað íslenskra leikmanna? Til að gefa þeim betri tækifæri og efla okkur sem körfuboltaþjóð í leiðinni.

Við verðum að gefa okkar íslensku leikmönnum tækifæri til að leika stærra hlutverk í okkar liðum. Gefa þeim tækifæri til að æfa mikið og markvisst. Hafa fleiri verkefni til að lengja tímabilið 5-6 mánuðir er allt of lítið. Gefa þeim tækifæri til að leika gegn öðrum þjóðum. Í dag erum við að setja alla orkuna í að fjármagna erlenda leikmenn. Er það virkilega ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu?

Með von um að menn velti þessari stöðu aðeins fyrir sér.

Jón Arnar Ingvarsson

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fjölnismenn fagna ævintýralegum sigri á Grindavík í Grindavík 5. janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið