© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.2.2003 | 0:24 | Óskar Ó. Jónsson
Teitur Örlygsson lék 400. úrvalsdeildarleikinn í Hólminum
Það urðu mikil tímamót í körfunni í kvöld því Teitur Örlygsson lék þá sinn 400. úrvalsdeildarleik í 60-63 sigri Njarðvíkur á Snæfelli í Stykkishólmi en þessi leikur var hluti af 17. umferð Intersportdeildarinnar. Teitur er að leika sitt 19. tímabil í úrvalsdeild en hann lék sinn fyrsta leik rétt fyrir jólin 1983 þá 16 ára eða nánar tilgetið 15. desember 1983 í 76-64 sigri Njarðvíkinga á Haukum í Ljónagryfjunni.

Teitur hefur fjögurra leikja forskot á Val Ingimundarson, spilandi þjálfara Skallagríms, sem mun að öllum líkindum leika sinn 397. leik gegn KR annað kvöld. Í þriðja sæti er síðan Guðjón Skúlason sem hefur leikið 392 leiki í úrvalsdeild.

Teitur Örlygsson hefur 10 sinnum orðið Íslandsmeistari í körfubolta með Njarðvík og í öll skiptin eftir að hafa farið í gegnum úrslitakeppni. Agnar Friðriksson hjá ÍR varð einnig Íslandsmeistari í 10 skipti í gömlu 1. deildinni frá 1962-1977 en enginn leikmaður hefur unnið oftar titilinn í úrvalsdeild. Auk þessa hefur Teitur unnið bikarinn sjö sinnum og því alls 17 stóra titla á þeim 19 tímabilum sem hann hefur leikið á Íslandi.

Flestir leikir í úrvalsdeild:
400 leikir - Teitur Örlygsson (Njarðvík, 1983-)
396 - Valur Ingimundarson (Njarðvík, Tindastóll, Skallagrímur, 1979-)
392 - Guðjón Skúlason (Keflavík, Grindavík, 1983-)
335 - Marel Guðlaugsson (Grindavík, KR, Haukar, 1988-)
331 - Jón Arnar Ingvarsson (Haukar, Breiðablik, 1988-)
327 - Friðrik Ragnarsson (Njarðvík, KR, 1988-)
321 - Guðmundur Bragason (Grindavík, Haukar, 1987-
319 - Tómas Holton (Valur, Skallagrímur, 1982-2000)
316 - Birgir Mikaelsson (KR, Skallagrímur, Snæfell, Breiðablik, 1981-2001)
307 - Jón Kr. Gíslason (Keflavík, Grindavík, 1982-1997)

Þótt að Teitur Örlygsson sé fyrsti leikmaðurinn til að leika 400 leiki í úrvalsdeild karla þá hefur einn maður afrekað það að taka þátt í 400 úrvalsdeildarleikjum. Sá er dómarinn Kristinn Albertsson sem hefur dæmt 431 leik í úrvalsdeild. Kristinn dæmdi sinn 400. leik 21, janúar 2001 og má sjá grein um þau tímamót á kki.is hér.

Undir greinum á KKÍ-síðunni má finna hér úttekt á afreki Teits þar sem farið er ofan í tölfræðina á bak leikina 400 auk annarra skemmtilegra upplýsinga um feril sigursælasta og leikjahæsta leikmann úrvalsdeildar frá upphafi.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sumarið 2009 skrifaði KKÍ og Marka hef. umboðsaðili Spalding undir þriggja ára samning þess efnis að leikið verður með Spalding bolta í Iceland Express-deild karla og kvenna. Á myndinni sjást Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Björn Leifur Þórisson frá Marka ehf. skrifa undir samninginn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið